Málið afar þungbært fyrir fjölskyldu Sanitu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. september 2017 20:45 Sanita Brauna var myrt á heimili sínu við Hagamel á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana er nú í gæsluvarðahaldi. Samkvæmt ættingjum Sanitu áttu hún og maðurinn ekki í neins konar ástarsambandi eins og áður hafði komið fram í fjölmiðlum. Maðurinn hafi verið ósáttur við að Sanita sýndi honum ekki áhuga eftir að þau höfðu talast við á netinu. Sanita var frá Lettlandi og var 44 ára gömul. Hún lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, tvær dætur og einn son, á aldrinum 15 til 25 ára, en þau eru búsett í Lettlandi. Hún var menntaður kennari og lét á fiðlu. Sanita hafði starfað hér á landi í á annað ár á hótelum. Nú síðast á íbúðahóteli í Reykjavík ásamt þeim Höllu Guðrúnu og Melkorku - sem lýsa henni sem jákvæðri konu í blóma lífsins. „Þetta var vissulega mikið sjokk, hún var svo indæl og frábær kona og eins og við höfum minnst á áður þá spilaði hún svo mikilvægt hlutverk innan teymisins og að tengja svona hrikalegan atburð við svona indæla konu það nær ekki saman,“ segir Melkorka.Frá vettvangi á Hagamel fyrir viku.Vísir/KTDÞær segja málið afar þungbært fyrir aðstandendur Sanitu – sem búa í Lettlandi. „Sem betur fer höfum við getað verið í góðum samskiptum við þau og þau hafa fengið góð ráð hjá lögmanni og lögreglunni og öðru slíku,“ segir Halla Guðrún. Stofnaður hefur verið styrkarreikningu fyrir fjölskylduna til að auðvelda þeim að koma til landsins. Þær segja að Sanita hafi margoft talað um fjölskyldu sína í Lettlandi. „Hún átti að vera að fara í mánaðarfrí á sunnudaginn síðasta þar sem hún átti að fagna bæði afmæli föður síns og dóttur sinnar sem gerir þetta líka bara mjög erfitt, að vita til þess að hún hafi ekki náð því,“ segir Melkorka.Vinir Sanitu lýsa henni sem jákvæðri og brosmildri konu.Halla Guðrún og Melkorka segja að fjölskylda Sanitu vilji að hennar sé minnst sem hjartahlýju og brosmildu konunnar sem hún var. „Jákvæð er örugglega fyrsta orðið sem kemur í hugann. Það er örugglega lýsingarorð númer eitt, tvö og þrjú sem ég myndi nota til að lýsa Sanitu með. Hún spurði fólk hvernig það hafði það, hún hafði einlægan áhuga á því hvað aðrir voru að gera og höfðu að segja. Við viljum að fólk viti það að hún var þessi manneskja,“ segir Halla Guðrún. Íslenska ríkið hefur boðið fjölskyldu Sanitu lögfræðing sem aðstoðar þau við öll mál á Íslandi. Lögfræðingurinn hefur stofnað reikning í nafni lögmannsstofunnar en allt fé sem kann að berast á reikninginn mun fara óskipt til barna Sanitu. Að sögn lögmannsins munu styrkjunum vera varið í það að styrkja fjölskyldu Sanitu til að komast til landsins og einnig í útfararkostnað og annan tilfallandi kostnað sem tengist málinu.Reikningsnúmerið er 0140-26-001053 og kennitala lögmannsstofunnar er 670812-1540. Manndráp á Hagamel Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Sanita Brauna var myrt á heimili sínu við Hagamel á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana er nú í gæsluvarðahaldi. Samkvæmt ættingjum Sanitu áttu hún og maðurinn ekki í neins konar ástarsambandi eins og áður hafði komið fram í fjölmiðlum. Maðurinn hafi verið ósáttur við að Sanita sýndi honum ekki áhuga eftir að þau höfðu talast við á netinu. Sanita var frá Lettlandi og var 44 ára gömul. Hún lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, tvær dætur og einn son, á aldrinum 15 til 25 ára, en þau eru búsett í Lettlandi. Hún var menntaður kennari og lét á fiðlu. Sanita hafði starfað hér á landi í á annað ár á hótelum. Nú síðast á íbúðahóteli í Reykjavík ásamt þeim Höllu Guðrúnu og Melkorku - sem lýsa henni sem jákvæðri konu í blóma lífsins. „Þetta var vissulega mikið sjokk, hún var svo indæl og frábær kona og eins og við höfum minnst á áður þá spilaði hún svo mikilvægt hlutverk innan teymisins og að tengja svona hrikalegan atburð við svona indæla konu það nær ekki saman,“ segir Melkorka.Frá vettvangi á Hagamel fyrir viku.Vísir/KTDÞær segja málið afar þungbært fyrir aðstandendur Sanitu – sem búa í Lettlandi. „Sem betur fer höfum við getað verið í góðum samskiptum við þau og þau hafa fengið góð ráð hjá lögmanni og lögreglunni og öðru slíku,“ segir Halla Guðrún. Stofnaður hefur verið styrkarreikningu fyrir fjölskylduna til að auðvelda þeim að koma til landsins. Þær segja að Sanita hafi margoft talað um fjölskyldu sína í Lettlandi. „Hún átti að vera að fara í mánaðarfrí á sunnudaginn síðasta þar sem hún átti að fagna bæði afmæli föður síns og dóttur sinnar sem gerir þetta líka bara mjög erfitt, að vita til þess að hún hafi ekki náð því,“ segir Melkorka.Vinir Sanitu lýsa henni sem jákvæðri og brosmildri konu.Halla Guðrún og Melkorka segja að fjölskylda Sanitu vilji að hennar sé minnst sem hjartahlýju og brosmildu konunnar sem hún var. „Jákvæð er örugglega fyrsta orðið sem kemur í hugann. Það er örugglega lýsingarorð númer eitt, tvö og þrjú sem ég myndi nota til að lýsa Sanitu með. Hún spurði fólk hvernig það hafði það, hún hafði einlægan áhuga á því hvað aðrir voru að gera og höfðu að segja. Við viljum að fólk viti það að hún var þessi manneskja,“ segir Halla Guðrún. Íslenska ríkið hefur boðið fjölskyldu Sanitu lögfræðing sem aðstoðar þau við öll mál á Íslandi. Lögfræðingurinn hefur stofnað reikning í nafni lögmannsstofunnar en allt fé sem kann að berast á reikninginn mun fara óskipt til barna Sanitu. Að sögn lögmannsins munu styrkjunum vera varið í það að styrkja fjölskyldu Sanitu til að komast til landsins og einnig í útfararkostnað og annan tilfallandi kostnað sem tengist málinu.Reikningsnúmerið er 0140-26-001053 og kennitala lögmannsstofunnar er 670812-1540.
Manndráp á Hagamel Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira