Helgi Hrafn ætlar í framboð fyrir Pírata Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2017 12:08 Mikil ánægja er með ákvörðun Helga Hrafns í pírataspjallinu á Facebook. Vísir/GVA Helgi Hrafn Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í kosningum til Alþingis sem allt bendir til að fari fram í nóvember. Helgi greindi frá þessu í Pírataspjallinu á Facebook í morgun. „Ég er í fáránlegri forréttindastöðu. Ekki bara hef ég prófað að fara í framboð, og fyrir röð samverkandi, ólíklegra atburða, náð kjöri, heldur einnig prófað að vera fyrrverandi þingmaður að eigin frumkvæði. Það var ein mikilvægasta ákvörðun sem ég hef tekið og ég sé ekki eftir henni í eina sekúndu; hún var rétt og gaf mér tækifæri til að sjá þetta allt saman í nýju og betra ljósi,“ sagði Helgi Hrafn við Pírata.Helgi Hrafn sat á Alþingi sem þingmaður Pírata frá árinu 2013 til 2016. Þá gegndi hann stöðu þingflokksformanns árin 2014 og 2015. Í júlí í fyrra tilkynnti hann hug sinn að stíga til hliðar til að einbeita sér að grasrótarstarfi í flokknum. Helgi tilkynnti um þá ákvörðun sína í myndbandi sem sjá má hér að neðan. „Það sem mér finnst fallegast að sjá við Pírata er þegar nýtt fólk kemur inn í starfið og slær í gegn. Við erum ekki lengur háð fólki eins og mér, eða þeim sem náðu kjöri fyrst, jafnvel þótt við getum hjálpað. Ég hef fylgst með nýja þingfólkinu okkar og æpi og klappa eins og vitleysingur fyrir framan Alþingisvefinn við hverja ræðuna á fætur annarri, fólki hvers tilvist ég vissi ekki af fyrr en það var allt í einu komið í lykilstöður fyrir flokkinn og strax farið að standa sig betur en maður þorði að ímynda sér. Það er ekkert í okkar starfi sem hefur glatt mig meira en að sjá nýja fólkið okkar að verki.“ Nú er ég að svara kalli þeirra sem hafa hvatt mig til að bjóða mig fram í þetta skiptið, en mig langar samt að minna okkur öll á, að velgengni okkar stendur og fellur með möguleikum nýs fólks. Ég vil þakka ykkur öllum sem tekið þátt í þessu á einum eða öðrum tímapunkti og hlakka til að eyða allri þessari orku og öllum þessum tíma í allan þennan góða málstað.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í kosningum til Alþingis sem allt bendir til að fari fram í nóvember. Helgi greindi frá þessu í Pírataspjallinu á Facebook í morgun. „Ég er í fáránlegri forréttindastöðu. Ekki bara hef ég prófað að fara í framboð, og fyrir röð samverkandi, ólíklegra atburða, náð kjöri, heldur einnig prófað að vera fyrrverandi þingmaður að eigin frumkvæði. Það var ein mikilvægasta ákvörðun sem ég hef tekið og ég sé ekki eftir henni í eina sekúndu; hún var rétt og gaf mér tækifæri til að sjá þetta allt saman í nýju og betra ljósi,“ sagði Helgi Hrafn við Pírata.Helgi Hrafn sat á Alþingi sem þingmaður Pírata frá árinu 2013 til 2016. Þá gegndi hann stöðu þingflokksformanns árin 2014 og 2015. Í júlí í fyrra tilkynnti hann hug sinn að stíga til hliðar til að einbeita sér að grasrótarstarfi í flokknum. Helgi tilkynnti um þá ákvörðun sína í myndbandi sem sjá má hér að neðan. „Það sem mér finnst fallegast að sjá við Pírata er þegar nýtt fólk kemur inn í starfið og slær í gegn. Við erum ekki lengur háð fólki eins og mér, eða þeim sem náðu kjöri fyrst, jafnvel þótt við getum hjálpað. Ég hef fylgst með nýja þingfólkinu okkar og æpi og klappa eins og vitleysingur fyrir framan Alþingisvefinn við hverja ræðuna á fætur annarri, fólki hvers tilvist ég vissi ekki af fyrr en það var allt í einu komið í lykilstöður fyrir flokkinn og strax farið að standa sig betur en maður þorði að ímynda sér. Það er ekkert í okkar starfi sem hefur glatt mig meira en að sjá nýja fólkið okkar að verki.“ Nú er ég að svara kalli þeirra sem hafa hvatt mig til að bjóða mig fram í þetta skiptið, en mig langar samt að minna okkur öll á, að velgengni okkar stendur og fellur með möguleikum nýs fólks. Ég vil þakka ykkur öllum sem tekið þátt í þessu á einum eða öðrum tímapunkti og hlakka til að eyða allri þessari orku og öllum þessum tíma í allan þennan góða málstað.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira