Krufningu lokið í manndrápsmáli á Melunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2017 14:09 Frá vettvangi á Hagamel á fimmtudagskvöldið. vísir Lík konunnar sem talið er að hafi verið myrt á heimili sínu við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld var krufið í morgun. Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu því að liggja fyrir síðar í þessari viku. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Einn maður er í gæsluvarðhaldi vegna málsins, grunaður um manndráp. Maðurinn var á föstudag úrskurðaður í vikulangt varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sætir hann einangrun á meðan. Grímur segir að maðurinn hafi ekki verið yfirheyrður um helgina þar sem ekki hafi verið þörf á því. Þá hafi lögreglan verið að vinna í öðrum þáttum rannsóknarinnar. Að sögn Gríms er nú verið að undirbúa að halda áfram yfirheyrslum vegna málsins en ekki liggur fyrir hvort hinn grunaði verði yfirheyrður í dag eða á morgun. Þá þarf jafnframt að yfirheyra nokkur vitni. Komið hefur fram að maðurinn er hælisleitandi en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann frá Jemen. Yfirheyrslur hafa farið fram á arabísku, sem er móðurmál mannsins, með aðstoð túlks. Konan, sem var frá Lettlandi, og maðurinn áttu í stuttu persónulegu sambandi. Maðurinn var gestkomandi á heimili konunnar á fimmtudagskvöldið en lögreglu barst útkall um líkamsárás á tíunda tímanum það kvöld. Konan var flutt alvarlega slösuð á Landspítalann þar sem hún var úrskurðuð látin. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00 Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana í íbúð hennar við Hagamel í gærkvöldi var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 22. september 2017 16:14 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Lík konunnar sem talið er að hafi verið myrt á heimili sínu við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld var krufið í morgun. Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu því að liggja fyrir síðar í þessari viku. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Einn maður er í gæsluvarðhaldi vegna málsins, grunaður um manndráp. Maðurinn var á föstudag úrskurðaður í vikulangt varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sætir hann einangrun á meðan. Grímur segir að maðurinn hafi ekki verið yfirheyrður um helgina þar sem ekki hafi verið þörf á því. Þá hafi lögreglan verið að vinna í öðrum þáttum rannsóknarinnar. Að sögn Gríms er nú verið að undirbúa að halda áfram yfirheyrslum vegna málsins en ekki liggur fyrir hvort hinn grunaði verði yfirheyrður í dag eða á morgun. Þá þarf jafnframt að yfirheyra nokkur vitni. Komið hefur fram að maðurinn er hælisleitandi en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann frá Jemen. Yfirheyrslur hafa farið fram á arabísku, sem er móðurmál mannsins, með aðstoð túlks. Konan, sem var frá Lettlandi, og maðurinn áttu í stuttu persónulegu sambandi. Maðurinn var gestkomandi á heimili konunnar á fimmtudagskvöldið en lögreglu barst útkall um líkamsárás á tíunda tímanum það kvöld. Konan var flutt alvarlega slösuð á Landspítalann þar sem hún var úrskurðuð látin.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00 Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana í íbúð hennar við Hagamel í gærkvöldi var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 22. september 2017 16:14 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00
Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15
Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana í íbúð hennar við Hagamel í gærkvöldi var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 22. september 2017 16:14