„Ljóst að Ísland á mikið undir traustri stöðu stóru íslensku flugfélaganna tveggja“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. september 2017 11:02 Íslensku flugfélögin eru orðin mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Vísir/GVA Tvö flugfélög, það er íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, eru með langmestu markaðshlutdeildina þegar kemur að millilandaflugi hér á landi. Þetta kemur fram í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi er þar er sérstaklega fjallað um flug og hvaða áhrif það hefur á ferðaþjónustuna sem orðin er undirstöðuatvinnugrein. Í umfjöllun bankans kemur fram að uppgangur ferðaþjónustunnar á Íslandi skýrist af samspili ýmissa þátta en langmikilvægasti þátturinn sé stóraukið framboð af flugferðum hingað til lands. Alls fljúga þrjátíu flugfélög hingað til lands á þessu ári. Það er því ljóst að margir eru um hituna en Icelandair og WOW air eru engu að síður með langmestu markaðshlutdeildina.Easyjet kemst næst íslensku flugfélögunum „Á tímabilinu febrúar til október 2017 voru félögin með tæplega 82% af sætaframboði í flugi til og frá landinu. Hlutdeildin í Ameríkufluginu er enn hærri eða yfir 90%. Það erlenda flugfélag sem kemst næst íslensku félögunum í markaðshlutdeild er Easyjet með tæplega 4% en alls 23 erlend félög skipta með sér um 18% markaðshlutdeild með tilliti til flugframboðs. Í ljósi mikilvægis alþjóðaflugsins fyrir ferðaþjónustuna, og mikilvægis ferðaþjónustunnar fyrir hagkerfið, er ljóst að Ísland á mikið undir traustri stöðu stóru íslensku flugfélaganna tveggja,“ segir í greiningu bankans. Flugfélögin mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika Því er varpað upp hvort þetta þýði að flugfélögin séu orðin kerfislega mikilvægt fyrir efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, svipað og stóru viðskiptabankarnir þrír eru skilgreindir sem kerfislega mikilvægir fyrir fjármálastöðugleika í landinu. Samkvæmt greiningu Landsbankans er það augljóst að verulegar truflanir á starfsemi flugfélaganna eða brotthvarf annars þeirra, og hvað þá beggja, myndi hafa gríðarlega miklar afleiðingar fyrir íslenska ferðaþjónustu. „Áhrifin yrðu einnig veruleg fyrir íslenskt efnahagskerfi í heild og almenning. Slíkt áfall hefði keðjuverkandi áhrif, m.a. á gengi krónunnar, eignaverð, vexti og verðbólgu. Ef flugfélögin eru talin kerfislega mikilvæg vakna spurningar um viðbúnað stjórnvalda og aðkomu þeirra að ferðaþjónustunni. Þarf til dæmis að útbúa viðbragðsáætlanir sem hægt er að grípa til ef flugfélögin lenda í vanda? Erfiðleikar margra erlendra flugfélaga síðustu ár og misseri, samanber nýlegt dæmi um erfiðleika flugfélagsins Airberlin, vekja ugg í brjósti um hvað gæti gerst hér á landi ef annað hvort íslensku flugfélaganna lenti í svipuðum hremmingum,“ segir í greiningu Landsbankans. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02 Icelandair hefur áætlunarflug til Dallas Icelandair hefur ákveðið að hefja heilsársflug til bandarísku borgarinnar Dallas á næsta ári. Flugið til Dallas hefst í maí 2018 og flogið verður fjórum sinnum í viku. 14. september 2017 13:29 Samrunahrina í ferðaþjónustu eftir að hafa spennt bogann of hátt Æ fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu leita nú allra leiða til þess að hagræða í rekstri og sameinast öðrum fyrirtækjum. Breytt rekstrarumhverfi ógnar afkomu margra ferðaþjónustufyrirtækja. Einyrkjastarfsemi í atvinnugreininni er ekki lengur sjálfbær. 20. september 2017 07:30 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Tvö flugfélög, það er íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, eru með langmestu markaðshlutdeildina þegar kemur að millilandaflugi hér á landi. Þetta kemur fram í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi er þar er sérstaklega fjallað um flug og hvaða áhrif það hefur á ferðaþjónustuna sem orðin er undirstöðuatvinnugrein. Í umfjöllun bankans kemur fram að uppgangur ferðaþjónustunnar á Íslandi skýrist af samspili ýmissa þátta en langmikilvægasti þátturinn sé stóraukið framboð af flugferðum hingað til lands. Alls fljúga þrjátíu flugfélög hingað til lands á þessu ári. Það er því ljóst að margir eru um hituna en Icelandair og WOW air eru engu að síður með langmestu markaðshlutdeildina.Easyjet kemst næst íslensku flugfélögunum „Á tímabilinu febrúar til október 2017 voru félögin með tæplega 82% af sætaframboði í flugi til og frá landinu. Hlutdeildin í Ameríkufluginu er enn hærri eða yfir 90%. Það erlenda flugfélag sem kemst næst íslensku félögunum í markaðshlutdeild er Easyjet með tæplega 4% en alls 23 erlend félög skipta með sér um 18% markaðshlutdeild með tilliti til flugframboðs. Í ljósi mikilvægis alþjóðaflugsins fyrir ferðaþjónustuna, og mikilvægis ferðaþjónustunnar fyrir hagkerfið, er ljóst að Ísland á mikið undir traustri stöðu stóru íslensku flugfélaganna tveggja,“ segir í greiningu bankans. Flugfélögin mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika Því er varpað upp hvort þetta þýði að flugfélögin séu orðin kerfislega mikilvægt fyrir efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, svipað og stóru viðskiptabankarnir þrír eru skilgreindir sem kerfislega mikilvægir fyrir fjármálastöðugleika í landinu. Samkvæmt greiningu Landsbankans er það augljóst að verulegar truflanir á starfsemi flugfélaganna eða brotthvarf annars þeirra, og hvað þá beggja, myndi hafa gríðarlega miklar afleiðingar fyrir íslenska ferðaþjónustu. „Áhrifin yrðu einnig veruleg fyrir íslenskt efnahagskerfi í heild og almenning. Slíkt áfall hefði keðjuverkandi áhrif, m.a. á gengi krónunnar, eignaverð, vexti og verðbólgu. Ef flugfélögin eru talin kerfislega mikilvæg vakna spurningar um viðbúnað stjórnvalda og aðkomu þeirra að ferðaþjónustunni. Þarf til dæmis að útbúa viðbragðsáætlanir sem hægt er að grípa til ef flugfélögin lenda í vanda? Erfiðleikar margra erlendra flugfélaga síðustu ár og misseri, samanber nýlegt dæmi um erfiðleika flugfélagsins Airberlin, vekja ugg í brjósti um hvað gæti gerst hér á landi ef annað hvort íslensku flugfélaganna lenti í svipuðum hremmingum,“ segir í greiningu Landsbankans.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02 Icelandair hefur áætlunarflug til Dallas Icelandair hefur ákveðið að hefja heilsársflug til bandarísku borgarinnar Dallas á næsta ári. Flugið til Dallas hefst í maí 2018 og flogið verður fjórum sinnum í viku. 14. september 2017 13:29 Samrunahrina í ferðaþjónustu eftir að hafa spennt bogann of hátt Æ fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu leita nú allra leiða til þess að hagræða í rekstri og sameinast öðrum fyrirtækjum. Breytt rekstrarumhverfi ógnar afkomu margra ferðaþjónustufyrirtækja. Einyrkjastarfsemi í atvinnugreininni er ekki lengur sjálfbær. 20. september 2017 07:30 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02
Icelandair hefur áætlunarflug til Dallas Icelandair hefur ákveðið að hefja heilsársflug til bandarísku borgarinnar Dallas á næsta ári. Flugið til Dallas hefst í maí 2018 og flogið verður fjórum sinnum í viku. 14. september 2017 13:29
Samrunahrina í ferðaþjónustu eftir að hafa spennt bogann of hátt Æ fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu leita nú allra leiða til þess að hagræða í rekstri og sameinast öðrum fyrirtækjum. Breytt rekstrarumhverfi ógnar afkomu margra ferðaþjónustufyrirtækja. Einyrkjastarfsemi í atvinnugreininni er ekki lengur sjálfbær. 20. september 2017 07:30