Lauk afplánun mánuði áður en hann varð Birnu að bana Þórdís Valsdóttir skrifar 29. september 2017 23:06 Thomas Møller Olsen huldi ávallt andlit sitt undir teppi þegar hann var leiddur í dómssal. Hann neitaði að hafa orðið Birnu að bana, en í dag var hann dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir manndráp. Vísir/Anton Brink Thomas Møller Olsen, sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrr í dag af Héraðsdómi Reykjaness, fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, hefur áður gerst sekur um refsivert brot. Þann 3. september 2015 var Thomas dæmdur til eins árs fangelsisvistar af Landsrétti Grænlands fyrir fíkniefnabrot. Hann var látinn laus 12. desemer 2016, rúmum mánuði áður en hann varð Birnu að bana. Við ákvörðun dóms yfir Thomasi horfði dómurinn til þess að atlaga hans að Birnu Brjánsdóttur, þann 14. janúar síðastliðinn, hafi verið afar hrottafengin og langdregin. Einnig leiddi það til refsiþyngingar yfir Thomasi að hann hafi aðhafst margt til þess að reyna að leyna broti sínu og fyrir dómi gerði hann tilraun til þess að varpa sök á skipsfélaga sinn, Nikolaj Olsen. Fjölskipaður dómur komst að þeirri niðurstöðu að hann ætti sér engar málsbætur. Dómurinn segir jafnframt að Thomas hafi ekki gefið viðhlítandi skýringar á því misræmi sem var í framburði hans hjá lögreglu annars vegar og fyrir dómi hins vegar. Honum tókst því ekki að færa sönnur fyrir því að frásögn hans í skýrslutöku hafi frábrugðin frásögn hans fyrir dómi vegna þrýstings frá lögreglu og leiðandi spurninga. Thomas var einnig sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.Einn þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi Dómurinn yfir Thomasi Møller er einn sá þyngsti sem fallið hefur í Hérðasdómi á Íslandi. Ef Thomas ákveður að áfrýja dóminum á efra dómstig og hann yrði staðfestur þar, þá væri sá dómur næst þyngsti endanlegi dómur sem fallið hefur hér á landi. Áfrýjunarfrestur héraðsdómsins er fjórar vikur. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því í janúar og hefur gæsluvarðhald yfir honum verið framlengt til 15. desember næstkomandi á grundvelli almannahagsmuna. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Birnumálið mögulega eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. 29. september 2017 14:19 Thomas Møller Olsen mun að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi Thomas Møller Olsen var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Samningur á milli Norðurlandanna gerir það að verkum að hann muni að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi. 29. september 2017 18:45 Thomas fékk þyngri dóm fyrir að varpa sök á skipsfélaga sinn Árás grænlenska skipverjans var hrottafengin og langdregin auk þess sem hann reyndi að afvegaleiða lögreglu við rannsóknina. 29. september 2017 16:18 Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Sjá meira
Thomas Møller Olsen, sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrr í dag af Héraðsdómi Reykjaness, fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, hefur áður gerst sekur um refsivert brot. Þann 3. september 2015 var Thomas dæmdur til eins árs fangelsisvistar af Landsrétti Grænlands fyrir fíkniefnabrot. Hann var látinn laus 12. desemer 2016, rúmum mánuði áður en hann varð Birnu að bana. Við ákvörðun dóms yfir Thomasi horfði dómurinn til þess að atlaga hans að Birnu Brjánsdóttur, þann 14. janúar síðastliðinn, hafi verið afar hrottafengin og langdregin. Einnig leiddi það til refsiþyngingar yfir Thomasi að hann hafi aðhafst margt til þess að reyna að leyna broti sínu og fyrir dómi gerði hann tilraun til þess að varpa sök á skipsfélaga sinn, Nikolaj Olsen. Fjölskipaður dómur komst að þeirri niðurstöðu að hann ætti sér engar málsbætur. Dómurinn segir jafnframt að Thomas hafi ekki gefið viðhlítandi skýringar á því misræmi sem var í framburði hans hjá lögreglu annars vegar og fyrir dómi hins vegar. Honum tókst því ekki að færa sönnur fyrir því að frásögn hans í skýrslutöku hafi frábrugðin frásögn hans fyrir dómi vegna þrýstings frá lögreglu og leiðandi spurninga. Thomas var einnig sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.Einn þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi Dómurinn yfir Thomasi Møller er einn sá þyngsti sem fallið hefur í Hérðasdómi á Íslandi. Ef Thomas ákveður að áfrýja dóminum á efra dómstig og hann yrði staðfestur þar, þá væri sá dómur næst þyngsti endanlegi dómur sem fallið hefur hér á landi. Áfrýjunarfrestur héraðsdómsins er fjórar vikur. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því í janúar og hefur gæsluvarðhald yfir honum verið framlengt til 15. desember næstkomandi á grundvelli almannahagsmuna.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Birnumálið mögulega eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. 29. september 2017 14:19 Thomas Møller Olsen mun að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi Thomas Møller Olsen var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Samningur á milli Norðurlandanna gerir það að verkum að hann muni að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi. 29. september 2017 18:45 Thomas fékk þyngri dóm fyrir að varpa sök á skipsfélaga sinn Árás grænlenska skipverjans var hrottafengin og langdregin auk þess sem hann reyndi að afvegaleiða lögreglu við rannsóknina. 29. september 2017 16:18 Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Sjá meira
Birnumálið mögulega eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. 29. september 2017 14:19
Thomas Møller Olsen mun að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi Thomas Møller Olsen var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Samningur á milli Norðurlandanna gerir það að verkum að hann muni að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi. 29. september 2017 18:45
Thomas fékk þyngri dóm fyrir að varpa sök á skipsfélaga sinn Árás grænlenska skipverjans var hrottafengin og langdregin auk þess sem hann reyndi að afvegaleiða lögreglu við rannsóknina. 29. september 2017 16:18
Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30