Raunin er önnur en Trump tókst um helgina að gera sig að óvini númer eitt hjá stærstu atvinnumannadeild bandarískra íþrótta sem er NFL-deildin.
NFL-leikmenn og NFL-eigendur hafa fordæmt Bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum.
„Þætti ykkur ekki frábært að sjá einn af þessum NFL eigendum, þegar einhver sýnir fánanum okkar vanvirðingu, segja „Takið þennan tíkarson af vellinum núna strax, hann er rekinn. „Sá eigandi [sem rekur leikmann vegna þessa] mun verða vinsælasta manneskja landsins,“ sagði forsetinn í Alabama á föstudaginn.
Eru þetta enn ein ummæli forsetans sem skapa sundrungu og ýta undir kynþóttafordóma í Bandaríkjunum. Öll lið NFL-deildarinnar stóðu saman í því að svara forsetanum og gagnrýni hans.
Fyrir vikið hefur verið nóg að gera hjá Donald Trump á Twitter að reyna að réttlæta og svara fyrir ummæli sín. Í rauninni hefur verið lítill tími í annað hjá Bandaríkjaforseta.
Darren Rovell tók það saman á Twitter hvað Donald Trump hefur verið að skrifa um á twitter á síðustu 36 klukkutímum. Þá samantekt má sjá hér fyrir neðan.
President Trump Tweets, Last 36 Hours, By Topic pic.twitter.com/yrEo3J7nDK
— Darren Rovell (@darrenrovell) September 25, 2017