Eyjólfur: Skil ekki hvernig hann varði þetta en ekki hitt skotið Smári Jökull Jónsson skrifar 14. september 2017 21:32 Eyjólfur var góður á miðju Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Ernir „Mér fannst þetta fínn leikur hjá okkur og þroskuð frammistaða. Fyrstu tíu mínúturnar vorum við frekar tæpir og þeir fengu einhver skotfæri en svo fannst mér við taka yfir og stýra leiknum,“ sagði Eyjólfur Héðinsson leikmaður Stjörnunnar sem átti fínan leik í 3-0 sigrinum á Víkingi frá Ólafsvík í kvöld. Eyjólfur sagði að það hefði verið erfitt að brjóta Ólsara á bak aftur en að Stjörnumenn hefðu vitað að þeir myndu opna sig ef Stjarnan næði inn marki. „Það gerðu þeir svo sannarlega og við áttum flottar sóknir, sérstaklega í seinni hálfleik. Við hefðum getað gert fleiri mörk. Þetta var þolinmæðisvinna og við erum líka ánægðir með að halda hreinu,“ bætti Eyjólfur við. Valsmenn töpuðu stigum á Akureyri í kvöld og Stjarnan því búin að minnka forskot Valsara á toppnum niður í sjö stig þegar þrjár umferðir eru eftir af Pepsi-deildinni. „Mér skilst að það sé enn möguleiki á fyrsta sætinu og við keyrum á það á meðan það er svo. Við eigum Val í næstsíðustu umferðinni hér heima og ef þeir skíta á sig næst er enn góður möguleiki. Auðvitað er gott að stefna á Evrópusæti líka en á meðan það er möguleiki á titli þá keyrum við á það.“ Eyjólfur sýndi fín tilþrif í síðari hálfleik þegar hann átti hálfgert klippuskot frá vítateigslínu sem Víkingar náðu að verjast. Hann viðurkenndi að það hefði verið gaman að sjá boltann fara í netið. „Ég hef átt nokkur góð skot í sumar, nokkur í þverslána og þeir hafa verið að verja frá mér líka. Það hefði verið gaman að sjá þennan inni. Ég skil ekki hvernig hann gat ekki varið frá Himma (Hilmari Árna Halldórssyni) þarna í fyrri hálfleik en svo tekið skotið frá mér. Við hefðum betur skipt á þessu en svona er þetta,“ sagði Eyjólfur að lokum en hann er þar að vísa til fyrsta marks Stjörnunnar þar sem Christian Martinez markvörður Ólsara missti skot Hilmars Árna klaufalega í netið. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur Ó. 3-0 | Stjarnan minnkaði forskot Vals á toppnum Stjarnan vann öruggan sigur á Víkingi frá Ólafsvík í 19.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 og Garðbæingar eiga enn möguleika á titlinum. Ólsarar heyja hins vegar lífróður við botn deildarinnar. 14. september 2017 22:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
„Mér fannst þetta fínn leikur hjá okkur og þroskuð frammistaða. Fyrstu tíu mínúturnar vorum við frekar tæpir og þeir fengu einhver skotfæri en svo fannst mér við taka yfir og stýra leiknum,“ sagði Eyjólfur Héðinsson leikmaður Stjörnunnar sem átti fínan leik í 3-0 sigrinum á Víkingi frá Ólafsvík í kvöld. Eyjólfur sagði að það hefði verið erfitt að brjóta Ólsara á bak aftur en að Stjörnumenn hefðu vitað að þeir myndu opna sig ef Stjarnan næði inn marki. „Það gerðu þeir svo sannarlega og við áttum flottar sóknir, sérstaklega í seinni hálfleik. Við hefðum getað gert fleiri mörk. Þetta var þolinmæðisvinna og við erum líka ánægðir með að halda hreinu,“ bætti Eyjólfur við. Valsmenn töpuðu stigum á Akureyri í kvöld og Stjarnan því búin að minnka forskot Valsara á toppnum niður í sjö stig þegar þrjár umferðir eru eftir af Pepsi-deildinni. „Mér skilst að það sé enn möguleiki á fyrsta sætinu og við keyrum á það á meðan það er svo. Við eigum Val í næstsíðustu umferðinni hér heima og ef þeir skíta á sig næst er enn góður möguleiki. Auðvitað er gott að stefna á Evrópusæti líka en á meðan það er möguleiki á titli þá keyrum við á það.“ Eyjólfur sýndi fín tilþrif í síðari hálfleik þegar hann átti hálfgert klippuskot frá vítateigslínu sem Víkingar náðu að verjast. Hann viðurkenndi að það hefði verið gaman að sjá boltann fara í netið. „Ég hef átt nokkur góð skot í sumar, nokkur í þverslána og þeir hafa verið að verja frá mér líka. Það hefði verið gaman að sjá þennan inni. Ég skil ekki hvernig hann gat ekki varið frá Himma (Hilmari Árna Halldórssyni) þarna í fyrri hálfleik en svo tekið skotið frá mér. Við hefðum betur skipt á þessu en svona er þetta,“ sagði Eyjólfur að lokum en hann er þar að vísa til fyrsta marks Stjörnunnar þar sem Christian Martinez markvörður Ólsara missti skot Hilmars Árna klaufalega í netið.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur Ó. 3-0 | Stjarnan minnkaði forskot Vals á toppnum Stjarnan vann öruggan sigur á Víkingi frá Ólafsvík í 19.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 og Garðbæingar eiga enn möguleika á titlinum. Ólsarar heyja hins vegar lífróður við botn deildarinnar. 14. september 2017 22:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur Ó. 3-0 | Stjarnan minnkaði forskot Vals á toppnum Stjarnan vann öruggan sigur á Víkingi frá Ólafsvík í 19.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 og Garðbæingar eiga enn möguleika á titlinum. Ólsarar heyja hins vegar lífróður við botn deildarinnar. 14. september 2017 22:15
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann