Manntjón og eyðilegging í Mexíkó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. september 2017 06:00 Björgunarfólk kallar eftir þögn með því að lyfta höndum. Það eykur líkurnar á að heyra í þeim gröfnu. vísir/afp Að minnsta kosti þrjátíu börn fórust og þrjátíu til viðbótar var saknað eftir að skóli þeirra hrundi í jarðskjálftanum sem skók Mexíkó á þriðjudag. Frá þessu greindi Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, í gær. Skjálftinn, sem mældist 7,1 stig, olli gífurlegu tjóni í Mexíkóborg og nærliggjandi ríkjum og er talið að alls hafi að minnsta kosti 216 farist í hamförunum. Upptök skjálftans voru nærri Atencingo í Puebla-ríki, nærri 120 kílómetra frá Mexíkóborg. Flestir létust hins vegar í Mexíkóborg, 86 talsins. Þá fórst 71 í Morelos-ríki og 43 í Puebla-ríki. Alfredo del Mazo Maza, ríkisstjóri Mexíkó, lokaði öllum skólum Mexíkó-ríkis í dag og ákvað sömuleiðis að allar almenningssamgöngur yrðu ókeypis. Menntamálaráðuneyti Mexíkó greindi frá því í gær að 209 skólabyggingar hefðu skemmst vegna skjálftans, þar af 15 illa. Björgunarfólk hefur nýtt hverja stund til þess að leita að fólki sem festist undir braki úr byggingum en fjölmörg hús hrundu í skjálftanum, þar af 39 í Mexíkóborg. Hefur björgunarfólkið notið aðstoðar hermanna, lögreglu, slökkviliðs og sjálfboðaliða. Í samtali við Televisa sagði Miguel Angel Mancera borgarstjóri í gær að á meðal bygginganna væru sex hæða íbúðablokk, matvöruverslun og verksmiðja. Þá greindi sjónvarpsstöðin jafnframt frá því að 26 hefði verið bjargað úr rústum byggingar sem áður stóð við Álvaro Obregón-stræti en þrettán væru enn fastir í rústunum. Innviðir Mexíkóborgar eru afar laskaðir eftir hamfarirnar og greindi BBC frá því í gær að um tvær milljónir væru án rafmagns og símasambands. Borgarbúar voru jafnframt varaðir við því að reykja úti á götu þar sem gasleiðslur gætu hafa skemmst. Stutt er síðan 8,2 stiga skjálfti reið yfir Mexíkó en að sögn jarðfræðings hjá BBC virðast skjálftarnir ótengdir. Um 650 kílómetrar eru á milli upptaka skjálftanna en venjulega eru eftirskjálftar með upptök innan við 100 kílómetra frá upptökum upprunalega skjálftans. Þá voru á þriðjudag 32 ár liðin frá því að stór skjálfti reið yfir Mexíkóborg og varð um tíu þúsund manns að bana. 400 byggingar hrundu í þeim skjálfta. Skjálfti þriðjudagsins reið yfir þegar jarðskjálftaæfing var haldin í tilefni af afmæli gamla skjálftans og samkvæmt mexíkóskum fjölmiðlum mistúlkuðu allnokkrir skjálftaviðvaranir sem hluta æfingarinnar. Nítján jarðskjálftar, sterkari en 6,5 stig, hafa riðið yfir svæðið í 250 kílómetra radíus frá upptökum skjálfta þriðjudagsins undanfarna öld. Er það vegna þess að í Mexíkó er einna mest skjálftavirkni í heiminum enda er ríkið á flekaskilum þriggja af stærstu jarðskorpuflekum plánetunnar, Norður-Ameríkuflekans, Kókosflekans og Kyrrahafsflekans. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingur búsettur í Mexíkó segir ástandið mjög slæmt Mexíkósk yfirvöld hafa staðfest að 32 börn og 5 kennarar fórust þegar grunnskóli í Mexíkóborg hrundi í jarðskjálftanum 20. september 2017 19:30 Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Að minnsta kosti þrjátíu börn fórust og þrjátíu til viðbótar var saknað eftir að skóli þeirra hrundi í jarðskjálftanum sem skók Mexíkó á þriðjudag. Frá þessu greindi Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, í gær. Skjálftinn, sem mældist 7,1 stig, olli gífurlegu tjóni í Mexíkóborg og nærliggjandi ríkjum og er talið að alls hafi að minnsta kosti 216 farist í hamförunum. Upptök skjálftans voru nærri Atencingo í Puebla-ríki, nærri 120 kílómetra frá Mexíkóborg. Flestir létust hins vegar í Mexíkóborg, 86 talsins. Þá fórst 71 í Morelos-ríki og 43 í Puebla-ríki. Alfredo del Mazo Maza, ríkisstjóri Mexíkó, lokaði öllum skólum Mexíkó-ríkis í dag og ákvað sömuleiðis að allar almenningssamgöngur yrðu ókeypis. Menntamálaráðuneyti Mexíkó greindi frá því í gær að 209 skólabyggingar hefðu skemmst vegna skjálftans, þar af 15 illa. Björgunarfólk hefur nýtt hverja stund til þess að leita að fólki sem festist undir braki úr byggingum en fjölmörg hús hrundu í skjálftanum, þar af 39 í Mexíkóborg. Hefur björgunarfólkið notið aðstoðar hermanna, lögreglu, slökkviliðs og sjálfboðaliða. Í samtali við Televisa sagði Miguel Angel Mancera borgarstjóri í gær að á meðal bygginganna væru sex hæða íbúðablokk, matvöruverslun og verksmiðja. Þá greindi sjónvarpsstöðin jafnframt frá því að 26 hefði verið bjargað úr rústum byggingar sem áður stóð við Álvaro Obregón-stræti en þrettán væru enn fastir í rústunum. Innviðir Mexíkóborgar eru afar laskaðir eftir hamfarirnar og greindi BBC frá því í gær að um tvær milljónir væru án rafmagns og símasambands. Borgarbúar voru jafnframt varaðir við því að reykja úti á götu þar sem gasleiðslur gætu hafa skemmst. Stutt er síðan 8,2 stiga skjálfti reið yfir Mexíkó en að sögn jarðfræðings hjá BBC virðast skjálftarnir ótengdir. Um 650 kílómetrar eru á milli upptaka skjálftanna en venjulega eru eftirskjálftar með upptök innan við 100 kílómetra frá upptökum upprunalega skjálftans. Þá voru á þriðjudag 32 ár liðin frá því að stór skjálfti reið yfir Mexíkóborg og varð um tíu þúsund manns að bana. 400 byggingar hrundu í þeim skjálfta. Skjálfti þriðjudagsins reið yfir þegar jarðskjálftaæfing var haldin í tilefni af afmæli gamla skjálftans og samkvæmt mexíkóskum fjölmiðlum mistúlkuðu allnokkrir skjálftaviðvaranir sem hluta æfingarinnar. Nítján jarðskjálftar, sterkari en 6,5 stig, hafa riðið yfir svæðið í 250 kílómetra radíus frá upptökum skjálfta þriðjudagsins undanfarna öld. Er það vegna þess að í Mexíkó er einna mest skjálftavirkni í heiminum enda er ríkið á flekaskilum þriggja af stærstu jarðskorpuflekum plánetunnar, Norður-Ameríkuflekans, Kókosflekans og Kyrrahafsflekans.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingur búsettur í Mexíkó segir ástandið mjög slæmt Mexíkósk yfirvöld hafa staðfest að 32 börn og 5 kennarar fórust þegar grunnskóli í Mexíkóborg hrundi í jarðskjálftanum 20. september 2017 19:30 Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Íslendingur búsettur í Mexíkó segir ástandið mjög slæmt Mexíkósk yfirvöld hafa staðfest að 32 börn og 5 kennarar fórust þegar grunnskóli í Mexíkóborg hrundi í jarðskjálftanum 20. september 2017 19:30
Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28