Fannst vont að stýra KR á móti syni sínum: „Hann fær allavega að borða heima hjá sér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2017 19:31 Willum er þjálfari KR og hann þarf núna helst að krækja í níu stig í næstu þremur leikjum. „Þetta var heldur betur kærkominn sigur. Við vorum staðráðnir í það að bæta upp fyrir þessa slæmu frammistöðu í síðasta leik og menn gerðu það svo sannarlega,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir sigurinn á Breiðablik í Pepsi-deild karla í kvöld. KR vann leikinn 3-1. „Við komum bara á fullu inni í þennan leik og það var allan tímann mikil barátta í liðinu. Alvöru íþróttamenn svara því þegar þeir fá á lúðurinn og það gerðum við í dag. Það er ekki hægt að leggjast í eymd og volæði, heldur svara bara í næsta leik.“ Willum segir að hópurinn hafi í heild sýnt mikinn karakter á Kópavogsvelli í dag. „Blikarnir eru með flott lið og mér fannst þetta hörku fótboltaleikur. Núna verðum við bara að vinna rest. Í fyrra þurftum við að vinna síðustu fimm leikina og núna þurfum við að vinna næstu þrjá. Þá ættum við að krækja í þetta Evrópusæti en við höldum samt sem áður bara áfram að taka einn leik í einu.“ Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Blika í kvöld og lék hann í treyju númer 18. Hann er sonur þjálfara KR. „Ég skal alveg vera heiðarlegur með það að mér fannst það vont að stjórna KR á móti honum og mjög sérstakt. Það er erfitt að lýsa þessu. Fótbolti er stór hluti af minni fjölskyldu og heimilislífinu. Öll börnin fimm eru í fótbolta og við höfum gaman að því að ræða hlutina en það var þegjandi samkomulag að ræða þennan leik ekkert.“Verður þetta eitthvað rætt við kvöldmatarborðið í kvöld? „Hann fær allavega að borða heima hjá sér.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
„Þetta var heldur betur kærkominn sigur. Við vorum staðráðnir í það að bæta upp fyrir þessa slæmu frammistöðu í síðasta leik og menn gerðu það svo sannarlega,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir sigurinn á Breiðablik í Pepsi-deild karla í kvöld. KR vann leikinn 3-1. „Við komum bara á fullu inni í þennan leik og það var allan tímann mikil barátta í liðinu. Alvöru íþróttamenn svara því þegar þeir fá á lúðurinn og það gerðum við í dag. Það er ekki hægt að leggjast í eymd og volæði, heldur svara bara í næsta leik.“ Willum segir að hópurinn hafi í heild sýnt mikinn karakter á Kópavogsvelli í dag. „Blikarnir eru með flott lið og mér fannst þetta hörku fótboltaleikur. Núna verðum við bara að vinna rest. Í fyrra þurftum við að vinna síðustu fimm leikina og núna þurfum við að vinna næstu þrjá. Þá ættum við að krækja í þetta Evrópusæti en við höldum samt sem áður bara áfram að taka einn leik í einu.“ Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Blika í kvöld og lék hann í treyju númer 18. Hann er sonur þjálfara KR. „Ég skal alveg vera heiðarlegur með það að mér fannst það vont að stjórna KR á móti honum og mjög sérstakt. Það er erfitt að lýsa þessu. Fótbolti er stór hluti af minni fjölskyldu og heimilislífinu. Öll börnin fimm eru í fótbolta og við höfum gaman að því að ræða hlutina en það var þegjandi samkomulag að ræða þennan leik ekkert.“Verður þetta eitthvað rætt við kvöldmatarborðið í kvöld? „Hann fær allavega að borða heima hjá sér.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira