Amanda Nunes varði titilinn í jöfnum bardaga Pétur Marinó Jónsson skrifar 10. september 2017 06:13 Vísir/Getty Amanda Nunes tókst að verja bantamvigtartitil sinn er hún sigraði Valentinu Shevchenko á UFC 215 í nótt. Bardaginn var jafn en tíðindalítill og var Shevchenko afar ósátt við niðurstöðu dómaranna. Titilbardagi Amöndu Nunes og Valentinu Shevchenko var aðalbardaginn á UFC 215 í Kanada í nótt. Eftir fimm jafnar en tíðindalitlar lotur kváðu dómararnir úrskurð sinn. Tveir dómarar gáfu Nunes þrjár lotur af fimm en einn dómaranna gaf Shevchenko þrjár lotur. Niðurstaðan því sigur eftir klofna dómaraákvörðun Nunes í vil. Valentina Shevchenko var hjartanlega ósammála niðurstöðu dómaranna og taldi sig hafa unnið fleiri lotur en Nunes. Máli sínu til stuðnings benti hún á andlit sitt og sagðist varla vera með skrámu á meðan Nunes var með eldrautt nef og blóðnasir að hennar sögn. Þetta var önnur titilvörn Nunes og var hún hæstánægð með sigurinn. Miklar efasemdir voru uppi um hvort Nunes gæti farið fimm lotur en Nunes virtist spara orkuna til að geta farið allar fimm loturnar. Áhorfendur bauluðu mikið á meðan á bardaganum stóð og minnti bardaginn um margt á bardaga Tyron Woodley og Stephen Thompson á UFC 209. Bardagakvöldið þótti ágætlega skemmtilegt en öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Nær Amanda Nunes að fylgja á eftir sigrinum á Rondu? UFC 215 fer fram í nótt í Edmonton, Kanada, þar sem þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko mætast í aðalbardaga kvöldsins. Upphaflega áttu þeir Demetrious Johnson og Ray Borg að mætast í aðalbardaga kvöldsins en sá síðarnefndi er veikur og getur ekki barist. 9. september 2017 22:30 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Amanda Nunes tókst að verja bantamvigtartitil sinn er hún sigraði Valentinu Shevchenko á UFC 215 í nótt. Bardaginn var jafn en tíðindalítill og var Shevchenko afar ósátt við niðurstöðu dómaranna. Titilbardagi Amöndu Nunes og Valentinu Shevchenko var aðalbardaginn á UFC 215 í Kanada í nótt. Eftir fimm jafnar en tíðindalitlar lotur kváðu dómararnir úrskurð sinn. Tveir dómarar gáfu Nunes þrjár lotur af fimm en einn dómaranna gaf Shevchenko þrjár lotur. Niðurstaðan því sigur eftir klofna dómaraákvörðun Nunes í vil. Valentina Shevchenko var hjartanlega ósammála niðurstöðu dómaranna og taldi sig hafa unnið fleiri lotur en Nunes. Máli sínu til stuðnings benti hún á andlit sitt og sagðist varla vera með skrámu á meðan Nunes var með eldrautt nef og blóðnasir að hennar sögn. Þetta var önnur titilvörn Nunes og var hún hæstánægð með sigurinn. Miklar efasemdir voru uppi um hvort Nunes gæti farið fimm lotur en Nunes virtist spara orkuna til að geta farið allar fimm loturnar. Áhorfendur bauluðu mikið á meðan á bardaganum stóð og minnti bardaginn um margt á bardaga Tyron Woodley og Stephen Thompson á UFC 209. Bardagakvöldið þótti ágætlega skemmtilegt en öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Nær Amanda Nunes að fylgja á eftir sigrinum á Rondu? UFC 215 fer fram í nótt í Edmonton, Kanada, þar sem þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko mætast í aðalbardaga kvöldsins. Upphaflega áttu þeir Demetrious Johnson og Ray Borg að mætast í aðalbardaga kvöldsins en sá síðarnefndi er veikur og getur ekki barist. 9. september 2017 22:30 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Nær Amanda Nunes að fylgja á eftir sigrinum á Rondu? UFC 215 fer fram í nótt í Edmonton, Kanada, þar sem þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko mætast í aðalbardaga kvöldsins. Upphaflega áttu þeir Demetrious Johnson og Ray Borg að mætast í aðalbardaga kvöldsins en sá síðarnefndi er veikur og getur ekki barist. 9. september 2017 22:30