Kvika kaupir fyrirtækjaráðgjöf Beringer Finance á Íslandi Hörður Ægisson skrifar 14. september 2017 07:00 Samtals munu fjórir nýir stjórnendur taka sæti í framkvæmdastjórn fjárfestingabankans Kviku á þessu ári. Fréttablaðið/GVA Kvika banki hefur keypt fyrirtækjaráðgjöf norræna fjárfestingabankans Beringer Finance á Íslandi. Gengið var endanlega frá samkomulagi vegna kaupanna í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Baldur Stefánsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Beringer ásamt því að veita starfsemi bankans forstöðu á Íslandi frá því í ársbyrjun, mun í kjölfarið verða nýr framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kviku. Tekur hann við starfinu af Magnúsi Bjarnasyni sem var á meðal þeirra átta starfsmanna sem var sagt upp störfum hjá Kviku banka í ágúst síðastliðnum. Samhliða kaupunum munu Kvika og Beringer Finance einnig hefja samstarf á sviði fyrirtækjaráðgjafar á Íslandi, í Svíþjóð og í Noregi. Þannig mun Kvika taka yfir velflest verkefni fyrirtækjaráðgjafar Beringer og eins ráða til sín hluta af íslenskum starfsmönnum bankans. Á meðal verkefna sem fyrirtækjaráðgjöf Beringer hefur verið að vinna að síðustu mánuði er undirbúningur að söluferli eignaleigufyrirtækisins Lýsingar og íslenska fataframleiðandans Cintamani. Ekki stendur hins vegar til að umsjón og ráðgjöf með væntanlegu söluferli Lýsingar færist yfir til fyrirtækjaráðgjafar Kviku banka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það stafar meðal annars af því að mögulegt er að Kvika verði á meðal væntanlegra bjóðenda í fyrirtækið og þá voru fulltrúar bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, langsamlega stærsta hluthafa Klakka, móðurfélags Lýsingar, jafnframt mótfallnir því að Kvika banki tæki yfir verkefnið. Á fundi sem yfirmenn Beringer Finance áttu með Jeremy Lowe, sem hefur stýrt umfangsmikilli starfsemi sjóðsins á Íslandi síðustu ár, í London í gær náðist samkomulag um að söluferli Lýsingar myndi ekki fylgja með í kaupum Kviku heldur yrði það eftir sem áður í höndum Beringer Finance.Auk Baldurs mun meðal annars Sveinn Guðjónsson, sem hefur verið forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Beringer frá því í mars á þessu ári, flytja sig um set yfir í fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka. Áður en Baldur og Sveinn réðu sig til Beringer Finance höfðu þeir báðir starfað um árabil í fyrirtækjaráðgjöf hjá verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance þar sem Baldur hafði verið á meðal meðeigenda frá 2008 og Sveinn starfað sem verkefnisstjóri. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að með sameiningunni verði ráðgjöf Kviku í kjörstöðu til að veita viðskiptavinum bankans framúrskarandi þjónustu. „Þá býður samstarfið við Beringer Finance í Skandinavíu upp á áhugaverð tækifæri fyrir bankann,“ að sögn Ármanns. Beringer var stofnað 2014 af Aðalsteini Jóhannssyni, sem er jafnframt forstjóri bankans, en í fyrra var tilkynnt að fyrirtækið hefði sameinast Fondsfinans, elsta fjárfestingabanka Noregs. Í dag starfa samtals um 80 manns hjá Beringer. Aðalsteinn segir í tilefni samkomulagsins við Kviku að kjarnastarfsemi Beringer Finance á helstu mörkuðum hafi færst yfir á verkefni tengd tækni og hugviti og muni bankinn áfram sinna verkefnum á þeim sviðum á Íslandi sem og alþjóðlega. „Við teljum að samstarf okkar við Kviku bjóði upp á möguleika fyrir báða aðila til að einbeita sér enn frekar að styrkleikum hvors um sig auk þess sem Beringer Finance mun opna nýja markaði í Skandinavíu fyrir viðskiptavini Kviku,“ segir Aðalsteinn. