Green Bay og Dallas byrja vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. september 2017 12:36 Elliott var magnaður í liði Dallas í gær. Vísir/Getty Tólf leikir fóru fram á annasömum degi í NFL-deildinni í gær þar sem stórlið Green Bay Packers og Dallas Cowboys byrjuðu á sigurbraut. Bæði lið lögðu sterka andstæðinga að velli í fyrstu umferðinni. Dallas sendi skýr skilaboð með sigri á New York Giants, sem var án útherjans skrautlega Odell Beckham sem meiddist á undirbúningstímabilinu. Án Beckham skoraði Giants aðeins eitt vallarmark í leiknum og ekki eitt einasta snertimark. Sjá einnig: Meistararnir flengdir í fjórða leikhluta Ezekiel Elliott spilaði hins vegar í leiknum en þessi magnaði hlaupari í liði Dallas hafði verið dæmdur í sex leikja bann af NFL-deildinni fyrir heimilsofbeldi. Hann kærði hins vegar deildina fyrir bannið og fékk sínu í gegn. Elliot var því heimilt að spila á meðan að mál hans þvælist í dómskerfinu í Banda´rikjunum. Elliot skilaði samtals 140 jördum í leiknum sem gerði það að verkum að Dallas stýrði ferðinni í leiknum. Leikstjórnandinn Dak Prescott gaf eina snertimarkssendingu í leiknum, á innherjann þaulreynda Jason Witten.Russell Wilson.Vísir/GettyWilson hikstaði Sókn Seattle-liðsins og leikstjórnandinn Russell Wilson hafa átt betri daga en gegn Green Bay Packers í gærkvöldi. Þrátt fyrir að hin magnaða vörn Seattle hafi staðið sína plikt - fellt Aaron Rodgers fjórum sinnum og með eitt inngrip - náði sóknin ekki að færa sér það í nyt. Rodgers nýtti sér það og gaf snertimarkssendingu á Jordy Nelson í síðari hálfleik sem fór langt með að gera út um leikinn fyrir Green Bay. Lokatölur voru 17-9 en Seattle náði aldrei að ógna forystunni undir lok leiksins. Wilson skilaði aðeins 158 sendingajördum í leiknum og eini maðurinn sem skoraði stig í leiknum var sparkarinn Blair Walsh. Meðal annarra úrslita má nefna stórsigur LA Rams á Indianapolis Colts, 46-9, í fyrsta leik Sean McVay sem aðalþjálfara Rams. McVay er aðeins 31 árs gamall. Andrew Luck er fjarri góðu gamni vegna meiðsla en Scott Tolzien fyllti í skarð hans í stöðu leikstjórnanda Colts. Tolzien var felldur fjórum sinnum og kostaði boltanum tvívegis í hendur andstæðinganna. Næstu leikir sem sýndir verða beint á Stöð 2 Sport verða viðureignir New Orleans Saints og New England Patriots (kl. 17.00) og leikur Denver Broncos og Dallas Cowboys (kl. 20.20) á sunnudag.Úrslit gærdagsins: Buffalo - NY Jets 21-12 Chicago - Atlanta 17-23 Cincinnati - Baltimore 0-20 Cleveland - Pittsburgh 18-21 Detroit - Arizona 35-23 Houston - Jacksonville 7-29 Tennesse - Oakland 16-26 Washington - Philadelphia 17-30 LA Rams - Indianapolis 46-9 Green Bay - Seattle 17-9 San Francisco - Carolina 3-23 Dallas - NY Giants 19-3 NFL Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjá meira
Tólf leikir fóru fram á annasömum degi í NFL-deildinni í gær þar sem stórlið Green Bay Packers og Dallas Cowboys byrjuðu á sigurbraut. Bæði lið lögðu sterka andstæðinga að velli í fyrstu umferðinni. Dallas sendi skýr skilaboð með sigri á New York Giants, sem var án útherjans skrautlega Odell Beckham sem meiddist á undirbúningstímabilinu. Án Beckham skoraði Giants aðeins eitt vallarmark í leiknum og ekki eitt einasta snertimark. Sjá einnig: Meistararnir flengdir í fjórða leikhluta Ezekiel Elliott spilaði hins vegar í leiknum en þessi magnaði hlaupari í liði Dallas hafði verið dæmdur í sex leikja bann af NFL-deildinni fyrir heimilsofbeldi. Hann kærði hins vegar deildina fyrir bannið og fékk sínu í gegn. Elliot var því heimilt að spila á meðan að mál hans þvælist í dómskerfinu í Banda´rikjunum. Elliot skilaði samtals 140 jördum í leiknum sem gerði það að verkum að Dallas stýrði ferðinni í leiknum. Leikstjórnandinn Dak Prescott gaf eina snertimarkssendingu í leiknum, á innherjann þaulreynda Jason Witten.Russell Wilson.Vísir/GettyWilson hikstaði Sókn Seattle-liðsins og leikstjórnandinn Russell Wilson hafa átt betri daga en gegn Green Bay Packers í gærkvöldi. Þrátt fyrir að hin magnaða vörn Seattle hafi staðið sína plikt - fellt Aaron Rodgers fjórum sinnum og með eitt inngrip - náði sóknin ekki að færa sér það í nyt. Rodgers nýtti sér það og gaf snertimarkssendingu á Jordy Nelson í síðari hálfleik sem fór langt með að gera út um leikinn fyrir Green Bay. Lokatölur voru 17-9 en Seattle náði aldrei að ógna forystunni undir lok leiksins. Wilson skilaði aðeins 158 sendingajördum í leiknum og eini maðurinn sem skoraði stig í leiknum var sparkarinn Blair Walsh. Meðal annarra úrslita má nefna stórsigur LA Rams á Indianapolis Colts, 46-9, í fyrsta leik Sean McVay sem aðalþjálfara Rams. McVay er aðeins 31 árs gamall. Andrew Luck er fjarri góðu gamni vegna meiðsla en Scott Tolzien fyllti í skarð hans í stöðu leikstjórnanda Colts. Tolzien var felldur fjórum sinnum og kostaði boltanum tvívegis í hendur andstæðinganna. Næstu leikir sem sýndir verða beint á Stöð 2 Sport verða viðureignir New Orleans Saints og New England Patriots (kl. 17.00) og leikur Denver Broncos og Dallas Cowboys (kl. 20.20) á sunnudag.Úrslit gærdagsins: Buffalo - NY Jets 21-12 Chicago - Atlanta 17-23 Cincinnati - Baltimore 0-20 Cleveland - Pittsburgh 18-21 Detroit - Arizona 35-23 Houston - Jacksonville 7-29 Tennesse - Oakland 16-26 Washington - Philadelphia 17-30 LA Rams - Indianapolis 46-9 Green Bay - Seattle 17-9 San Francisco - Carolina 3-23 Dallas - NY Giants 19-3
NFL Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjá meira