Vogunarsjóður metinn hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2017 22:10 Í tilkynningu Fjármáleftirlitsins segir að við matið hafi sérstaklega verið horft til þess að Arion banki teljist kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki. Vísir/Stefán Fjármálaeftirlitið hefur tilkynnt vogunarsjóðnum Taconic Capital Advisors LP og tengdum aðilum að þeir teljist hæfir til fara með virkan eignarhlut í Arion banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu sem birt var á heimasíðu þess í kvöld. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, greindi frá því í síðustu viku að þessi niðurstaða væri væntanleg. Þýðir þetta að sjóðnum sé heimilt að eiga beint og óbeint samanlagt meira en tíu prósenta hlut í Arion banka. Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort sá sem hyggst eignast virkan eignarhlut sé hæfur til að fara með eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs fjármálafyrirtækis. Í tilkynningu Fjármáleftirlitsins segir að við matið hafi sérstaklega verið horft til þess að Arion banki teljist kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki samkvæmt skilgreiningu fjármálastöðugleikaráðs. Með hliðsjón af því kannaði Fjármálaeftirlitið sérstaklega getu Taconic Capital Advisors LP og tengdra aðila til að styðja fjárhagslega við bankann við sérstakar aðstæður. Meðal þess sem Fjármálaeftirlitið kannaði var hæfi Frank Brosens, en hann stýrir félaginu sem heldur utan um hlut Taconic Capital í Arion banka, til þess að fara með virkan eignarhlut í bankanum með óbeinni hlutdeild. Í viðtali við Markaðinn í mars síðastliðnum sagði Brosens að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka væru ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting. Salan á Arion banka Tengdar fréttir Taconic seldi allt í Icelandair í janúar fyrir hálfan milljarð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. 16. ágúst 2017 08:30 Skráning Arion banka frestast fram á næsta ár vegna pólitískrar óvissu Útboð og skráning á Arion banka verður í fyrsta lagi í byrjun næsta árs. Ekkert samkomulag um endurskoðun á forkaupsrétti ríkisins. Þingmaður Framsóknarflokksins segir starfsstjórn ekki geta tekið neina slíka ákvörðun. 20. september 2017 06:30 Vogunarsjóðir að gerast virkir eigendur að Arion banka Vogunarsjóðunum Taconic og Attestor verður heimilað að eiga beint og óbeint meira en tíu prósent í Arion banka. FME mun brátt ljúka hæfismati sínu. Kaupþing og stjórnvöld vinna að því að endurskoða ákvæði um forkaupsrétt. 13. september 2017 06:30 Taconic á 150 milljarða undir á Íslandi og vill gerast virkur eigandi að Arion Fjárfesting bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem leiddi þann hóp erlendra fjárfesta sem keypti í síðasta mánuði tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka, í kröfum á íslensk félög, ríkisskuldabréfum og hlutafé fyrirtækja, nemur í dag yfir 150 milljörðum króna 12. apríl 2017 07:00 Einn stærsti eigandi Arion setur söluferlið í uppnám Salan á Arion-banka er í uppnámi þar sem þar sem vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capital, sem keypti 6,6% hlut í bankanum fyrr á þessu ári af Kaupþingi, hefur ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. 27. maí 2017 08:57 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur tilkynnt vogunarsjóðnum Taconic Capital Advisors LP og tengdum aðilum að þeir teljist hæfir til fara með virkan eignarhlut í Arion banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu sem birt var á heimasíðu þess í kvöld. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, greindi frá því í síðustu viku að þessi niðurstaða væri væntanleg. Þýðir þetta að sjóðnum sé heimilt að eiga beint og óbeint samanlagt meira en tíu prósenta hlut í Arion banka. Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort sá sem hyggst eignast virkan eignarhlut sé hæfur til að fara með eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs fjármálafyrirtækis. Í tilkynningu Fjármáleftirlitsins segir að við matið hafi sérstaklega verið horft til þess að Arion banki teljist kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki samkvæmt skilgreiningu fjármálastöðugleikaráðs. Með hliðsjón af því kannaði Fjármálaeftirlitið sérstaklega getu Taconic Capital Advisors LP og tengdra aðila til að styðja fjárhagslega við bankann við sérstakar aðstæður. Meðal þess sem Fjármálaeftirlitið kannaði var hæfi Frank Brosens, en hann stýrir félaginu sem heldur utan um hlut Taconic Capital í Arion banka, til þess að fara með virkan eignarhlut í bankanum með óbeinni hlutdeild. Í viðtali við Markaðinn í mars síðastliðnum sagði Brosens að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka væru ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting.
Salan á Arion banka Tengdar fréttir Taconic seldi allt í Icelandair í janúar fyrir hálfan milljarð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. 16. ágúst 2017 08:30 Skráning Arion banka frestast fram á næsta ár vegna pólitískrar óvissu Útboð og skráning á Arion banka verður í fyrsta lagi í byrjun næsta árs. Ekkert samkomulag um endurskoðun á forkaupsrétti ríkisins. Þingmaður Framsóknarflokksins segir starfsstjórn ekki geta tekið neina slíka ákvörðun. 20. september 2017 06:30 Vogunarsjóðir að gerast virkir eigendur að Arion banka Vogunarsjóðunum Taconic og Attestor verður heimilað að eiga beint og óbeint meira en tíu prósent í Arion banka. FME mun brátt ljúka hæfismati sínu. Kaupþing og stjórnvöld vinna að því að endurskoða ákvæði um forkaupsrétt. 13. september 2017 06:30 Taconic á 150 milljarða undir á Íslandi og vill gerast virkur eigandi að Arion Fjárfesting bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem leiddi þann hóp erlendra fjárfesta sem keypti í síðasta mánuði tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka, í kröfum á íslensk félög, ríkisskuldabréfum og hlutafé fyrirtækja, nemur í dag yfir 150 milljörðum króna 12. apríl 2017 07:00 Einn stærsti eigandi Arion setur söluferlið í uppnám Salan á Arion-banka er í uppnámi þar sem þar sem vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capital, sem keypti 6,6% hlut í bankanum fyrr á þessu ári af Kaupþingi, hefur ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. 27. maí 2017 08:57 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Taconic seldi allt í Icelandair í janúar fyrir hálfan milljarð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. 16. ágúst 2017 08:30
Skráning Arion banka frestast fram á næsta ár vegna pólitískrar óvissu Útboð og skráning á Arion banka verður í fyrsta lagi í byrjun næsta árs. Ekkert samkomulag um endurskoðun á forkaupsrétti ríkisins. Þingmaður Framsóknarflokksins segir starfsstjórn ekki geta tekið neina slíka ákvörðun. 20. september 2017 06:30
Vogunarsjóðir að gerast virkir eigendur að Arion banka Vogunarsjóðunum Taconic og Attestor verður heimilað að eiga beint og óbeint meira en tíu prósent í Arion banka. FME mun brátt ljúka hæfismati sínu. Kaupþing og stjórnvöld vinna að því að endurskoða ákvæði um forkaupsrétt. 13. september 2017 06:30
Taconic á 150 milljarða undir á Íslandi og vill gerast virkur eigandi að Arion Fjárfesting bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem leiddi þann hóp erlendra fjárfesta sem keypti í síðasta mánuði tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka, í kröfum á íslensk félög, ríkisskuldabréfum og hlutafé fyrirtækja, nemur í dag yfir 150 milljörðum króna 12. apríl 2017 07:00
Einn stærsti eigandi Arion setur söluferlið í uppnám Salan á Arion-banka er í uppnámi þar sem þar sem vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capital, sem keypti 6,6% hlut í bankanum fyrr á þessu ári af Kaupþingi, hefur ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. 27. maí 2017 08:57