Thomas Møller Olsen mun að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi Þórdís Valsdóttir skrifar 29. september 2017 18:45 Thomas huldi andlit sitt við skýrslutökur fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Hann var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi. Vísir/Anton Brink Miklar líkur eru á því að Thomas Møller Olsen muni afplána dóm sinn í heimalandi sínu. Thomas var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Þá var hann einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að Fangelsismálastofnun leggi mikla áherslu á það að menn verði sendir heim í afplánun þegar um er að ræða Norðurlandabúa. „Þegar um er að ræða ríkisborgara Norðurlandanna þá er samningur á milli þjóðanna um flutning dæmdra manna.“Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að Fangelsismálastofnun reyni eftir bestu getu að senda menn til heimalands síns til afplánunar.Vísir/Anton BrinkUmrætt samstarf byggist á því að ríkin viðurkenna dóma hvers annars og er samstarfinu ætlað að tryggja að refsidómar fylgi dómþola, flytji hann á milli Norðurlandanna. Dómþolar geta óskað eftir því að afplána dóm sinn í heimalandi sínu en þeir geta einnig óskað eftir því að vera ekki fluttir til síns heima, en þá reynir á Fangelsismálastofnun. „Þegar menn eru dæmdir í þungar refsingar munum við alltaf gera allt sem við getum til að koma mönnum heim í afplánun og það gengur yfirleitt hratt og örugglega fyrir sig,“ segir Páll. Nú bíða tæplega 600 dæmdir einstaklingar eftir afplánun hérlendis og Fangelsismálastofnun nýtir öll pláss eins vel og mögulega, að sögn Páls. „Ef við getum komið mönnum heim í afplánun, þá gerum við það.“ Páll Winkel segist ekki geta tjáð sig beint um mál Thomasar Møller Olsen, heldur einungis almennt um mál Norðurlandabúa. „Flestir á Norðurlöndum vilja fara heim til sín, vilja afplána nálægt fjölskyldu sinni. Við tökum við mjög mörgum Íslendingum frá Norðurlöndunum sem óska eftir því að koma heim." Ekki er víst að Thomas muni þó geta afplánað dóm sinn í heimalandi sínu því um þessar mundir er verið að byggja fangelsi í Grænlandi, en óvíst er hvenær það mun vera tekið í notkun. Fangelsið ber heitið Ny Anstalt og er staðsett í Nuuk, höfuðborg Grænlands. „Danir sjá um fangelsismál Grænlendinga svo ef um er að ræða grænlenska ríkisborgara eigum við samskipti við dönsk fangelsismálayfirvöld,“ segir Páll. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu Ofbeldisglæpir eins og morð og kynferðisbrot gegn konum eru tíðari á Grænlandi en á öðrum Norðurlöndum. 3. febrúar 2017 20:30 Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Miklar líkur eru á því að Thomas Møller Olsen muni afplána dóm sinn í heimalandi sínu. Thomas var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Þá var hann einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að Fangelsismálastofnun leggi mikla áherslu á það að menn verði sendir heim í afplánun þegar um er að ræða Norðurlandabúa. „Þegar um er að ræða ríkisborgara Norðurlandanna þá er samningur á milli þjóðanna um flutning dæmdra manna.“Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að Fangelsismálastofnun reyni eftir bestu getu að senda menn til heimalands síns til afplánunar.Vísir/Anton BrinkUmrætt samstarf byggist á því að ríkin viðurkenna dóma hvers annars og er samstarfinu ætlað að tryggja að refsidómar fylgi dómþola, flytji hann á milli Norðurlandanna. Dómþolar geta óskað eftir því að afplána dóm sinn í heimalandi sínu en þeir geta einnig óskað eftir því að vera ekki fluttir til síns heima, en þá reynir á Fangelsismálastofnun. „Þegar menn eru dæmdir í þungar refsingar munum við alltaf gera allt sem við getum til að koma mönnum heim í afplánun og það gengur yfirleitt hratt og örugglega fyrir sig,“ segir Páll. Nú bíða tæplega 600 dæmdir einstaklingar eftir afplánun hérlendis og Fangelsismálastofnun nýtir öll pláss eins vel og mögulega, að sögn Páls. „Ef við getum komið mönnum heim í afplánun, þá gerum við það.“ Páll Winkel segist ekki geta tjáð sig beint um mál Thomasar Møller Olsen, heldur einungis almennt um mál Norðurlandabúa. „Flestir á Norðurlöndum vilja fara heim til sín, vilja afplána nálægt fjölskyldu sinni. Við tökum við mjög mörgum Íslendingum frá Norðurlöndunum sem óska eftir því að koma heim." Ekki er víst að Thomas muni þó geta afplánað dóm sinn í heimalandi sínu því um þessar mundir er verið að byggja fangelsi í Grænlandi, en óvíst er hvenær það mun vera tekið í notkun. Fangelsið ber heitið Ny Anstalt og er staðsett í Nuuk, höfuðborg Grænlands. „Danir sjá um fangelsismál Grænlendinga svo ef um er að ræða grænlenska ríkisborgara eigum við samskipti við dönsk fangelsismálayfirvöld,“ segir Páll.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu Ofbeldisglæpir eins og morð og kynferðisbrot gegn konum eru tíðari á Grænlandi en á öðrum Norðurlöndum. 3. febrúar 2017 20:30 Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu Ofbeldisglæpir eins og morð og kynferðisbrot gegn konum eru tíðari á Grænlandi en á öðrum Norðurlöndum. 3. febrúar 2017 20:30
Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30