Andri Rúnar: Hvaða met ertu að tala um? Smári Jökull Jónsson skrifar 17. september 2017 18:33 Andri Rúnar er kominn með 18 mörk í Pepsi-deildinni í sumar og vantar eitt mark til þess að jafna markamet efstu deildar. vísir/stefán „Ég er mjög ánægður með þetta. Við spiluðum mjög vel í dag og við áttum þetta skilið,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn gegn Blikum í dag. Andri Rúnar skoraði tvö mörk í leiknum og er þar með kominn með 18 mörk í Pepsi-deildinni. Markametið er 19 mörk og því þarf hann aðeins eitt mark í viðbót til að jafna metið þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu. „Met? Hvaða met ertu að tala um?“ sagði Andri Rúnar brosandi þegar blaðamaður spurði hann út í möguleikann á að slá metið. „Jú, að sjálfsögðu verðum við að reyna en ég ætla samt að spá ekki of mikið í þetta,“ bætti Andri Rúnar við áður en hann var truflaður af stuðningsmönnum Grindavíkur sem kölluðu að honum að hann hefði átt að setja þrennu í dag og jafna metið. „Já, eins og þú heyrir er enginn að spá í þessu meti,“ sagði hann svo brosandi. Andri Rúnar hefur lítið viljað ræða markametið en kemst eiginlega ekki hjá því lengur nú þegar hann er kominn jafn nálægt því og raun ber vitni. „Næst er það bara KA og ég ætla ekkert að fara að breyta út af mínum vana heldur halda áfram eins og ég geri.“ Fyrra mark Andra Rúnars í dag var glæsilegt. Þá skaut hann að marki úr aukaspyrnu af 35 metra færi og boltinn söng í fjærhorninu. „Ég ætlaði að setja hann þarna,“ sagði Andri og bætti við að aðstæðurnar hefðu ekkert haft með þetta að segja en mikill vindur og rigning var í Grindavík í dag. „Þið sjáið það í Pepsi-mörkunum í kvöld, það var flökt á boltanum og allt. Þetta var mitt mark,“ sagði Andri Rúnar hæstánægður að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 4-3 | Andri Rúnar einu marki frá metinu Grindavík vann 4-3 sigur á Blikum í markaleik suður með sjó í dag. Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvö mörk og er þar með einu marki frá markameti efstu deildar. 17. september 2017 19:30 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með þetta. Við spiluðum mjög vel í dag og við áttum þetta skilið,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason leikmaður Grindvíkinga þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn gegn Blikum í dag. Andri Rúnar skoraði tvö mörk í leiknum og er þar með kominn með 18 mörk í Pepsi-deildinni. Markametið er 19 mörk og því þarf hann aðeins eitt mark í viðbót til að jafna metið þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu. „Met? Hvaða met ertu að tala um?“ sagði Andri Rúnar brosandi þegar blaðamaður spurði hann út í möguleikann á að slá metið. „Jú, að sjálfsögðu verðum við að reyna en ég ætla samt að spá ekki of mikið í þetta,“ bætti Andri Rúnar við áður en hann var truflaður af stuðningsmönnum Grindavíkur sem kölluðu að honum að hann hefði átt að setja þrennu í dag og jafna metið. „Já, eins og þú heyrir er enginn að spá í þessu meti,“ sagði hann svo brosandi. Andri Rúnar hefur lítið viljað ræða markametið en kemst eiginlega ekki hjá því lengur nú þegar hann er kominn jafn nálægt því og raun ber vitni. „Næst er það bara KA og ég ætla ekkert að fara að breyta út af mínum vana heldur halda áfram eins og ég geri.“ Fyrra mark Andra Rúnars í dag var glæsilegt. Þá skaut hann að marki úr aukaspyrnu af 35 metra færi og boltinn söng í fjærhorninu. „Ég ætlaði að setja hann þarna,“ sagði Andri og bætti við að aðstæðurnar hefðu ekkert haft með þetta að segja en mikill vindur og rigning var í Grindavík í dag. „Þið sjáið það í Pepsi-mörkunum í kvöld, það var flökt á boltanum og allt. Þetta var mitt mark,“ sagði Andri Rúnar hæstánægður að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 4-3 | Andri Rúnar einu marki frá metinu Grindavík vann 4-3 sigur á Blikum í markaleik suður með sjó í dag. Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvö mörk og er þar með einu marki frá markameti efstu deildar. 17. september 2017 19:30 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 4-3 | Andri Rúnar einu marki frá metinu Grindavík vann 4-3 sigur á Blikum í markaleik suður með sjó í dag. Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvö mörk og er þar með einu marki frá markameti efstu deildar. 17. september 2017 19:30
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn