Meira tjón fram undan vegna Mariu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. september 2017 06:00 Maria olli miklu tjóni á eyjunni Guadeloupe. Fellibylurinn, sem fór af þriðja stigi og upp á það fimmta á örfáum klukkustundum, hreyfist nú í vesturátt og er búist við því að hann gangi yfir fleiri eyjar og leiki þær grátt. vísir/afp Fellibylurinn Maria komst á fimmta stig áður en hún gekk yfir Dóminíku og Guadeloupe í Karíbahafi í gær og olli miklu tjóni. Búist er við því að Maria gangi yfir Bandarísku og Bresku Jómfrúaeyjar í dag. Þá átti stormurinn að ganga yfir Púertó Ríkó og Montserrat í nótt, það hafði hann ekki gert þegar Fréttablaðið fór í prentun. „Allt sem peningar geta keypt hefur tapast. Minn helsti ótti nú í morgunsárið er sá að við fáum fréttir af alvarlegum meiðslum, mögulega manntjóni, vegna aurskriðna sem rigningar fellibylsins komu líklega af stað,“ sagði Roosevelt Skerrit, forsætisráðherra Dóminíku, í tilkynningu sem hann birti á Facebook í gær. Skerrit sagði jafnframt að þakið á bústað forsætisráðherra hefði rifnað af líkt og á húsum margra annarra. Þá ítrekaði Dóminíkumaðurinn að ríkið þyrfti alla þá hjálp sem það gæti fengið. Of snemmt væri þó að segja til um ástand flugvalla og hafna. „Þess vegna vil ég gjarnan biðja vinaþjóðir og samtök um að senda okkur hjálp með þyrlum.“ Á Guadeloupe olli Maria meðal annars svo miklum flóðum að vegir og heilu húsin voru á kafi í gær þegar stormurinn gekk yfir. Snemma á mánudag var Maria fyrsta stigs fellibylur en í fyrrinótt var hún komin á fimmta stig. Fór hún til að mynda af þriðja stigi og upp á það fimmta á örfáum klukkustundum. Olli Maria því meira tjóni á Dóminíku en búist var við. Eftir að Maria náði landi á eyjunni veiktist hún og fór niður á fjórða stig en styrktist skjótt aftur og fór upp á fimmta stig á ný. Meðalvindhraði Mariu í gær var rúmlega 70 metrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalvindhraði Irmu um 83 metrar á sekúndu þegar hún olli miklum skaða á meðal annars Barbúda og Sankti Martin. Steve Cleaton, veðurfræðingur hjá BBC, sagði í gær að helsta ástæðan fyrir því hversu mikið og fljótt stormurinn styrktist væri óvenjuhlýr sjór. Yfirborðshiti sjávar í Karíbahafi væri nú einni til tveimur gráðum hærri en vanalegt er miðað við árstíma. Spár Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna (NHC) gera ráð fyrir því að slóð Mariu verði svipuð slóð fellibylsins Irmu sem hrelldi íbúa við Karíbahaf á dögunum. Þó gera spár ekki ráð fyrir því að Maria gangi sem fellibylur á meginland Bandaríkjanna en það gæti breyst. Irma olli gífurlegu tjóni á allnokkrum eyjum í Karíbahafi. BBC greindi frá því í gær að nokkrar þeirra eyja sem Maria stefnir á hafi ekki farið illa út úr Irmu og hafi því verið notaðar sem eins konar birgðastöðvar fyrir hjálparstarf. Til að mynda hafi Púertó Ríkó veitt nágrannaríkjum sínum dýrmæta aðstoð. Nú sé það starf í mikilli hættu vegna yfirvofandi hamfara. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Fellibylurinn Maria komst á fimmta stig áður en hún gekk yfir Dóminíku og Guadeloupe í Karíbahafi í gær og olli miklu tjóni. Búist er við því að Maria gangi yfir Bandarísku og Bresku Jómfrúaeyjar í dag. Þá átti stormurinn að ganga yfir Púertó Ríkó og Montserrat í nótt, það hafði hann ekki gert þegar Fréttablaðið fór í prentun. „Allt sem peningar geta keypt hefur tapast. Minn helsti ótti nú í morgunsárið er sá að við fáum fréttir af alvarlegum meiðslum, mögulega manntjóni, vegna aurskriðna sem rigningar fellibylsins komu líklega af stað,“ sagði Roosevelt Skerrit, forsætisráðherra Dóminíku, í tilkynningu sem hann birti á Facebook í gær. Skerrit sagði jafnframt að þakið á bústað forsætisráðherra hefði rifnað af líkt og á húsum margra annarra. Þá ítrekaði Dóminíkumaðurinn að ríkið þyrfti alla þá hjálp sem það gæti fengið. Of snemmt væri þó að segja til um ástand flugvalla og hafna. „Þess vegna vil ég gjarnan biðja vinaþjóðir og samtök um að senda okkur hjálp með þyrlum.“ Á Guadeloupe olli Maria meðal annars svo miklum flóðum að vegir og heilu húsin voru á kafi í gær þegar stormurinn gekk yfir. Snemma á mánudag var Maria fyrsta stigs fellibylur en í fyrrinótt var hún komin á fimmta stig. Fór hún til að mynda af þriðja stigi og upp á það fimmta á örfáum klukkustundum. Olli Maria því meira tjóni á Dóminíku en búist var við. Eftir að Maria náði landi á eyjunni veiktist hún og fór niður á fjórða stig en styrktist skjótt aftur og fór upp á fimmta stig á ný. Meðalvindhraði Mariu í gær var rúmlega 70 metrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalvindhraði Irmu um 83 metrar á sekúndu þegar hún olli miklum skaða á meðal annars Barbúda og Sankti Martin. Steve Cleaton, veðurfræðingur hjá BBC, sagði í gær að helsta ástæðan fyrir því hversu mikið og fljótt stormurinn styrktist væri óvenjuhlýr sjór. Yfirborðshiti sjávar í Karíbahafi væri nú einni til tveimur gráðum hærri en vanalegt er miðað við árstíma. Spár Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna (NHC) gera ráð fyrir því að slóð Mariu verði svipuð slóð fellibylsins Irmu sem hrelldi íbúa við Karíbahaf á dögunum. Þó gera spár ekki ráð fyrir því að Maria gangi sem fellibylur á meginland Bandaríkjanna en það gæti breyst. Irma olli gífurlegu tjóni á allnokkrum eyjum í Karíbahafi. BBC greindi frá því í gær að nokkrar þeirra eyja sem Maria stefnir á hafi ekki farið illa út úr Irmu og hafi því verið notaðar sem eins konar birgðastöðvar fyrir hjálparstarf. Til að mynda hafi Púertó Ríkó veitt nágrannaríkjum sínum dýrmæta aðstoð. Nú sé það starf í mikilli hættu vegna yfirvofandi hamfara.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira