Innlent

Yfirheyrsla gæti farið fram í dag

Haraldur Guðmundsson skrifar
Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani á Íslandi á þessu ári en það er yfir meðaltali síðustu ára.
Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani á Íslandi á þessu ári en það er yfir meðaltali síðustu ára. Vísir
Erlendur karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana í íbúð hennar við Hagamel á fimmtudagskvöld, verður að öllum líkindum yfirheyrður í dag eða á morgun.

Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Grímur vill ekki svara hvort játning liggi fyrir. Maðurinn var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á föstudag.

„Þetta hefur verið þannig um helgina að það er ekki frá neinu nýju að segja,“ sagði Grímur í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×