Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Ritstjórn skrifar 27. september 2017 11:30 Mynd: Lindex Bleik lína Lindex mun líta dagsins ljós þann 6. október næstkomandi, en Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini. 10% af sölu línunnar rennur til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. ,,Við vildum búa til fallegar flíkur fyrir góðan málstað. Með áherslu á fegurð og þægindi hönnuðum við þessa undirfatalínu með fáguðum efnum og fínlegum smáatriðum í fallegum litum, allt frá dimmbleikum í dökkrauðan," segir Annika Hedin, yfirhönnuður Lindex. Bleika línan samanstendur af átján flíkum af heimafatnaði og undirfatnaði sem öll eru í miklum gæðum. Silki, kasmír og flauel og falleg blúnda einkennir línuna. Í línunni má einnig finna mjúkan brjóstahaldara fyrir konur sem farið hafa í brjóstnám. Einnig verður bleikt armband til sölu sem er með gylltri keðju og bleikum steini. Allur ágóði af sölu armbandsins mun renna til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Það er alveg víst að við munum kíkja á þessi fallega línu þegar hún kemur loks í búðir, en línan kemur í takmörkuðu magni í verslanir Lindex þann 6. október næstkomandi. Glamour hefur augastað á djúprauða undirfatasettinu og velúr-sloppnum. Sjáumst þar! Mest lesið Victoria Beckham gefur út förðunarlínu Glamour Fyrirsætur Moschino voru eins og Barbie dúkkur Glamour Vogue segir brjóstaskoruna vera úr sögunni Glamour Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Carine Roitfeld hannar línu fyrir Uniqlo Glamour Þemað fyrir Met Gala 2017 loksins tilkynnt Glamour North West er byrjuð að stelast í fataskápinn hjá Kim Glamour Michael Kors á hraðri niðurleið Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour
Bleik lína Lindex mun líta dagsins ljós þann 6. október næstkomandi, en Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini. 10% af sölu línunnar rennur til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. ,,Við vildum búa til fallegar flíkur fyrir góðan málstað. Með áherslu á fegurð og þægindi hönnuðum við þessa undirfatalínu með fáguðum efnum og fínlegum smáatriðum í fallegum litum, allt frá dimmbleikum í dökkrauðan," segir Annika Hedin, yfirhönnuður Lindex. Bleika línan samanstendur af átján flíkum af heimafatnaði og undirfatnaði sem öll eru í miklum gæðum. Silki, kasmír og flauel og falleg blúnda einkennir línuna. Í línunni má einnig finna mjúkan brjóstahaldara fyrir konur sem farið hafa í brjóstnám. Einnig verður bleikt armband til sölu sem er með gylltri keðju og bleikum steini. Allur ágóði af sölu armbandsins mun renna til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Það er alveg víst að við munum kíkja á þessi fallega línu þegar hún kemur loks í búðir, en línan kemur í takmörkuðu magni í verslanir Lindex þann 6. október næstkomandi. Glamour hefur augastað á djúprauða undirfatasettinu og velúr-sloppnum. Sjáumst þar!
Mest lesið Victoria Beckham gefur út förðunarlínu Glamour Fyrirsætur Moschino voru eins og Barbie dúkkur Glamour Vogue segir brjóstaskoruna vera úr sögunni Glamour Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Carine Roitfeld hannar línu fyrir Uniqlo Glamour Þemað fyrir Met Gala 2017 loksins tilkynnt Glamour North West er byrjuð að stelast í fataskápinn hjá Kim Glamour Michael Kors á hraðri niðurleið Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour