Það sem Dagur Sig veit um stöðu mála hjá Aroni Pálmarssyni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2017 09:00 Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, var gestur í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið en hann mun heimsækja þáttinn reglulega í vetur. Dagur ræddi meðal annars stöðuna á besta handboltamanni Íslands í dag en Aron Pálmarsson er hvorki að æfa né spila með liði sínu Veszprém í Ungverjalandi á þessu tímabili og mikil óvissa er með framhaldið hjá þessum frábæra handboltamanni. „Þetta er gríðarlega vond staða og hún getur farið í allar áttir eins og ég skil þetta rétt. Ég vona að þetta fari að leysast á næstu dögum og vikum,“ sagði Dagur en Tómas Þór Þórðarson gekk á Dag og spurði hann um hvort að hann hafi heyrt eitthvað. „Ég hef bara heyrt að það séu einhverjar viðræður að fara í gang. Ég veit ekki hvort að það séu viðræður á milli Barcelona og Veszprém. Ég hef heyrt að það sé komið tilboð,“ sagði Dagur en væri Aron þá að fara til Barcelona í janúar? „Nei hann kæmist bara strax til þeirra,“ sagði Dagur og bætti við: „Ég held að það sé alveg útilokað að hann fari aftur í Veszprém. Vranjes kom þarna sem nýr þjálfari og ég held að hann hafi ekkert haft með þetta að segja. Ég er svolítið vonsvikinn að hann hafi ekki staðið meira með Aroni í þessu,“ sagði Dagur. Hann er ekki nógu ánægður með sænska þjálfarann Ljubomir Vranjes. „Það er erfitt ef þú kemur sem nýr þjálfari inn í félag og færð stjórnina strax á bakið. Þú þarft því eiginlega að taka þessa ákvörðun strax í byrjun og taka slaginn á móti besta leikmanninum. Ég er svolítið „skúffaður“ að hann skildi taka það,“ sagði Dagur. Það er hægt að horfa á Dag og strákana í Seinni bylgjunni fara yfir stöðuna hjá Aroni Pálmarssyni í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, var gestur í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið en hann mun heimsækja þáttinn reglulega í vetur. Dagur ræddi meðal annars stöðuna á besta handboltamanni Íslands í dag en Aron Pálmarsson er hvorki að æfa né spila með liði sínu Veszprém í Ungverjalandi á þessu tímabili og mikil óvissa er með framhaldið hjá þessum frábæra handboltamanni. „Þetta er gríðarlega vond staða og hún getur farið í allar áttir eins og ég skil þetta rétt. Ég vona að þetta fari að leysast á næstu dögum og vikum,“ sagði Dagur en Tómas Þór Þórðarson gekk á Dag og spurði hann um hvort að hann hafi heyrt eitthvað. „Ég hef bara heyrt að það séu einhverjar viðræður að fara í gang. Ég veit ekki hvort að það séu viðræður á milli Barcelona og Veszprém. Ég hef heyrt að það sé komið tilboð,“ sagði Dagur en væri Aron þá að fara til Barcelona í janúar? „Nei hann kæmist bara strax til þeirra,“ sagði Dagur og bætti við: „Ég held að það sé alveg útilokað að hann fari aftur í Veszprém. Vranjes kom þarna sem nýr þjálfari og ég held að hann hafi ekkert haft með þetta að segja. Ég er svolítið vonsvikinn að hann hafi ekki staðið meira með Aroni í þessu,“ sagði Dagur. Hann er ekki nógu ánægður með sænska þjálfarann Ljubomir Vranjes. „Það er erfitt ef þú kemur sem nýr þjálfari inn í félag og færð stjórnina strax á bakið. Þú þarft því eiginlega að taka þessa ákvörðun strax í byrjun og taka slaginn á móti besta leikmanninum. Ég er svolítið „skúffaður“ að hann skildi taka það,“ sagði Dagur. Það er hægt að horfa á Dag og strákana í Seinni bylgjunni fara yfir stöðuna hjá Aroni Pálmarssyni í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira