Fjögurra stjörnu sóknarlína hjá Liverpool í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2017 08:00 Philippe Coutinho sýndi snilli sína í síðasta leik. Hér fagna félagar hans honum í sigrinum á Leicester. Vísir/Getty Sadio Mane, Philippe Coutinho, Roberto Firmino og Mohamed Salah gætu allir verið í byrjunarliði Liverpool í kvöld þegar liðið heimsækir Spartak Moskvu í Meistaradeildinni. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur aldrei byrjað með þá fjóra saman í byrjunarliðinu á þessu tímabili en þegar þeir voru í byrjunarliðinu í eitt skipti á undirbúningstímabilinu þá vann Liverpool 3-0 sigur á þýska stórliðinu Bayern München. Ekki er vitað hvað Klopp gerir og hann gaf ekkert upp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það verður að vera rétta jafnvægið í liðinu. Við erum sóknar hugsandi lið en þetta snýst um að spila Meistaradeildarfótbolta,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundinum. Telegraph velti fyrir sér mögulegu byrjunarliði. „Við þurfum að ná úrslitum. Menn þurfa að gera það rétta í stöðunni á réttum tímapunktum. Þetta snýst ekki um að setja á svið einhverja sýningu. Þetta snýst um að vera góðir, klára hlutina og klára þá á réttum tíma. Við getum ekki komið með alla listamennina fram í einu en ef það passar fyrir okkar lið þá munum við gera það,“ sagði Klopp. Allir ættu að vera klárir í bátana. Sadio Mane er búinn að taka út leikbannið sitt og Philippe Coutinho er kominn í leikform eins og hann sýndi með marki og stoðsendingu í sigri á Leicester City um síðustu helgi. „Leikurinn á móti Bayern var góður leikur hjá okkur en það er langt síðan hann var. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en þú sagðir mér það að þetta hafi verið eini leikurinn þar sem þeir hafa allir byrjað,“ sagði Klopp þegar staðreyndin um stjörnurnar fjórar var borin undir hann. Hvort blaðamaðurinn á Telegraph hafi gefið honum góða hugmynd kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Sadio Mane, Philippe Coutinho, Roberto Firmino og Mohamed Salah gætu allir verið í byrjunarliði Liverpool í kvöld þegar liðið heimsækir Spartak Moskvu í Meistaradeildinni. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur aldrei byrjað með þá fjóra saman í byrjunarliðinu á þessu tímabili en þegar þeir voru í byrjunarliðinu í eitt skipti á undirbúningstímabilinu þá vann Liverpool 3-0 sigur á þýska stórliðinu Bayern München. Ekki er vitað hvað Klopp gerir og hann gaf ekkert upp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það verður að vera rétta jafnvægið í liðinu. Við erum sóknar hugsandi lið en þetta snýst um að spila Meistaradeildarfótbolta,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundinum. Telegraph velti fyrir sér mögulegu byrjunarliði. „Við þurfum að ná úrslitum. Menn þurfa að gera það rétta í stöðunni á réttum tímapunktum. Þetta snýst ekki um að setja á svið einhverja sýningu. Þetta snýst um að vera góðir, klára hlutina og klára þá á réttum tíma. Við getum ekki komið með alla listamennina fram í einu en ef það passar fyrir okkar lið þá munum við gera það,“ sagði Klopp. Allir ættu að vera klárir í bátana. Sadio Mane er búinn að taka út leikbannið sitt og Philippe Coutinho er kominn í leikform eins og hann sýndi með marki og stoðsendingu í sigri á Leicester City um síðustu helgi. „Leikurinn á móti Bayern var góður leikur hjá okkur en það er langt síðan hann var. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en þú sagðir mér það að þetta hafi verið eini leikurinn þar sem þeir hafa allir byrjað,“ sagði Klopp þegar staðreyndin um stjörnurnar fjórar var borin undir hann. Hvort blaðamaðurinn á Telegraph hafi gefið honum góða hugmynd kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira