Handbolti

Aðeins tvær eftir frá því að stelpurnar mættu Tékkum síðast fyrir fjórum árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska landsliðið hefur breyst mikið á síðustu árum.
Íslenska landsliðið hefur breyst mikið á síðustu árum. Vísir/Pjetur
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er út í Tékklandi þar sem liðið mætir heimastúlkum í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Frakklandi í desember 2018.

Þetta er fyrsti leikur íslensku stelpnanna í riðlinum en liðið mætir síðan Dönum í Laugardalshöllinni á sunnudaginn kemur. Fjórða liðið í riðlinum er Slóvenía.

Það hafa orðið miklar breytingar á íslenska kvennalandsliðinu á síðustu árum sem sést á því að aðeins tveir leikmenn liðsins í dag voru með þegar liðið spilaði síðast við Tékka í júní 2013.

Liðin mættust þá í tveimur leikjum með sex daga millibili í umspil um sæti á HM í Serbíu 2013. Tékkar unnu báða leikina og samtals með 17 marka mun.

Leikmennirnir tveir sem voru í sextán manna hópnum í júní 2013 og eru einnig með í leiknum í kvöld eru hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir og línumaðurinn Arna Sif Pálsdóttir. Arna Sif Pálsdóttir er leikjahæsti leikamaður íslenska liðsins með 126 leiki en Þórey hefur spilað 78 landsleiki og Hildigunnur Einarsdóttir er með 72 leiki.

Þær skoruðu saman fimm mörk (Arna 3 og Þórey 2) í síðasta leik á móti Tékkum sem fór fram 8. júní í Most í norður Tékklandi. Leikurinn í kvöld fer aftur á móti fram í Zlin.



Leikmannahópur Íslands í leiknum í kvöld:

Markverðir

Guðrún Ósk Maríasdóttir, Fram        

Hafdís Renötudóttir, SönderjyskE    

Útileikmenn

Andrea Jacobsen, Fjölnir            

Arna Sif Pálsdóttir, Debreceni DVSC        

Birna Berg Haraldsdóttir, Aarhus United        

Ester Óskarsdóttir, ÍBV                    

Eva Björk Davíðsdóttir, Ajax Köbenhavn        

Helena Rut Örvarsdóttir, Byåsen HE        

Hildigunnur Einarsdóttir, Hypo                    

Lovisa Thompson, Grótta        

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram            

Steinunn Hansdóttir, Skanderborg                

Thea Imani Sturludóttir, Volda                

Unnur Ómarsdóttir, Grótta            

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjarnan        

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram        

Þjálfari:

Axel Stefánsson



Leikmannahópur Íslands í síðasta leik á móti Tékkum 8. Júní 2013: (Sjá hér)

Markverðir

Guðný Jenny Ásmundsdóttir                     

Florentina Grecu                     

Útileikmenn

Arna Sif Pálsdóttir     

Þórey Rósa Stefánsdóttir                 

Rut Arnfjörð Jónsdóttir                      

Rakel Dögg Bragadóttir                      

Stella Sigurðardóttir         

Dagný Skúladóttir                     

Karen Knútsdóttir               

Ásta Birna Gunnarsdóttir               

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir                       

Hanna Guðrún Stefánsdóttir                       

Jóna Margrét Ragnarsdóttir                       

Ramune Pekarskyte                       

Elísabet Gunnarsdóttir                 

Steinunn Björnsdóttir                       

Þjálfari    

Ágúst Þór Jóhannsson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×