Hinn grunaði í Hagamelsmálinu úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2017 14:15 Frá vettvangi á Hagamel í síðustu viku. Vísir Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið lettnesku konunni Sanitu Braune að bana í fjölbýlishúsi á Hagamel þann 21. september, var framlengt um fjórar vikur í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á þá kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á öðrum tímanum. Maðurinn var handtekinn á Hagamel umrætt fimmtudagskvöld og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldinu. Framan af var hann í einangrun en ekki lengur. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrú hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem fer fyrir rannsókn málsins, segir í samtali við Vísi að gæsluvarðhaldið hafi verið framlengt til 27. október. Aðspurður hvers vegna farið sé fram á varðhald á grundvelli almannahagsmuna en ekki rannsóknarhagsmuna, líkt og fyrir viku, segir hann ekki grundvöll hafa verið fyrir því lengur. Lögregla telji sig ekki þurfa að hafa hinn grunaða lengur í einangrun og ekki sé talin hætta á að hægt sé að spilla rannsókninni. Búið er að taka skýrslur af töluvert mörgum vitnum. Einar vill ekki upplýsa um það hvort einhver hafi orðið vitni að því þegar konunni var ráðinn bani. Hinn grunaði, hælisleitandi frá Yemen, hefur verið samvinnuþýður og yfirheyrður nokkrum sinnum vegna málsins að því er Einar greindi Vísi frá í gær. Lögreglan vill þó ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu og ekki er komin endanleg niðurstaða úr krufningu er varðar dánarorsök. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Fjölskyldan þvertekur fyrir að um ástarsamband hafi verið að ræða Fjölskyldumeðlimur Sanitu Braune segir að hinn grunaði hafi veitt henni eftirför. 29. september 2017 06:09 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið lettnesku konunni Sanitu Braune að bana í fjölbýlishúsi á Hagamel þann 21. september, var framlengt um fjórar vikur í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á þá kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á öðrum tímanum. Maðurinn var handtekinn á Hagamel umrætt fimmtudagskvöld og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldinu. Framan af var hann í einangrun en ekki lengur. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrú hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem fer fyrir rannsókn málsins, segir í samtali við Vísi að gæsluvarðhaldið hafi verið framlengt til 27. október. Aðspurður hvers vegna farið sé fram á varðhald á grundvelli almannahagsmuna en ekki rannsóknarhagsmuna, líkt og fyrir viku, segir hann ekki grundvöll hafa verið fyrir því lengur. Lögregla telji sig ekki þurfa að hafa hinn grunaða lengur í einangrun og ekki sé talin hætta á að hægt sé að spilla rannsókninni. Búið er að taka skýrslur af töluvert mörgum vitnum. Einar vill ekki upplýsa um það hvort einhver hafi orðið vitni að því þegar konunni var ráðinn bani. Hinn grunaði, hælisleitandi frá Yemen, hefur verið samvinnuþýður og yfirheyrður nokkrum sinnum vegna málsins að því er Einar greindi Vísi frá í gær. Lögreglan vill þó ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu og ekki er komin endanleg niðurstaða úr krufningu er varðar dánarorsök.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Fjölskyldan þvertekur fyrir að um ástarsamband hafi verið að ræða Fjölskyldumeðlimur Sanitu Braune segir að hinn grunaði hafi veitt henni eftirför. 29. september 2017 06:09 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Fjölskyldan þvertekur fyrir að um ástarsamband hafi verið að ræða Fjölskyldumeðlimur Sanitu Braune segir að hinn grunaði hafi veitt henni eftirför. 29. september 2017 06:09