Erlent

Gera stólpagrín að #StandForOurAnthem deilu forsetans

Samúel Karl Ólason skrifar
Þáttastjórnendur kvöldþátta í Bandaríkjunum fjölluðu mikið í gær um deilu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við NFL-deildina og þeldökka íþróttamenn sem spratt upp um helgina. Eins og svo oft áður virðast þeir ekki með forsetanum í liði og virðast ósáttir við framferði forsetans.

Sjá einnig: Trump stoltur af NASCAR en reiður út í NFL



Þáttastjórnendurnir benda á að þrátt fyrir að Puerto Rico sé í rúst, spennan á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna hafi aldrei verið meiri og margt fleira sé Trump að einbeita sér að því að þeldökkir íþróttamenn séu að mótmæla ranglæti í garð litaðra í Bandaríkjunum.

Hér að neðan má sjá þó nokkuð af myndböndum frá umfjöllun næturinnar.

Seth Meyers Stephen Colbert Trevor Noah James Corden Jimmy Fallon

Tengdar fréttir

Eini leikmaður Steelers sem lét sjá sig í þjóðsöngnum

Öll lið NFL-deildarinnar tóku þátt í mótmælum í gær sem var beint að forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Hann virðir ekki tjáningarfrelsi leikmanna og vill láta reka leikmenn sem neita að standa er þjóðsöngurinn er leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×