Ráðherra reiðubúinn að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. september 2017 16:30 Jón Gunnarsson samgönguráðherra segist reiðubúinn til að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar og telur að slíkar viðræður suli taka mið af ákveðnum skilyrðum Öryggi þjóðfélagsins og flugöryggi gera það að verkum að tveir flugvellir verða að vera á Suðvesturlandi. Þá er Hvassahraun í raun eini hugsanlegi kosturinn fyrir annan flugvöll en Reykjavíkurflugvöll í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar sem Jón Gunnarsson samgönguráðherra kynnti í dag en Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR, vann skýrsluna fyrir ráðuneytið. Samgönguráðherra segist reiðubúinn að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Uppfylli öryggishlutverk afar vel Þar segir einnig að Reykjavíkurflugvöllur uppfylli hlutverk sitt sem alhliða öryggisflugvöllur afar vel og að mikill undirbúningur sé nauðsynlegur áður en hægt sé að lýsa því yfir að flugvöllur í Hvassahrauni sé raunhæfur kostur sem innanlandsflugvöllur. Ef loka eigi Reykjavíkurflugvelli árið 2024 þurfi að gera ráðstafanir varðandi aðflug þyrlna að Landspítalanum. „Reykjavíkurflugvöllur gegnir afar mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug þótt þetta hlutverk fari minnkandi vegna þess að íslensku flugfélögin eru að taka í notkun nýjar flugvélar sem gera kröfur um lengri flugbrautir,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þá sé óviðunandi að ekki sé SV/NA flugbraut á suðvesturhorni landsins. það liggi beint við að opna á nýjan leik flugbraut með þessari stefnu á Keflavíkurflugvelli með áherslu á sjúkraflug og innanlandsflug, en slíkri braut á Reykjavíkurflugvelli var lokað á síðasta ári.Vill ásættanlega lausn á framtíð flugvallarins Á fundinum kynnti ráðherra einnig skipan nefndar sem á að finna ásættanlega lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar.Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR, vann skýrsluna fyrir ráðuneytið.SamgönguráðuneytiðEr það í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir að ríkisstjórnin muni „beita sér fyrir lausn á áratugadeilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. Tekin verði ákvörðun um fyrirliggjandi kosti að undangengnu mati og innviðir innanlands- og sjúkraflugs þannig tryggðir til framtíðar.“ Ráðherra segist reiðubúinn til að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar og telur að slíkar viðræður suli taka mið af ákveðnum skilyrðum. Meðal annars þess að af öryggissjónarmiðum þurfi tveir flugvellir sem þjónað geta millilandaflugi að vera á suðvesturhorni landsins. Þá geti stjórnvöld geti ekki skuldbundið sig við dagsetningar til að opna nýjan flugvöll fyrr en staðsetning og hönnun liggur fyrir og að öll skilyrði um þjónustu og fjármögnun eru uppfyllt. Formaður nefndarinnar er Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður og aðrir í nefndinni eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Tálknafirði, Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði og Linda Gunnarsdóttir flugstjóri. Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Öryggi þjóðfélagsins og flugöryggi gera það að verkum að tveir flugvellir verða að vera á Suðvesturlandi. Þá er Hvassahraun í raun eini hugsanlegi kosturinn fyrir annan flugvöll en Reykjavíkurflugvöll í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar sem Jón Gunnarsson samgönguráðherra kynnti í dag en Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR, vann skýrsluna fyrir ráðuneytið. Samgönguráðherra segist reiðubúinn að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Uppfylli öryggishlutverk afar vel Þar segir einnig að Reykjavíkurflugvöllur uppfylli hlutverk sitt sem alhliða öryggisflugvöllur afar vel og að mikill undirbúningur sé nauðsynlegur áður en hægt sé að lýsa því yfir að flugvöllur í Hvassahrauni sé raunhæfur kostur sem innanlandsflugvöllur. Ef loka eigi Reykjavíkurflugvelli árið 2024 þurfi að gera ráðstafanir varðandi aðflug þyrlna að Landspítalanum. „Reykjavíkurflugvöllur gegnir afar mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug þótt þetta hlutverk fari minnkandi vegna þess að íslensku flugfélögin eru að taka í notkun nýjar flugvélar sem gera kröfur um lengri flugbrautir,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þá sé óviðunandi að ekki sé SV/NA flugbraut á suðvesturhorni landsins. það liggi beint við að opna á nýjan leik flugbraut með þessari stefnu á Keflavíkurflugvelli með áherslu á sjúkraflug og innanlandsflug, en slíkri braut á Reykjavíkurflugvelli var lokað á síðasta ári.Vill ásættanlega lausn á framtíð flugvallarins Á fundinum kynnti ráðherra einnig skipan nefndar sem á að finna ásættanlega lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar.Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR, vann skýrsluna fyrir ráðuneytið.SamgönguráðuneytiðEr það í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir að ríkisstjórnin muni „beita sér fyrir lausn á áratugadeilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. Tekin verði ákvörðun um fyrirliggjandi kosti að undangengnu mati og innviðir innanlands- og sjúkraflugs þannig tryggðir til framtíðar.“ Ráðherra segist reiðubúinn til að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar og telur að slíkar viðræður suli taka mið af ákveðnum skilyrðum. Meðal annars þess að af öryggissjónarmiðum þurfi tveir flugvellir sem þjónað geta millilandaflugi að vera á suðvesturhorni landsins. Þá geti stjórnvöld geti ekki skuldbundið sig við dagsetningar til að opna nýjan flugvöll fyrr en staðsetning og hönnun liggur fyrir og að öll skilyrði um þjónustu og fjármögnun eru uppfyllt. Formaður nefndarinnar er Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður og aðrir í nefndinni eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Tálknafirði, Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði og Linda Gunnarsdóttir flugstjóri.
Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira