Birnumálið mögulega eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt Birgir Olgeirsson, Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. september 2017 14:19 Hanna Lára Helgadóttir, réttargæslumaður foreldra Birnu, og Kolbrún Benediktsdóttir ræða saman. VÍSIR/VILHELM „Það er ekki beint hægt að segja að þetta hafi komið á óvart,“ sagði Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis eftir að dómur hafði verið kveðinn upp í Birnumálinu í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í dag. Þar var Thomas Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Kolbrún sagði ákæruvaldið hafa nefnt við réttarhöldin á átján ára fangelsisrefsing væri lágmarkskrafa en miðað við hvernig málið var vaxið væri hugsanlega ástæða til að þyngja refsinguna.Dómaframkvæmdin segir að tvö ár sé hæfileg refsing fyrir fíkniefnin Hún telur ólíklegt að gerður hafi verið greinarmunur á því í dómnum hve mörg ár Thomas fékk fyrir að bana Birnu og hve mörg ár hann fékk fyrir fíkniefnalagabrotið. Þumalfingursreglan í fíkniefnabrotum séu sú að sögn Kolbrúnar að eins mánaðar fangelsi sé fyrir að reyna að smygla einu kílói af kannabisefnum og í máli Thomasar hafi verið rúm 23 kíló. „Dómaframkvæmdin segir okkur að tvö ár sé hæfileg refsing fyrir fíkniefnahlutann, en það er byggt á þeim ágiskunum,“ sagði Kolbrún. Spurð hvort Thomas muni afplána hér á landi sagði hún það ekki vitað og í raun seinni tíma mál. Hann fái nú frest til að meta hvort málinu verði áfrýjað. Erlendir brotamenn hafa rétt á því að sækja um að afplána í heimalandi sínu og það sé fangelsismálayfirvalda að meta hvort skilyrði séu fyrir því. Hún sagði að í svona máli, þar sem jafn þungur dómur fellur, geti menn sótt um reynslulausn þegar búið er að afplána tvo þriðju hluta dómsins. Öll mál sem eru ódæmd í Hæstarétti 1. janúar flytjast til Landsréttar Ef málinu verður áfrýjað á Kolbrún allt eins von á því að það verði eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt. Öll mál sem eru ódæmd í Hæstarétti fyrir 1. janúar flytjast yfir til Landsréttar. Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. Í Landsrétti er gert ráð fyrir að vitnaleiðslur séu teknar upp í héraðsdómi og spilaðar aftur í Landsrétti. Kolbrún sagði hins vegar að upptökur á vitnaleiðslum í þessum máli hefðu ekki hafist fyrr en á síðasta degi vitnaleiðsla og svo gæti því farið að flest vitni þyrftu að mæta fyrir í Landsrétt. Spurð hvort eitthvað hafi verið frábrugðið þessu máli frá öðrum nefndi Kolbrún fjölmiðlaumfjöllunina sem sett hafi annan brag á málið. „Það var liggur við bein útsending úr réttarsalnum og maður er kannski ekki vanur því. Óneitanlega hefur það áhrif þegar það er svona mikil athygli og maður veit að öll þjóðin er að fylgjast með.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
„Það er ekki beint hægt að segja að þetta hafi komið á óvart,“ sagði Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis eftir að dómur hafði verið kveðinn upp í Birnumálinu í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í dag. Þar var Thomas Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Kolbrún sagði ákæruvaldið hafa nefnt við réttarhöldin á átján ára fangelsisrefsing væri lágmarkskrafa en miðað við hvernig málið var vaxið væri hugsanlega ástæða til að þyngja refsinguna.Dómaframkvæmdin segir að tvö ár sé hæfileg refsing fyrir fíkniefnin Hún telur ólíklegt að gerður hafi verið greinarmunur á því í dómnum hve mörg ár Thomas fékk fyrir að bana Birnu og hve mörg ár hann fékk fyrir fíkniefnalagabrotið. Þumalfingursreglan í fíkniefnabrotum séu sú að sögn Kolbrúnar að eins mánaðar fangelsi sé fyrir að reyna að smygla einu kílói af kannabisefnum og í máli Thomasar hafi verið rúm 23 kíló. „Dómaframkvæmdin segir okkur að tvö ár sé hæfileg refsing fyrir fíkniefnahlutann, en það er byggt á þeim ágiskunum,“ sagði Kolbrún. Spurð hvort Thomas muni afplána hér á landi sagði hún það ekki vitað og í raun seinni tíma mál. Hann fái nú frest til að meta hvort málinu verði áfrýjað. Erlendir brotamenn hafa rétt á því að sækja um að afplána í heimalandi sínu og það sé fangelsismálayfirvalda að meta hvort skilyrði séu fyrir því. Hún sagði að í svona máli, þar sem jafn þungur dómur fellur, geti menn sótt um reynslulausn þegar búið er að afplána tvo þriðju hluta dómsins. Öll mál sem eru ódæmd í Hæstarétti 1. janúar flytjast til Landsréttar Ef málinu verður áfrýjað á Kolbrún allt eins von á því að það verði eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt. Öll mál sem eru ódæmd í Hæstarétti fyrir 1. janúar flytjast yfir til Landsréttar. Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. Í Landsrétti er gert ráð fyrir að vitnaleiðslur séu teknar upp í héraðsdómi og spilaðar aftur í Landsrétti. Kolbrún sagði hins vegar að upptökur á vitnaleiðslum í þessum máli hefðu ekki hafist fyrr en á síðasta degi vitnaleiðsla og svo gæti því farið að flest vitni þyrftu að mæta fyrir í Landsrétt. Spurð hvort eitthvað hafi verið frábrugðið þessu máli frá öðrum nefndi Kolbrún fjölmiðlaumfjöllunina sem sett hafi annan brag á málið. „Það var liggur við bein útsending úr réttarsalnum og maður er kannski ekki vanur því. Óneitanlega hefur það áhrif þegar það er svona mikil athygli og maður veit að öll þjóðin er að fylgjast með.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30