Björgólfur hefur ekki trú á spádómi forstjóra Ryan Air Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2017 15:30 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, telur að fyrirtækið muni stækka um helming á næstu tíu árum. Vísir/Valgarður Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segist ekki hafa trú á því að flugvélamarkaðurinn muni breytast á þá leið að lággjaldaflugfélögum muni fækka til muna og öll viðskipti færast á hendur nokkurra risa. Björgólfur var til svars í nýjum viðtalsþætti Íslandsbanka sem var birtur á Facebook-síðu bankans í dag. Michael O’Leary, forstjóri Ryan Air, sagði í viðtali við The Scotsman á dögunum að eftir fimm ár yrðu líklega bara fimm risar sem sinntu flugþjónustu í Evrópu. Nefndi hann Ryanair, British Airways, Lufthansa, Air France - KLM og mögulega EasyJet. Ástæðan væri sú mikla pressa að bjóða upp á lág verð. „Það getur vel verið að þetta þróist út í fimm stóra spilara á markaðnum en ég hef ekki trú á því að það verði raunin,“ sagði Björgólfur.Rétt byrjaður þegar hrunið skall á O’Leary hefur haft orð á því að flugfargjöld verði engin í framtíðinni. Eitthvað sem Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, hefur sömuleiðis minnst á í viðtölum. „Forstjóri Ryan Air hefur sagt að fluggjöldin yrðu frí í framtíðinni. Það hafa reyndar fleiri talað um það. Ég hef svo sem ekki fundið neitt á minni stuttu ævi sem er frítt í þessum heimi. Á einhverju þurfa viðkomandi aðilar að lifa,“ segir Björgólfur sem hefur starfað í tíu ár hjá félaginu. Hann hóf störf á því herrans ári 2008 sem oft hefur verið kennt við hrun. „Þetta byrjaði mjög leiðinlega. Ég byrjaði í janúar 2008 og þá var kominn nasaþefur af hruni sem skall á í október. Félagið var ekki nægilega sterkt til að takast á við það sem gerðist þá. Langsterkasti hlutinn var starfsfólkið og reynslan innan félagsins. Fólk sem hafði kynnst meðbyr og mótbyr reyndist mjög vel á þessum tíma. Þetta var ekki skemmtileg byrjun en mikil áskorun sem fer í reynslubankann.“Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Fréttir af flugi Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segist ekki hafa trú á því að flugvélamarkaðurinn muni breytast á þá leið að lággjaldaflugfélögum muni fækka til muna og öll viðskipti færast á hendur nokkurra risa. Björgólfur var til svars í nýjum viðtalsþætti Íslandsbanka sem var birtur á Facebook-síðu bankans í dag. Michael O’Leary, forstjóri Ryan Air, sagði í viðtali við The Scotsman á dögunum að eftir fimm ár yrðu líklega bara fimm risar sem sinntu flugþjónustu í Evrópu. Nefndi hann Ryanair, British Airways, Lufthansa, Air France - KLM og mögulega EasyJet. Ástæðan væri sú mikla pressa að bjóða upp á lág verð. „Það getur vel verið að þetta þróist út í fimm stóra spilara á markaðnum en ég hef ekki trú á því að það verði raunin,“ sagði Björgólfur.Rétt byrjaður þegar hrunið skall á O’Leary hefur haft orð á því að flugfargjöld verði engin í framtíðinni. Eitthvað sem Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, hefur sömuleiðis minnst á í viðtölum. „Forstjóri Ryan Air hefur sagt að fluggjöldin yrðu frí í framtíðinni. Það hafa reyndar fleiri talað um það. Ég hef svo sem ekki fundið neitt á minni stuttu ævi sem er frítt í þessum heimi. Á einhverju þurfa viðkomandi aðilar að lifa,“ segir Björgólfur sem hefur starfað í tíu ár hjá félaginu. Hann hóf störf á því herrans ári 2008 sem oft hefur verið kennt við hrun. „Þetta byrjaði mjög leiðinlega. Ég byrjaði í janúar 2008 og þá var kominn nasaþefur af hruni sem skall á í október. Félagið var ekki nægilega sterkt til að takast á við það sem gerðist þá. Langsterkasti hlutinn var starfsfólkið og reynslan innan félagsins. Fólk sem hafði kynnst meðbyr og mótbyr reyndist mjög vel á þessum tíma. Þetta var ekki skemmtileg byrjun en mikil áskorun sem fer í reynslubankann.“Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Fréttir af flugi Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent