Samkennd á netinu Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 20. september 2017 07:00 Ég hef lengi fylgst með því hvernig fólk hefur fengið tækifæri í auknum mæli til þess að sýna samkennd á netinu. Það er æ algengara að fólk tilkynni andlát, tjái sig um missi eða minnist látinna ástvina í gegnum samfélagsmiðla. Það hefur einnig gerst á síðustu árum að margir sem greinast með alvarlega sjúkdóma og eru að fara í gegnum langvarandi meðferðir tjái sig á þessu almannarými. Búnir eru til Fb-hópar vina, ástvina og jafnvel kunningja. Þar er fólk að tjá sig um andlega og líkamlega líðan sína frá degi til dags. Þorsteinn Gylfason heimspekingur var eitt sinn spurður að því hvað væri menning og hann svaraði: Menning er að vanda sig. Mér til gleði sé ég að það hefur skapast á þessum vettvangi falleg menning og það heyrir til undantekninga ef fólk vandar sig ekki. Sum senda hjarta, þau sem eiga kannski djúpa reynslu gefa hluttekningarorð af mikilli visku, eða fólk sem farið hefur í gegnum hliðstæða sjúkdóma segir frá því sem reynst hefur því vel. Þegar ég sé þessi samskipti hlýnar mér um hjartarætur og ég hugsa: Þetta eru hendur Guðs í heiminum. Nú þegar rannsóknir sýna að tölvu- og snjallsímanotkun eykur á þunglyndi og kvíða ungmenna þá er ljós í myrkrinu að það skuli vera hægt að nota netið til þess að sýna samkennd og fá tækifæri til þess að setja sig í spor annarra og finna til. Nú erum við að fara inn í kosningaferli og það sem ég kvíði fyrir er það að horfa upp á fullorðið fólk kasta skömminni á milli sín og niðurlægja hvert annað þannig að unga fólkið okkar hristi höfuðið og vilji ekki vera með. Nú ríður á að vera ekki upptekinn af því að vera hreinni en aðrir en muna að við erum samferða í öllum aðstæðum lífsins og við þurfum að vanda okkur. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun
Ég hef lengi fylgst með því hvernig fólk hefur fengið tækifæri í auknum mæli til þess að sýna samkennd á netinu. Það er æ algengara að fólk tilkynni andlát, tjái sig um missi eða minnist látinna ástvina í gegnum samfélagsmiðla. Það hefur einnig gerst á síðustu árum að margir sem greinast með alvarlega sjúkdóma og eru að fara í gegnum langvarandi meðferðir tjái sig á þessu almannarými. Búnir eru til Fb-hópar vina, ástvina og jafnvel kunningja. Þar er fólk að tjá sig um andlega og líkamlega líðan sína frá degi til dags. Þorsteinn Gylfason heimspekingur var eitt sinn spurður að því hvað væri menning og hann svaraði: Menning er að vanda sig. Mér til gleði sé ég að það hefur skapast á þessum vettvangi falleg menning og það heyrir til undantekninga ef fólk vandar sig ekki. Sum senda hjarta, þau sem eiga kannski djúpa reynslu gefa hluttekningarorð af mikilli visku, eða fólk sem farið hefur í gegnum hliðstæða sjúkdóma segir frá því sem reynst hefur því vel. Þegar ég sé þessi samskipti hlýnar mér um hjartarætur og ég hugsa: Þetta eru hendur Guðs í heiminum. Nú þegar rannsóknir sýna að tölvu- og snjallsímanotkun eykur á þunglyndi og kvíða ungmenna þá er ljós í myrkrinu að það skuli vera hægt að nota netið til þess að sýna samkennd og fá tækifæri til þess að setja sig í spor annarra og finna til. Nú erum við að fara inn í kosningaferli og það sem ég kvíði fyrir er það að horfa upp á fullorðið fólk kasta skömminni á milli sín og niðurlægja hvert annað þannig að unga fólkið okkar hristi höfuðið og vilji ekki vera með. Nú ríður á að vera ekki upptekinn af því að vera hreinni en aðrir en muna að við erum samferða í öllum aðstæðum lífsins og við þurfum að vanda okkur. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun