Eiga von á samdrætti í sölu á ferðum til Íslands Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2017 09:59 Ferðamenn í Reykjadal. Vísir/Eyþór Dregið hefur úr væntingum erlendra söluaðila um sölu á ferðum til Íslands á undanförnum mánuðum. Mest hefur dregið úr væntingum ferðaskrifstofa í Bretlandi og í Mið- og Suður-Evrópu. Frá þessu segir í tilkynningu frá Íslandsstofu sem gerði könnun í júní meðal erlendra aðila sem selja ferðir til Íslands. Spurt var um viðhorf þeirra til þróunar íslenskrar ferðaþjónustu, væntingar til sölu á ferðum í ár annars vegar og á næsta vetrartímabili hins vegar. Sambærileg könnun var gerð í desember síðastliðinn. Niðurstöður gefi til kynna að erlendir söluaðilar geri minni væntingar til næsta sölutímabils miðað við fyrri könnun en meirihluti söluaðila segist þó enn upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands.Mikilvægt að fylgjast með aðstæðum á mörkuðum Haft er eftir Ingu Hlín Pálsdóttur, forstöðumanni ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, að mikilvægt sé að fylgjast vel með aðstæðum á mörkuðum til að tryggja samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. „Við eigum í góðu samstarfi við hagaðila í ferðaþjónustu á Íslandi og það er mikilvægt að allir séu vel upplýstir um stöðu mála. Við sjáum aðvörunarljós á ákveðnum mörkuðum en um leið er jákvætt að meirihluti söluaðila er enn að upplifa svipaða eða aukna sölu. Við leggjum áherslu á að vera í góðum tengslum við erlenda söluaðila og fylgjast með væntingum og vísbendingum svo hægt sé að bregðast við breytingum,“ segir Inga Hlín. Í tilkynningunni segir að í júní hafi 73 prósent allra svarenda sagst upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands árið 2017 sem er lækkun um sjö prósent frá fyrri könnun. „Um 66% svarenda eiga von á svipaðri eða aukinni sölu á ferðum til Íslands veturinn 2017/2018, en þar er lækkun um 17% frá síðustu könnun. Væntingar söluaðila í Bretlandi fyrir árið 2017 og næsta vetrartímabil lækka um ríflega fjórðung milli kannana. Í júní segjast 54% upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands árið 2017 sem er lækkun um 27,5% frá fyrri könnun sex mánuðum fyrr. Hlutfallið fer niður í 46% þegar spurt er um væntingar fyrir veturinn sem er lækkun um 29% frá fyrri könnun. Lækkun væntinga milli kannana er enn meiri hjá söluaðilum í Mið- og Suður-Evrópu. Í júní búast 61,5% við svipaðri eða aukinni sölu árið 2017 sem er lækkun um tæpan þriðjung eða 32,5% frá fyrri könnun. Þegar spurt er um væntingar fyrir veturinn er hlutfallið 63% sem er lækkun um 25,8%.Stöðugra í N-Ameríku og á Norðurlöndunum 93% svarenda í N-Ameríku upplifa svipaða eða aukna sölu árið 2017 sem er nánast það sama og í fyrri könnun. 87% svarenda eiga von á svipaðri eða aukinni sölu um veturinn sem er lækkun um 7,5% frá fyrri könnun. Hlutfallið meðal svarenda á Norðurlöndunum er 75% fyrir árið 2017 sem er lækkun um 6,3% frá fyrri könnun en þegar spurt er um veturinn fer hlutfallið í 71% sem er 5% hækkun frá fyrri könnun,“ segir í tilkynningunni. Könnunin var send í tölvupósti á erlendar ferðaskrifstofur sem selja ferðir til Íslands og svarendur voru 165. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Dregið hefur úr væntingum erlendra söluaðila um sölu á ferðum til Íslands á undanförnum mánuðum. Mest hefur dregið úr væntingum ferðaskrifstofa í Bretlandi og í Mið- og Suður-Evrópu. Frá þessu segir í tilkynningu frá Íslandsstofu sem gerði könnun í júní meðal erlendra aðila sem selja ferðir til Íslands. Spurt var um viðhorf þeirra til þróunar íslenskrar ferðaþjónustu, væntingar til sölu á ferðum í ár annars vegar og á næsta vetrartímabili hins vegar. Sambærileg könnun var gerð í desember síðastliðinn. Niðurstöður gefi til kynna að erlendir söluaðilar geri minni væntingar til næsta sölutímabils miðað við fyrri könnun en meirihluti söluaðila segist þó enn upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands.Mikilvægt að fylgjast með aðstæðum á mörkuðum Haft er eftir Ingu Hlín Pálsdóttur, forstöðumanni ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, að mikilvægt sé að fylgjast vel með aðstæðum á mörkuðum til að tryggja samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. „Við eigum í góðu samstarfi við hagaðila í ferðaþjónustu á Íslandi og það er mikilvægt að allir séu vel upplýstir um stöðu mála. Við sjáum aðvörunarljós á ákveðnum mörkuðum en um leið er jákvætt að meirihluti söluaðila er enn að upplifa svipaða eða aukna sölu. Við leggjum áherslu á að vera í góðum tengslum við erlenda söluaðila og fylgjast með væntingum og vísbendingum svo hægt sé að bregðast við breytingum,“ segir Inga Hlín. Í tilkynningunni segir að í júní hafi 73 prósent allra svarenda sagst upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands árið 2017 sem er lækkun um sjö prósent frá fyrri könnun. „Um 66% svarenda eiga von á svipaðri eða aukinni sölu á ferðum til Íslands veturinn 2017/2018, en þar er lækkun um 17% frá síðustu könnun. Væntingar söluaðila í Bretlandi fyrir árið 2017 og næsta vetrartímabil lækka um ríflega fjórðung milli kannana. Í júní segjast 54% upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands árið 2017 sem er lækkun um 27,5% frá fyrri könnun sex mánuðum fyrr. Hlutfallið fer niður í 46% þegar spurt er um væntingar fyrir veturinn sem er lækkun um 29% frá fyrri könnun. Lækkun væntinga milli kannana er enn meiri hjá söluaðilum í Mið- og Suður-Evrópu. Í júní búast 61,5% við svipaðri eða aukinni sölu árið 2017 sem er lækkun um tæpan þriðjung eða 32,5% frá fyrri könnun. Þegar spurt er um væntingar fyrir veturinn er hlutfallið 63% sem er lækkun um 25,8%.Stöðugra í N-Ameríku og á Norðurlöndunum 93% svarenda í N-Ameríku upplifa svipaða eða aukna sölu árið 2017 sem er nánast það sama og í fyrri könnun. 87% svarenda eiga von á svipaðri eða aukinni sölu um veturinn sem er lækkun um 7,5% frá fyrri könnun. Hlutfallið meðal svarenda á Norðurlöndunum er 75% fyrir árið 2017 sem er lækkun um 6,3% frá fyrri könnun en þegar spurt er um veturinn fer hlutfallið í 71% sem er 5% hækkun frá fyrri könnun,“ segir í tilkynningunni. Könnunin var send í tölvupósti á erlendar ferðaskrifstofur sem selja ferðir til Íslands og svarendur voru 165.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira