Ný brú yfir Ölfusá fyrir fimm milljarða Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. september 2017 22:45 Ný brú yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. Nýja brúin mun kosta um fimm milljarða króna og gæti orðið tilbúin eftir níu ár. Nýja Ölfusárbrúin mun fara yfir efri Laugardalaeyju út í Ölfusá. Þetta verður glæsilegt mannvirki með um sextíu metra háum turni. Núverandi Ölfusárbrú er orðinn gömul og lúin og annar vart allri þeirri umferð sem fer yfir brúnna, eða um 15 þúsund bílar á dag. Tæring er komin í burðarvirki og ryðblettir hér og þar enda er Vegagerðin með brúnna í stöðugri vöktun þar sem breytingar á burðarvirkinu eru metnar. Það verða því margir sem fagna nýrri brú en gamla brúin verður áfram á sínum stað. Hér má sjá hvernig nýr vegur liggur að nýju brúnni fram hjá Selfossi „Við ætlum okkur að byggja um 300 metra stagbrú, kapalbrú, norðan Selfoss. Hún er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og ein af lengri brúm landsins,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hönnunardeildar hjá Vegagerðinni. Hann segir stagbrú henta vel fyrir þessar aðstæður, eins og stór flóð og jarðskjálfta. Hann segir framkvæmdatímann vera tvö til þrjú ár. Brúin mun kosta íslenska ríkið um fimm milljarða króna. „Á tólf ára samgönguáætlun, þá er gert ráð fyrir þessu á svokölluðu þriðja tímabili, 2023 til 2026. Ef eitthvað breytist í fjárveitingum eða öðru slíku þá gæti þetta færst framar,“ segir Guðmundur. Hann segir að gert sé ráð fyrir göngu og hjólaleið yfir brúna. Ný Ölfusárbrú Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Ný brú yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. Nýja brúin mun kosta um fimm milljarða króna og gæti orðið tilbúin eftir níu ár. Nýja Ölfusárbrúin mun fara yfir efri Laugardalaeyju út í Ölfusá. Þetta verður glæsilegt mannvirki með um sextíu metra háum turni. Núverandi Ölfusárbrú er orðinn gömul og lúin og annar vart allri þeirri umferð sem fer yfir brúnna, eða um 15 þúsund bílar á dag. Tæring er komin í burðarvirki og ryðblettir hér og þar enda er Vegagerðin með brúnna í stöðugri vöktun þar sem breytingar á burðarvirkinu eru metnar. Það verða því margir sem fagna nýrri brú en gamla brúin verður áfram á sínum stað. Hér má sjá hvernig nýr vegur liggur að nýju brúnni fram hjá Selfossi „Við ætlum okkur að byggja um 300 metra stagbrú, kapalbrú, norðan Selfoss. Hún er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og ein af lengri brúm landsins,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hönnunardeildar hjá Vegagerðinni. Hann segir stagbrú henta vel fyrir þessar aðstæður, eins og stór flóð og jarðskjálfta. Hann segir framkvæmdatímann vera tvö til þrjú ár. Brúin mun kosta íslenska ríkið um fimm milljarða króna. „Á tólf ára samgönguáætlun, þá er gert ráð fyrir þessu á svokölluðu þriðja tímabili, 2023 til 2026. Ef eitthvað breytist í fjárveitingum eða öðru slíku þá gæti þetta færst framar,“ segir Guðmundur. Hann segir að gert sé ráð fyrir göngu og hjólaleið yfir brúna.
Ný Ölfusárbrú Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira