Cyborg hefur engan áhuga á Rondu lengur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. september 2017 23:00 Cyborg fagnar eftir sinn síðasta bardaga. vísir/getty Eftir að hafa barist fyrir því í mörg ár að fá að berjast við Rondu Rousey hefur Cris Cyborg misst allan áhuga á að mæta Rondu. Fall Rondu hefur verið mikið. Tvö neyðarleg töp í röð og Ronda hefur í rauninni hlaupið í felur í kjölfarið og ekkert rætt um bardagana eða framtíðina hjá UFC. Flestir telja þó að hún muni aldrei snúa aftur í búrið. Það kom því mörgum á óvart er hinn umdeildi þjálfari Rondu, Edmond Tarverdyan, fór að tala um það í gær að bardagi hjá Rondu við Cyborg myndi henta henni vel. „Það er bardaginn sem ég vill. Ég hef alltaf vitað að Rondu getur unnið Cyborg. Hún er of hæg fyrir Rondu,“ sagði Tarverdyan sem hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir að vera lélegur þjálfari og því eiga sök á falli Rondu. Cyborg, sem er núverandi bantamvigtarmeistari UFC, er að hugsa um að berjast við Holly Holm næst og telur að Ronda hafi ekkert að gera í búrinu með henni í dag. „Ef Ronda ætlar að koma aftur væri gáfulegra hjá henni að berjast við Miesha Tate. Ég er á öðrum stað á ferlinum og vildi berjast við Rondu þegar hún var andlega heil og með sjálfstraustið í lagi,“ sagði Cyborg og stakk svo upp á að þær gætu mæst hjá WWE í gerviglímubardaga. „Það gæti hentað hennar Hollywood-ferli vel. Það væri líka vel við hæfi að þjálfarinn hennar yrði í horninu því hann er ekkert annað en einn stór brandari.“ MMA Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Eftir að hafa barist fyrir því í mörg ár að fá að berjast við Rondu Rousey hefur Cris Cyborg misst allan áhuga á að mæta Rondu. Fall Rondu hefur verið mikið. Tvö neyðarleg töp í röð og Ronda hefur í rauninni hlaupið í felur í kjölfarið og ekkert rætt um bardagana eða framtíðina hjá UFC. Flestir telja þó að hún muni aldrei snúa aftur í búrið. Það kom því mörgum á óvart er hinn umdeildi þjálfari Rondu, Edmond Tarverdyan, fór að tala um það í gær að bardagi hjá Rondu við Cyborg myndi henta henni vel. „Það er bardaginn sem ég vill. Ég hef alltaf vitað að Rondu getur unnið Cyborg. Hún er of hæg fyrir Rondu,“ sagði Tarverdyan sem hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir að vera lélegur þjálfari og því eiga sök á falli Rondu. Cyborg, sem er núverandi bantamvigtarmeistari UFC, er að hugsa um að berjast við Holly Holm næst og telur að Ronda hafi ekkert að gera í búrinu með henni í dag. „Ef Ronda ætlar að koma aftur væri gáfulegra hjá henni að berjast við Miesha Tate. Ég er á öðrum stað á ferlinum og vildi berjast við Rondu þegar hún var andlega heil og með sjálfstraustið í lagi,“ sagði Cyborg og stakk svo upp á að þær gætu mæst hjá WWE í gerviglímubardaga. „Það gæti hentað hennar Hollywood-ferli vel. Það væri líka vel við hæfi að þjálfarinn hennar yrði í horninu því hann er ekkert annað en einn stór brandari.“
MMA Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira