Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur valið æfingahóp sem er eingöngu með leikmönnum sem spila á Íslandi.
Þessi hópur mun æfa saman frá 29. september til 1. október. Liðið mun bæði æfa og fara í líkamlegar mælingar sem eru á vegum HR.
Drengirnir í Olís-deildinni fá hér kjörið tækifæri til þess að sýna sig og sanna fyrir landsliðsþjálfaranum á æfingum.
Hópurinn:
Aron Dagur Pálsson, Stjarnan
Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV
Atli Ævar Ingólfsson, Selfoss
Ágúst Birgisson, FH
Ágúst Elí Björgvinsson, FH
Birkir Benediktsson, Afturelding
Elliði Snær Viðarsson, ÍBV
Daníel Þór Ingason, Haukar
Elvar Ásgeirsson, Afturelding
Elvar Örn Jónsson, Selfoss
Grétar Ari Guðjónsson, ÍR
Hákon Daði Styrmisson, Haukar
Ísak Rafnsson, FH
Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir
Magnús Óli Magnússon, Valur
Óðinn Þór Ríkharðsson, FH
Róbert Aron Hostert, ÍBV
Teitur Örn Einarsson, Selfoss
Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV
Vignir Stefánsson, Valur
Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram
Ýmir Örn Gíslason, Valur

