Íþróttavika Evrópu verður líka á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2017 16:30 Ungir stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Vísir/Getty Íþróttavika Evrópu (European Week of Sports) hefst á morgun laugardaginn 23. september og stendur hún til 30. september en hún er haldin hátíðleg víðsvegar um álfuna. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið til verkefna sem munu tengjast vikunni. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive með það að markmiði að fá sem flesta til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Þetta verður í annað sinn sem Íþróttavikan er haldin hér á landi en það var fyrst gert árið 2015. Íþróttavikan verður formlega ræst með Hjartadagshlaupinu á morgun laugardag kl. 10:00 en hlaupið er frá Kópavogsvelli. Ekkert þátttökugjald er í hlaupið og í boði er að hlaupa 5 km og 10 km. Keppt er í þremur aldursflokkum í karla- og kvennaflokki. Hlaupið er haldið í tilefni af hinum alþjóðlega hjartadegi sem haldinn er á heimsvísu þann 29. september ár hvert. Í kjölfarið af Hjartadagshlaupinu fylgja fleiri áhugaverðir íþróttaviðburðir fyrir almenning í vikunni og hægt er að kynna sér þá á vefsíðu íþróttavikunnar á beactive.is og facebook-síðunni BeActive Iceland. „Íþrótta- og Ólympíusamband Ísland hvetur landsmenn til að nota tækifærið í íþróttavikunni og finna sér hreyfingu við sitt hæfi: Verum virk saman. #BeActive,“ segir í fréttatilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Aðrar íþróttir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira
Íþróttavika Evrópu (European Week of Sports) hefst á morgun laugardaginn 23. september og stendur hún til 30. september en hún er haldin hátíðleg víðsvegar um álfuna. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið til verkefna sem munu tengjast vikunni. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive með það að markmiði að fá sem flesta til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Þetta verður í annað sinn sem Íþróttavikan er haldin hér á landi en það var fyrst gert árið 2015. Íþróttavikan verður formlega ræst með Hjartadagshlaupinu á morgun laugardag kl. 10:00 en hlaupið er frá Kópavogsvelli. Ekkert þátttökugjald er í hlaupið og í boði er að hlaupa 5 km og 10 km. Keppt er í þremur aldursflokkum í karla- og kvennaflokki. Hlaupið er haldið í tilefni af hinum alþjóðlega hjartadegi sem haldinn er á heimsvísu þann 29. september ár hvert. Í kjölfarið af Hjartadagshlaupinu fylgja fleiri áhugaverðir íþróttaviðburðir fyrir almenning í vikunni og hægt er að kynna sér þá á vefsíðu íþróttavikunnar á beactive.is og facebook-síðunni BeActive Iceland. „Íþrótta- og Ólympíusamband Ísland hvetur landsmenn til að nota tækifærið í íþróttavikunni og finna sér hreyfingu við sitt hæfi: Verum virk saman. #BeActive,“ segir í fréttatilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.
Aðrar íþróttir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira