Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2017 08:36 Á þriðja tug kinda sem lentu undir aurskriðu í Hamarsfirði var bjargað í gær. Enn er talin hætta á skriðuföllum á austanverðu og suðaustanverðu landinu vegna mikilla vatnavaxta sem hefur fylgt hefur gríðarlegri úrkomu á svæðinu síðustu daga. Spáð er áframhaldandi úrkomu í dag með tilheyrandi vatnavöxtum og hættu á skriðuföllum. landsbjörg Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. Spáð er rigningu með köflum víðast hvar í dag, en samfelldri og jafnvel talsverðri úrkomu á suðaustan til og á Austfjörðum. Áfram er því talin hætta á skriðuföllum þar og er óvissustig almannavarna enn í gildi. Þyrla Landhelgisgæslunnar heldur áfram aðgerðum á flóðasvæðunum í dag en í gær fluttu flugmenn þyrlunnar 121 einstakling til og frá hinum ýmsu stöðum innan þess svæðis sem lokað er milli Steinavatna í vestri og Hólabrekku í austri með þyrlunni og nutu aðstoðar björgunarsveita og lögreglu. 97 einstaklingar voru fluttir vestur yfir Steinavötn að Hala í Suðursveit þangað sem þeir voru sóttir á fólksflutningabílum og ferjaðir vestur, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar kemur jafnframt fram að enn séu einhverjir ferðamenn innans þess svæðis sem er lokað en þeir munu ætla að vera þar áfram þar til um hægist og njóta lífsins í sveitinni. Brúin yfir Steinavötn er mikið skemmd vegna vatnavaxtanna og var henni því lokað í gær. Ekki er víst að hún standi af sér flóðið sem væntanlega mun fylgja rigningunni í dag. Þá er þjóðvegur 1 eitt einnig lokaður við Hólmsá á Mýrum og ekki útlit fyrir að það takist að opna að nýju á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Stöðufundur verður núna klukkan níu áður en haldið verður inn í daginn. Áætlað er að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, heimsæki flóðasvæðin í dag auk Hreins Haraldssonar, vegamálastjóra, og kynni sér aðstæður að því gefnu að það viðri til flugs.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Austan 8-15 m/s við suðaustur og austurströndina annars norðaustan 5-13 m/s. Rigning með köflum víðast hvar í dag, en samfelld og jafnvel talsverð úrkoma suðaustanlands og á Austfjörðum. Hæg vestlæg átt og úrkomulítið vestantil á landinu á morgun en snýst í sunnan 5-10 og dregur úr úrkomu austantil annað kvöld. Hiti 7 til 13 stig hlýjast sunnanlands.Á sunnudag:Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil væta á köflum. Hiti 6 til 10 stig.Á mánudag:Norðlæg átt, 5-13 m/s. Skýjað og dálítil væta austantil og með norðurströndinni en bjartviðri sunnan jökla. Hiti 4 til 10 stig, mildast syðst.Á þriðjudag:Vestlæg átt með rigningu á norðanverðu landinu en og skúrir með suðurströndinni. Þurrt að kalla á Austfjörðum og suðaustanlands. Kólnar í veðri. Veður Tengdar fréttir Á þriðja tug kinda bjargað undan aurskriðu Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 18:00 Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57 Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. Spáð er rigningu með köflum víðast hvar í dag, en samfelldri og jafnvel talsverðri úrkomu á suðaustan til og á Austfjörðum. Áfram er því talin hætta á skriðuföllum þar og er óvissustig almannavarna enn í gildi. Þyrla Landhelgisgæslunnar heldur áfram aðgerðum á flóðasvæðunum í dag en í gær fluttu flugmenn þyrlunnar 121 einstakling til og frá hinum ýmsu stöðum innan þess svæðis sem lokað er milli Steinavatna í vestri og Hólabrekku í austri með þyrlunni og nutu aðstoðar björgunarsveita og lögreglu. 97 einstaklingar voru fluttir vestur yfir Steinavötn að Hala í Suðursveit þangað sem þeir voru sóttir á fólksflutningabílum og ferjaðir vestur, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar kemur jafnframt fram að enn séu einhverjir ferðamenn innans þess svæðis sem er lokað en þeir munu ætla að vera þar áfram þar til um hægist og njóta lífsins í sveitinni. Brúin yfir Steinavötn er mikið skemmd vegna vatnavaxtanna og var henni því lokað í gær. Ekki er víst að hún standi af sér flóðið sem væntanlega mun fylgja rigningunni í dag. Þá er þjóðvegur 1 eitt einnig lokaður við Hólmsá á Mýrum og ekki útlit fyrir að það takist að opna að nýju á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Stöðufundur verður núna klukkan níu áður en haldið verður inn í daginn. Áætlað er að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, heimsæki flóðasvæðin í dag auk Hreins Haraldssonar, vegamálastjóra, og kynni sér aðstæður að því gefnu að það viðri til flugs.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Austan 8-15 m/s við suðaustur og austurströndina annars norðaustan 5-13 m/s. Rigning með köflum víðast hvar í dag, en samfelld og jafnvel talsverð úrkoma suðaustanlands og á Austfjörðum. Hæg vestlæg átt og úrkomulítið vestantil á landinu á morgun en snýst í sunnan 5-10 og dregur úr úrkomu austantil annað kvöld. Hiti 7 til 13 stig hlýjast sunnanlands.Á sunnudag:Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil væta á köflum. Hiti 6 til 10 stig.Á mánudag:Norðlæg átt, 5-13 m/s. Skýjað og dálítil væta austantil og með norðurströndinni en bjartviðri sunnan jökla. Hiti 4 til 10 stig, mildast syðst.Á þriðjudag:Vestlæg átt með rigningu á norðanverðu landinu en og skúrir með suðurströndinni. Þurrt að kalla á Austfjörðum og suðaustanlands. Kólnar í veðri.
Veður Tengdar fréttir Á þriðja tug kinda bjargað undan aurskriðu Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 18:00 Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57 Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Á þriðja tug kinda bjargað undan aurskriðu Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 18:00
Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57
Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23