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Kvika banki hefur keypt fyrirtækjaráðgjöf norræna fjárfestingabankans Beringer Finance á Íslandi. Gengið var endanlega frá samkomulagi vegna kaupanna í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Baldur Stefánsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Beringer ásamt því að veita starfsemi bankans forstöðu á Íslandi frá því í ársbyrjun, mun í kjölfarið verða nýr framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kviku. Tekur hann við starfinu af Magnúsi Bjarnasyni sem var á meðal þeirra átta starfsmanna sem var sagt upp störfum hjá Kviku banka í ágúst síðastliðnum. Samhliða kaupunum munu Kvika og Beringer Finance einnig hefja samstarf á sviði fyrirtækjaráðgjafar á Íslandi, í Svíþjóð og í Noregi. Þannig mun Kvika taka yfir velflest verkefni fyrirtækjaráðgjafar Beringer og eins ráða til sín hluta af íslenskum starfsmönnum bankans. Á meðal verkefna sem fyrirtækjaráðgjöf Beringer hefur verið að vinna að síðustu mánuði er undirbúningur að söluferli eignaleigufyrirtækisins Lýsingar og íslenska fataframleiðandans Cintamani. Ekki stendur hins vegar til að umsjón og ráðgjöf með væntanlegu söluferli Lýsingar færist yfir til fyrirtækjaráðgjafar Kviku banka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það stafar meðal annars af því að mögulegt er að Kvika verði á meðal væntanlegra bjóðenda í fyrirtækið og þá voru fulltrúar bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, langsamlega stærsta hluthafa Klakka, móðurfélags Lýsingar, jafnframt mótfallnir því að Kvika banki tæki yfir verkefnið. Á fundi sem yfirmenn Beringer Finance áttu með Jeremy Lowe, sem hefur stýrt umfangsmikilli starfsemi sjóðsins á Íslandi síðustu ár, í London í gær náðist samkomulag um að söluferli Lýsingar myndi ekki fylgja með í kaupum Kviku heldur yrði það eftir sem áður í höndum Beringer Finance.Auk Baldurs mun meðal annars Sveinn Guðjónsson, sem hefur verið forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Beringer frá því í mars á þessu ári, flytja sig um set yfir í fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka. Áður en Baldur og Sveinn réðu sig til Beringer Finance höfðu þeir báðir starfað um árabil í fyrirtækjaráðgjöf hjá verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance þar sem Baldur hafði verið á meðal meðeigenda frá 2008 og Sveinn starfað sem verkefnisstjóri. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að með sameiningunni verði ráðgjöf Kviku í kjörstöðu til að veita viðskiptavinum bankans framúrskarandi þjónustu. „Þá býður samstarfið við Beringer Finance í Skandinavíu upp á áhugaverð tækifæri fyrir bankann,“ að sögn Ármanns. Beringer var stofnað 2014 af Aðalsteini Jóhannssyni, sem er jafnframt forstjóri bankans, en í fyrra var tilkynnt að fyrirtækið hefði sameinast Fondsfinans, elsta fjárfestingabanka Noregs. Í dag starfa samtals um 80 manns hjá Beringer. Aðalsteinn segir í tilefni samkomulagsins við Kviku að kjarnastarfsemi Beringer Finance á helstu mörkuðum hafi færst yfir á verkefni tengd tækni og hugviti og muni bankinn áfram sinna verkefnum á þeim sviðum á Íslandi sem og alþjóðlega. „Við teljum að samstarf okkar við Kviku bjóði upp á möguleika fyrir báða aðila til að einbeita sér enn frekar að styrkleikum hvors um sig auk þess sem Beringer Finance mun opna nýja markaði í Skandinavíu fyrir viðskiptavini Kviku,“ segir Aðalsteinn.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira