Píratar vilja ekki rjúka í kosningar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. september 2017 09:14 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaþingflokksformaður Pírata, segir Sjálfstæðisflokkinn í afneitun um stöðu mála. Vísir/Anton Píratar eru ekki tilbúnir að taka ákvörðun tafarlaust um hvort ganga eigi til kosninga eða hvort láta eigi reyna á minnihlutastjórn eða fimm flokka stjórn. Þetta segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaþingflokksformaður Pírata, í samtali við Vísi. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn í bullandi afneitun um stöðu flokksins. „Þetta er afskaplega snúin staða, það er mjög erfitt að segja til um hvað gerist næst. Fólk er ennþá bara að meðtaka þetta. þessar fréttir komu á miðnætti í gær. Ég er ennþá bara í talsverðu áfalli eftir að hafa heyrt þetta. Ég átti ekki von á þessu, ekki í þessari mynd þótt að mér finnist þetta rétt ákvörðun hjá Bjartri framtíð,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi. Bæði Þórhildur Sunna og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segja að rökrétt næsta skref sé að fólk tali saman á þingi og rjúki ekki til kosninga. „Við höfum allavega ákveðið að við erum opin fyrir því að tala við alla og sjá hvað er rétt í stöðunni að gera. Við viljum ekki rjúka af stað og gefast upp strax og segja kosningar strax,“ segir Þórhildur Sunna.Mikilvægt að afgreiða fjárlög „Okkur finnst eðlilegt núna þegar staðan er jafn óviss og hún er að við fyrst prófum bara að tala saman og athuga hvort það sé flötur fyrir þessu fimm flokka samstarfi eða minnihlutastjórn eða einhverju slíku. Það er náttúrulega fjárlagavinna fram undan. Það var rosalega slæmt í fyrra að hafa svona stuttan tíma og það er líka verra að ætla að vinna fjárlög án þess að það sé meirihluti með skýrt umboð til að vinna þess vinnu. þannig að þetta er afskaplega snúin staða, það er mjög erfitt að segja til um hvað gerist næst.“ Þórhildur Sunna sagði í Kastljósi í gærkvöldi að rökstuddur grunur væri uppi um að dómsmálaráðherra hefði misbeitt valdi sínu. Hún segir að Sjálfstæðismenn villi fyrir umræðunni um uppreist æru. „Mér sýnist þau bara vera í bullandi afneitun um sinn þátt í þessu máli. Þau þurfa að horfast í augu við eigin gjörðir og þau neita gjörsamlega að gera það. Þau skýla sér á bak við upplýsingalög og annað slíkt sem mér finnst ótrúlegt í ljósi úrskurðar úrskurðarnefndar. Mér finnst þau vera að villa um fyrir umræðunni.“Birgitta ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Sigurður Ingi: „Óhjákvæmilegt að horfa til kosninga“ Hefur áður lýst því yfir að hann vildi mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og VG. 15. september 2017 09:07 Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Píratar eru ekki tilbúnir að taka ákvörðun tafarlaust um hvort ganga eigi til kosninga eða hvort láta eigi reyna á minnihlutastjórn eða fimm flokka stjórn. Þetta segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaþingflokksformaður Pírata, í samtali við Vísi. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn í bullandi afneitun um stöðu flokksins. „Þetta er afskaplega snúin staða, það er mjög erfitt að segja til um hvað gerist næst. Fólk er ennþá bara að meðtaka þetta. þessar fréttir komu á miðnætti í gær. Ég er ennþá bara í talsverðu áfalli eftir að hafa heyrt þetta. Ég átti ekki von á þessu, ekki í þessari mynd þótt að mér finnist þetta rétt ákvörðun hjá Bjartri framtíð,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi. Bæði Þórhildur Sunna og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segja að rökrétt næsta skref sé að fólk tali saman á þingi og rjúki ekki til kosninga. „Við höfum allavega ákveðið að við erum opin fyrir því að tala við alla og sjá hvað er rétt í stöðunni að gera. Við viljum ekki rjúka af stað og gefast upp strax og segja kosningar strax,“ segir Þórhildur Sunna.Mikilvægt að afgreiða fjárlög „Okkur finnst eðlilegt núna þegar staðan er jafn óviss og hún er að við fyrst prófum bara að tala saman og athuga hvort það sé flötur fyrir þessu fimm flokka samstarfi eða minnihlutastjórn eða einhverju slíku. Það er náttúrulega fjárlagavinna fram undan. Það var rosalega slæmt í fyrra að hafa svona stuttan tíma og það er líka verra að ætla að vinna fjárlög án þess að það sé meirihluti með skýrt umboð til að vinna þess vinnu. þannig að þetta er afskaplega snúin staða, það er mjög erfitt að segja til um hvað gerist næst.“ Þórhildur Sunna sagði í Kastljósi í gærkvöldi að rökstuddur grunur væri uppi um að dómsmálaráðherra hefði misbeitt valdi sínu. Hún segir að Sjálfstæðismenn villi fyrir umræðunni um uppreist æru. „Mér sýnist þau bara vera í bullandi afneitun um sinn þátt í þessu máli. Þau þurfa að horfast í augu við eigin gjörðir og þau neita gjörsamlega að gera það. Þau skýla sér á bak við upplýsingalög og annað slíkt sem mér finnst ótrúlegt í ljósi úrskurðar úrskurðarnefndar. Mér finnst þau vera að villa um fyrir umræðunni.“Birgitta ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Sigurður Ingi: „Óhjákvæmilegt að horfa til kosninga“ Hefur áður lýst því yfir að hann vildi mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og VG. 15. september 2017 09:07 Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55
Sigurður Ingi: „Óhjákvæmilegt að horfa til kosninga“ Hefur áður lýst því yfir að hann vildi mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og VG. 15. september 2017 09:07
Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06