Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. september 2017 20:45 Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður til héraðssaksóknara. Hann er grunaður um að hafa dregið sér fé upp á um hálfan milljarð króna. Vísir/eyþór Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. Fjárhæðirnar hlaupa á hundruðum milljóna króna að sögn talsmanns fyrirtækisins en Magnús á að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga og dregið þannig að sér fé. Magnús er stofnandi kísilverksmiðju United Silicon og fyrrverandi forstjóri. Í byrjun árs fór Magnús úr stjórn félagsins vegna samstarfsörðugleika en stuttu síðar fóru vísbendingar um hina meintu refsiverðu háttsemi að koma í ljós. „Ný stjórn kemur að málinu nú í byrjun árs og þá er farið markvisst í að vinna að endurskipulagningu og ná tökum á fjárreiðum og rekstri félagsins. Smátt og smátt þá kemur í ljós að ýmislegt virðist ekki stemma. Það eru vísbendingar um að skjalafals hafi átt sér stað, það er að gefnir hafi verið út falsaðir reikningar sem ekki áttu rétt á sér,“ segir Karen Kjartansdóttir, talsmaður United Silicon, í samtali við fréttastofu.Grunaður um að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga Samkvæmt heimildum fréttastofu er Magnús grunaður um að hafa gefið út reikninga í nafni fyrirtækis, sem hét sama eða svipuðu nafni og það sem framleiddi búnað fyrir United Silicon. United Silicon taldi því að reikningarnir væru hluti af uppgjöri á samningi fyrirtækisins við búnaðarframleiðandann og greiddi þá í góðri trú. Þá á Magnús að hafa beitt miklum blekkingum til að reyna að leyna brotunum en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann grunaður um að hafa dregið sér rúman hálfan milljarð króna. Hún áréttar að Magnús hafi enga aðkomu haft að rekstri eða stjórnun félagsins síðan í mars. Það var stjórn United Silicon, í samráði við lögmann félagsins og aðstoðarmann í greiðslustöðvun, sem sendi Embætti héraðssaksóknara kæru vegna málsins um hádegisbil í dag. Kæran er byggð á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. „Því miður þá virðist okkur sem svo að það sé rökstuddur grunur fyrir því að þessi brot hafi átt sér stað í mjög langan tíma, jafnvel allt frá byrjun.“ Karen segir að farið hafi verið yfir málið með starfsmönnum og þeim greint frá stöðunni. Hinir ýmsu aðilar lagt fé í fyrirtækið, meðal annars lífeyrissjóðir, auk Arion banka sem afskrifaði tæpan milljarð sem bankinn átti í félaginu í sumar. „Þetta er auðvitað afskaplega sorglegt því þarna hafa fjölmargir aðilar farið af stað í góðri trú og af miklum metnaði og vitanlega grunaði engan að svona gæti farið.“ Karen segir að stjórn félagsins muni vinna með yfirvöldum að rannsókn málsins. „Það er fyrirtækinu fyrir bestu og í því eru allir hagsmunir fólgnir.“ Tengdar fréttir Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. Fjárhæðirnar hlaupa á hundruðum milljóna króna að sögn talsmanns fyrirtækisins en Magnús á að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga og dregið þannig að sér fé. Magnús er stofnandi kísilverksmiðju United Silicon og fyrrverandi forstjóri. Í byrjun árs fór Magnús úr stjórn félagsins vegna samstarfsörðugleika en stuttu síðar fóru vísbendingar um hina meintu refsiverðu háttsemi að koma í ljós. „Ný stjórn kemur að málinu nú í byrjun árs og þá er farið markvisst í að vinna að endurskipulagningu og ná tökum á fjárreiðum og rekstri félagsins. Smátt og smátt þá kemur í ljós að ýmislegt virðist ekki stemma. Það eru vísbendingar um að skjalafals hafi átt sér stað, það er að gefnir hafi verið út falsaðir reikningar sem ekki áttu rétt á sér,“ segir Karen Kjartansdóttir, talsmaður United Silicon, í samtali við fréttastofu.Grunaður um að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga Samkvæmt heimildum fréttastofu er Magnús grunaður um að hafa gefið út reikninga í nafni fyrirtækis, sem hét sama eða svipuðu nafni og það sem framleiddi búnað fyrir United Silicon. United Silicon taldi því að reikningarnir væru hluti af uppgjöri á samningi fyrirtækisins við búnaðarframleiðandann og greiddi þá í góðri trú. Þá á Magnús að hafa beitt miklum blekkingum til að reyna að leyna brotunum en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann grunaður um að hafa dregið sér rúman hálfan milljarð króna. Hún áréttar að Magnús hafi enga aðkomu haft að rekstri eða stjórnun félagsins síðan í mars. Það var stjórn United Silicon, í samráði við lögmann félagsins og aðstoðarmann í greiðslustöðvun, sem sendi Embætti héraðssaksóknara kæru vegna málsins um hádegisbil í dag. Kæran er byggð á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. „Því miður þá virðist okkur sem svo að það sé rökstuddur grunur fyrir því að þessi brot hafi átt sér stað í mjög langan tíma, jafnvel allt frá byrjun.“ Karen segir að farið hafi verið yfir málið með starfsmönnum og þeim greint frá stöðunni. Hinir ýmsu aðilar lagt fé í fyrirtækið, meðal annars lífeyrissjóðir, auk Arion banka sem afskrifaði tæpan milljarð sem bankinn átti í félaginu í sumar. „Þetta er auðvitað afskaplega sorglegt því þarna hafa fjölmargir aðilar farið af stað í góðri trú og af miklum metnaði og vitanlega grunaði engan að svona gæti farið.“ Karen segir að stjórn félagsins muni vinna með yfirvöldum að rannsókn málsins. „Það er fyrirtækinu fyrir bestu og í því eru allir hagsmunir fólgnir.“
Tengdar fréttir Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent