Eiginhagsmunir ráðherra kornið sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 00:43 Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar stendur hér á milli Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og Sigríðar Á. Andersen að loknum ríkisráðsfundi þegar ráðuneyti Bjarna tók við völdum í janúar síðastliðnum. Nú hefur Björt framtíð slitið ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þess sem þau segja trúnaðarbrest Bjarna og Sigríðar. vísir/anton brink Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Kosið var rafrænt, 70 prósent stjórnar tóku þátt í kosningunni og kusu 87 prósent með því að slíta samstarfinu. Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni að sögn Guðlaugar þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra.Vísir greindi fyrst frá málinu í dag og segir Guðlaug fréttirnar hafa hreyft við fólki í flokknum. „Það komu bara fjölmargar óskir og hvatningar um að stjórnin myndi hittast í framhaldi af fréttum sem komu í fjölmiðlum í dag. Það er óhætt að segja að þetta hafi hreyft við fólki. Um klukkustund eftir að þetta birtist á fjölmiðlum þá hafi 50 af 80 stjórnarmönnum sýna eitthvað lífsmark varðandi það að það þyrfti að taka samtal,“ segir Guðlaug.Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar.Trúnaðarbrestur forsætisráðherra og dómsmálaráðherra Hún segir samtalið á fundinum í kvöld hafa verið mjög samhljóða. „Við erum mjög seinþreytt til vandræða og við erum vandvirkt og viljum klára það sem við byrjum á. En það er bara þessi trúnaðarbrestur sem verður og þessi breytni ráðherra þar sem að okkar mati er verið að vinna í eigin hagsmunum frekar en almannahag. Þetta er bara lína í sandinum sem við gátum ekki stigið yfir.“Hvaða ráðherra ertu þá að tala um? „Ég er að tala um forsætisráðherra og dómsmálaráðherra.“Að þau hafi þá frekar unnið í eigin þágu heldur en almennings? „Miðað við það að það hafi legið fyrir að þau hafi bæði haft upplýsingar um mál sem hafa verið í umræðunni núna í margar vikur í lok júlí, og síðan frétta samstarfsráðherrar þeirra og flokkar í ríkisstjórn þetta á fréttamiðlum um miðjan september.“ Aðspurð hvort hún viti hvað tekur við núna segir Guðlaug að ráðherrar flokksins, Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, muni vilja ræða sitt samstarfsfólk sem þau hafi unnið með undanfarið. „Þetta er bara ákvörðun stjórnar sem liggur fyrir núna og svo verður bara að taka næstu skref og vinna úr henni í framhaldinu.“ Ekki náðist í Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem málfarsvilla var í upphaflegu fyrirsögninni. Alþingi Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45 Miklar efasemdir í grasrót Bjartrar framtíðar um ríkisstjórnarsamstarfið Stjórn Bjartrar framtíðar fundaði í kvöld og ræddi stöðuna vegna nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru. 14. september 2017 22:54 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Kosið var rafrænt, 70 prósent stjórnar tóku þátt í kosningunni og kusu 87 prósent með því að slíta samstarfinu. Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni að sögn Guðlaugar þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra.Vísir greindi fyrst frá málinu í dag og segir Guðlaug fréttirnar hafa hreyft við fólki í flokknum. „Það komu bara fjölmargar óskir og hvatningar um að stjórnin myndi hittast í framhaldi af fréttum sem komu í fjölmiðlum í dag. Það er óhætt að segja að þetta hafi hreyft við fólki. Um klukkustund eftir að þetta birtist á fjölmiðlum þá hafi 50 af 80 stjórnarmönnum sýna eitthvað lífsmark varðandi það að það þyrfti að taka samtal,“ segir Guðlaug.Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar.Trúnaðarbrestur forsætisráðherra og dómsmálaráðherra Hún segir samtalið á fundinum í kvöld hafa verið mjög samhljóða. „Við erum mjög seinþreytt til vandræða og við erum vandvirkt og viljum klára það sem við byrjum á. En það er bara þessi trúnaðarbrestur sem verður og þessi breytni ráðherra þar sem að okkar mati er verið að vinna í eigin hagsmunum frekar en almannahag. Þetta er bara lína í sandinum sem við gátum ekki stigið yfir.“Hvaða ráðherra ertu þá að tala um? „Ég er að tala um forsætisráðherra og dómsmálaráðherra.“Að þau hafi þá frekar unnið í eigin þágu heldur en almennings? „Miðað við það að það hafi legið fyrir að þau hafi bæði haft upplýsingar um mál sem hafa verið í umræðunni núna í margar vikur í lok júlí, og síðan frétta samstarfsráðherrar þeirra og flokkar í ríkisstjórn þetta á fréttamiðlum um miðjan september.“ Aðspurð hvort hún viti hvað tekur við núna segir Guðlaug að ráðherrar flokksins, Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, muni vilja ræða sitt samstarfsfólk sem þau hafi unnið með undanfarið. „Þetta er bara ákvörðun stjórnar sem liggur fyrir núna og svo verður bara að taka næstu skref og vinna úr henni í framhaldinu.“ Ekki náðist í Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem málfarsvilla var í upphaflegu fyrirsögninni.
Alþingi Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45 Miklar efasemdir í grasrót Bjartrar framtíðar um ríkisstjórnarsamstarfið Stjórn Bjartrar framtíðar fundaði í kvöld og ræddi stöðuna vegna nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru. 14. september 2017 22:54 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45
Miklar efasemdir í grasrót Bjartrar framtíðar um ríkisstjórnarsamstarfið Stjórn Bjartrar framtíðar fundaði í kvöld og ræddi stöðuna vegna nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru. 14. september 2017 22:54
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06