Fyrstu rafknúnu flugvélarnar í loftið innan áratugar Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. september 2017 07:30 Lággjaldaflugfélagið er eitt það umsvifamesta í Evrópu. Vísir/getty Lággjaldaflugfélagið EasyJet og bandaríski raftækjaframleiðandainn Wright Electric vinna nú að hönnun og framleiðslu rafhlaðna sem gætu hentað til styttri flugferða. Flugfélagið áætlar að það geti sent fyrstu rafvélarnar í loftið innan áratugar. Greint var frá samstarfinu nú í morgun. Easyjet vonar að samstarfið verði til þess að allar ferðir félagsins sem eru styttri en tvær klukkustundir verði með rafknúnum vélum innan 20 ára. Lítur félagið þá sérstaklega til fjölfarinna leiða; eins og á milli Lundúna og Parísar sem og Edinborgar og Bristol. Framkvæmdastjóri Easyjet segir að ekki einungis sé fyrirtækið með þessu að sýna samfélagslega ábyrgð heldur einnig að feta í fótspor bifreiðaframleiðenda sem lagt hafa aukna áherslu á rafbíla á síðustu árum. „Í fyrsta sinn á mínum ferli get ég séð fyrir mér framtíð án flugvélaeldsneytis og ég er mjög spennt að fá að vera hluti af henni,“ segir framkvæmdastjórinn Carolyn McCall. Wright Electric segir að rafvélar verði um 50% hljóðlátari og 10% ódýrari í kaupum og rekstri. Vonast fyrirtækið til að það leiði til lækunnar flugfargjalda. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Lággjaldaflugfélagið EasyJet og bandaríski raftækjaframleiðandainn Wright Electric vinna nú að hönnun og framleiðslu rafhlaðna sem gætu hentað til styttri flugferða. Flugfélagið áætlar að það geti sent fyrstu rafvélarnar í loftið innan áratugar. Greint var frá samstarfinu nú í morgun. Easyjet vonar að samstarfið verði til þess að allar ferðir félagsins sem eru styttri en tvær klukkustundir verði með rafknúnum vélum innan 20 ára. Lítur félagið þá sérstaklega til fjölfarinna leiða; eins og á milli Lundúna og Parísar sem og Edinborgar og Bristol. Framkvæmdastjóri Easyjet segir að ekki einungis sé fyrirtækið með þessu að sýna samfélagslega ábyrgð heldur einnig að feta í fótspor bifreiðaframleiðenda sem lagt hafa aukna áherslu á rafbíla á síðustu árum. „Í fyrsta sinn á mínum ferli get ég séð fyrir mér framtíð án flugvélaeldsneytis og ég er mjög spennt að fá að vera hluti af henni,“ segir framkvæmdastjórinn Carolyn McCall. Wright Electric segir að rafvélar verði um 50% hljóðlátari og 10% ódýrari í kaupum og rekstri. Vonast fyrirtækið til að það leiði til lækunnar flugfargjalda.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira