Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2017 19:30 Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur að nefndin verði að afgreiða málið með einhverjum hætti fyrir kosningar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hélt áfram umræðum sínum um uppreist æru málin á fundi sínum í dag og fékk til sín Tryggva Gunnarsson umboðsmann Alþingis. Svandís Svavarsdóttir varaformaður nefndarinnar segir að nefndin verði að skila af sér einhvers konar áliti fyrir kosningar. „Það er alveg ljóst að við ráðum ekki að fara yfir alla þá lagabálka sem óflekkað mannorð kemur fyrir. Ekki á þessum tíma sem er til stefnu. En við verðum að búa um það þannig að það sé algerlega á hreinu að það sem út af stendur verði tekið til skoðunar og afgreiðslu strax að afloknum kosningum. Það er ekki annað hægt. En eitthvaf af þessu þessu verðum við að afgreiða fyrir kosningar. Það er alveg á hreinu,“ segir Svandís.Rétt að bíða eftir niðurstöðu vinnu stjórnvalda Tryggvi Gunnarsson átti um tveggja stunda fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en áður hafði nefndin fundað með dómsmálaráðherra á þriðjudag. Umboðsmaður getur hafið svo kallaða frumkvæðisrannsókn á málum telji hann ástæðu til vegna gruns um brot í stjórnsýslunni. „Ég kom hérna til fundar við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að beiðni nefndarinnar til þess að gera grein fyrir því hver væri afstaða mín til að taka þetta mál til athugunar af eigin frumkvæði. Ég gerði grein fyrir því að eftir athugun sem ég hef gert á því, miðað við það sem fyrir liggur, hafi ég ekki talið tilefni til þess,“ sagði umboðsmaður að loknum fundi. Tryggvi segist þó hafa skoðað þessi mál og hann hafi farið yfir þær reglur sem gildi um trúnað í þessum efnum með nefndinni. Stjórnvöld hafi hins vegar brugðist við þessum málum. „Hér erum við annars vegar að glíma við að það hefur verið ákveðin framkvæmd á efnislegum âkvæðum þessara reglna og líka að því er virðist varðandi meðferð málsins. Ég greini ekki annað en að það sé fullur vilji, ekki bara hjá ráðherra heldur líka þingi og þjóð, til að þetta verði endurskoðað. Og þá hefur það alltaf verið mín afstaða, að á meðan framkvæmdavaldið vill endurskoða hlutina, færa þá til betri vegar; er rétt að bíða hvað kemur út úr þeirri vinnu. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir kann að vera tilefni til að taka mál fyrir að nýju. En framkvæmdavaldið er einfaldlega þannig að þar eru sérfræðingarnir til að vinna úr þessu. Taka við ábendingum bæði frá þingis og þjóðar og að mínum dómi er rétt að bíða,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Uppreist æru Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur að nefndin verði að afgreiða málið með einhverjum hætti fyrir kosningar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hélt áfram umræðum sínum um uppreist æru málin á fundi sínum í dag og fékk til sín Tryggva Gunnarsson umboðsmann Alþingis. Svandís Svavarsdóttir varaformaður nefndarinnar segir að nefndin verði að skila af sér einhvers konar áliti fyrir kosningar. „Það er alveg ljóst að við ráðum ekki að fara yfir alla þá lagabálka sem óflekkað mannorð kemur fyrir. Ekki á þessum tíma sem er til stefnu. En við verðum að búa um það þannig að það sé algerlega á hreinu að það sem út af stendur verði tekið til skoðunar og afgreiðslu strax að afloknum kosningum. Það er ekki annað hægt. En eitthvaf af þessu þessu verðum við að afgreiða fyrir kosningar. Það er alveg á hreinu,“ segir Svandís.Rétt að bíða eftir niðurstöðu vinnu stjórnvalda Tryggvi Gunnarsson átti um tveggja stunda fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en áður hafði nefndin fundað með dómsmálaráðherra á þriðjudag. Umboðsmaður getur hafið svo kallaða frumkvæðisrannsókn á málum telji hann ástæðu til vegna gruns um brot í stjórnsýslunni. „Ég kom hérna til fundar við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að beiðni nefndarinnar til þess að gera grein fyrir því hver væri afstaða mín til að taka þetta mál til athugunar af eigin frumkvæði. Ég gerði grein fyrir því að eftir athugun sem ég hef gert á því, miðað við það sem fyrir liggur, hafi ég ekki talið tilefni til þess,“ sagði umboðsmaður að loknum fundi. Tryggvi segist þó hafa skoðað þessi mál og hann hafi farið yfir þær reglur sem gildi um trúnað í þessum efnum með nefndinni. Stjórnvöld hafi hins vegar brugðist við þessum málum. „Hér erum við annars vegar að glíma við að það hefur verið ákveðin framkvæmd á efnislegum âkvæðum þessara reglna og líka að því er virðist varðandi meðferð málsins. Ég greini ekki annað en að það sé fullur vilji, ekki bara hjá ráðherra heldur líka þingi og þjóð, til að þetta verði endurskoðað. Og þá hefur það alltaf verið mín afstaða, að á meðan framkvæmdavaldið vill endurskoða hlutina, færa þá til betri vegar; er rétt að bíða hvað kemur út úr þeirri vinnu. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir kann að vera tilefni til að taka mál fyrir að nýju. En framkvæmdavaldið er einfaldlega þannig að þar eru sérfræðingarnir til að vinna úr þessu. Taka við ábendingum bæði frá þingis og þjóðar og að mínum dómi er rétt að bíða,“ segir Tryggvi Gunnarsson.
Uppreist æru Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira