Fyrstu rafknúnu flugvélarnar í loftið innan áratugar Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. september 2017 07:30 Lággjaldaflugfélagið er eitt það umsvifamesta í Evrópu. Vísir/getty Lággjaldaflugfélagið EasyJet og bandaríski raftækjaframleiðandainn Wright Electric vinna nú að hönnun og framleiðslu rafhlaðna sem gætu hentað til styttri flugferða. Flugfélagið áætlar að það geti sent fyrstu rafvélarnar í loftið innan áratugar. Greint var frá samstarfinu nú í morgun. Easyjet vonar að samstarfið verði til þess að allar ferðir félagsins sem eru styttri en tvær klukkustundir verði með rafknúnum vélum innan 20 ára. Lítur félagið þá sérstaklega til fjölfarinna leiða; eins og á milli Lundúna og Parísar sem og Edinborgar og Bristol. Framkvæmdastjóri Easyjet segir að ekki einungis sé fyrirtækið með þessu að sýna samfélagslega ábyrgð heldur einnig að feta í fótspor bifreiðaframleiðenda sem lagt hafa aukna áherslu á rafbíla á síðustu árum. „Í fyrsta sinn á mínum ferli get ég séð fyrir mér framtíð án flugvélaeldsneytis og ég er mjög spennt að fá að vera hluti af henni,“ segir framkvæmdastjórinn Carolyn McCall. Wright Electric segir að rafvélar verði um 50% hljóðlátari og 10% ódýrari í kaupum og rekstri. Vonast fyrirtækið til að það leiði til lækunnar flugfargjalda. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lággjaldaflugfélagið EasyJet og bandaríski raftækjaframleiðandainn Wright Electric vinna nú að hönnun og framleiðslu rafhlaðna sem gætu hentað til styttri flugferða. Flugfélagið áætlar að það geti sent fyrstu rafvélarnar í loftið innan áratugar. Greint var frá samstarfinu nú í morgun. Easyjet vonar að samstarfið verði til þess að allar ferðir félagsins sem eru styttri en tvær klukkustundir verði með rafknúnum vélum innan 20 ára. Lítur félagið þá sérstaklega til fjölfarinna leiða; eins og á milli Lundúna og Parísar sem og Edinborgar og Bristol. Framkvæmdastjóri Easyjet segir að ekki einungis sé fyrirtækið með þessu að sýna samfélagslega ábyrgð heldur einnig að feta í fótspor bifreiðaframleiðenda sem lagt hafa aukna áherslu á rafbíla á síðustu árum. „Í fyrsta sinn á mínum ferli get ég séð fyrir mér framtíð án flugvélaeldsneytis og ég er mjög spennt að fá að vera hluti af henni,“ segir framkvæmdastjórinn Carolyn McCall. Wright Electric segir að rafvélar verði um 50% hljóðlátari og 10% ódýrari í kaupum og rekstri. Vonast fyrirtækið til að það leiði til lækunnar flugfargjalda.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira