Einn frægasti þjálfari Bandaríkjanna sendur í ólaunað leyfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 07:30 Rick Pitino. Vísir/Getty Rick Pitino, þjálfari University of Louisville í bandaríska háskólaboltanum, var í gær sendur í ólaunað leyfi á meðan rannsókn á spillingarmálum innan bandaríska háskólakörfuboltans stendur yfir. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu. Pitino er meðlimur í heiðurshöll körfuboltans og gerði Louisville að háskólameisturum árið 2013. Hann hefur hinsvegar alltaf verið umdeildur og þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann blandast inn í vafasöm mál. Spillingarmálið kom fram í dagsljósið í vikunni eftir þriggja ára rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, en fjórir aðstoðarþjálfar virtra skóla voru þá ákærðir fyrir að taka þátt í svindli sem miðaði að því að koma peningum til fjölskyldna eftirsótta leikmanna sem völdu síðan að koma í þeirra skóla. Rannsóknin leiddi það í ljós að James Gatto, sem er yfirmaður hjá Adidas, hafi einnig komið stórum greiðslum til þriggja leikmanna gegn því að þeir hafi samþykkt að spila fyrir ákveðna skóla.Sjá einnig: Bandaríski háskólakörfuboltinn í vandræðum eftir rannsókn FBI Leikmenn í háskólaboltanum mega ekki þiggja nein laun á meðan þeir spila en þeir bestu geta valið á milli skóla sem sumir hafa greinilega freistast að bjóða þeim meira en þeir mega. University of Louisville hefur ekki fengið á sig neina kæru ennþá og heldur ekki einhverjir starfsmenn skólans. Rannsóknin stendur hinsvegar enn yfir og nafn Rick Pitino hefur blandast inn í umræðuna. Yfirmenn skólans voru því fljótir að bregðast við. Steve Pence, umboðsmaður Pitino, leit svo á að Rick Pitino hafi hreinlega verið rekinn en yfirmenn skólans segjast ætla að fara aftur yfir stöðuna seinna og meta það þá hvort að Pitino geti snúið aftur til starfa. Það eru þó ekki margir sem búast við að karlinn eigi afturkvæmt í þjálfun eftir þetta. Rick Pitino hefur lent í ýmsum leiðindamálum á sextán árum sínum í þjálfarastólnum hjá Louisville skólanum þar á meðal var rannsókn á því hvort hann hafi notað nektardansmær og vændiskonur til að hjálpa að sannfæra eftirsótta körfuboltastráka að koma í skólann. Pitino, sem er orðinn 65 ára gamall, kom til Louisville eftir fjögur ár sem þjálfari Boston Celtics. Hann sló fyrst í gegn sem þjálfari University of Kentucky þar sem hann vann háskólatitilinn með liðið árið 1996. Körfubolti Tengdar fréttir Bandaríski háskólakörfuboltinn í vandræðum eftir rannsókn FBI Bandaríkjamenn eru með mjög strangar reglur í háskólakörfuboltanum til að koma í veg fyrir allar greiðslur til íþróttamanna en bestu leikmenn skólaliðanna eru aðeins ári frá því að komast í milljóna samninga í NBA. 27. september 2017 07:00 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Rick Pitino, þjálfari University of Louisville í bandaríska háskólaboltanum, var í gær sendur í ólaunað leyfi á meðan rannsókn á spillingarmálum innan bandaríska háskólakörfuboltans stendur yfir. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu. Pitino er meðlimur í heiðurshöll körfuboltans og gerði Louisville að háskólameisturum árið 2013. Hann hefur hinsvegar alltaf verið umdeildur og þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann blandast inn í vafasöm mál. Spillingarmálið kom fram í dagsljósið í vikunni eftir þriggja ára rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, en fjórir aðstoðarþjálfar virtra skóla voru þá ákærðir fyrir að taka þátt í svindli sem miðaði að því að koma peningum til fjölskyldna eftirsótta leikmanna sem völdu síðan að koma í þeirra skóla. Rannsóknin leiddi það í ljós að James Gatto, sem er yfirmaður hjá Adidas, hafi einnig komið stórum greiðslum til þriggja leikmanna gegn því að þeir hafi samþykkt að spila fyrir ákveðna skóla.Sjá einnig: Bandaríski háskólakörfuboltinn í vandræðum eftir rannsókn FBI Leikmenn í háskólaboltanum mega ekki þiggja nein laun á meðan þeir spila en þeir bestu geta valið á milli skóla sem sumir hafa greinilega freistast að bjóða þeim meira en þeir mega. University of Louisville hefur ekki fengið á sig neina kæru ennþá og heldur ekki einhverjir starfsmenn skólans. Rannsóknin stendur hinsvegar enn yfir og nafn Rick Pitino hefur blandast inn í umræðuna. Yfirmenn skólans voru því fljótir að bregðast við. Steve Pence, umboðsmaður Pitino, leit svo á að Rick Pitino hafi hreinlega verið rekinn en yfirmenn skólans segjast ætla að fara aftur yfir stöðuna seinna og meta það þá hvort að Pitino geti snúið aftur til starfa. Það eru þó ekki margir sem búast við að karlinn eigi afturkvæmt í þjálfun eftir þetta. Rick Pitino hefur lent í ýmsum leiðindamálum á sextán árum sínum í þjálfarastólnum hjá Louisville skólanum þar á meðal var rannsókn á því hvort hann hafi notað nektardansmær og vændiskonur til að hjálpa að sannfæra eftirsótta körfuboltastráka að koma í skólann. Pitino, sem er orðinn 65 ára gamall, kom til Louisville eftir fjögur ár sem þjálfari Boston Celtics. Hann sló fyrst í gegn sem þjálfari University of Kentucky þar sem hann vann háskólatitilinn með liðið árið 1996.
Körfubolti Tengdar fréttir Bandaríski háskólakörfuboltinn í vandræðum eftir rannsókn FBI Bandaríkjamenn eru með mjög strangar reglur í háskólakörfuboltanum til að koma í veg fyrir allar greiðslur til íþróttamanna en bestu leikmenn skólaliðanna eru aðeins ári frá því að komast í milljóna samninga í NBA. 27. september 2017 07:00 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Bandaríski háskólakörfuboltinn í vandræðum eftir rannsókn FBI Bandaríkjamenn eru með mjög strangar reglur í háskólakörfuboltanum til að koma í veg fyrir allar greiðslur til íþróttamanna en bestu leikmenn skólaliðanna eru aðeins ári frá því að komast í milljóna samninga í NBA. 27. september 2017 07:00
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum