Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2025 07:16 Tilgangurinn með skrifum Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um Evrópusambandið og evruna undanfarnar vikur hefur öðrum þræði verið að reyna að koma höggi á Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann flokksins. Þekkt er þegar Kristrún sagði Dag aðeins vera aukaleikara í Samfylkingunni fyrir þingkosningarnar fyrir ári og yrði ekki ráðherra. Þá hvatti hún fólk til þess að strika nafn hans út frekar en að sleppa því að kjósa flokkinn. Dagur vonaðist að eigin sögn til að verða allavega þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þess í stað gekk formennskan til Guðmundar Ara Sigurjónssonar sem kom einnig nýr inn á þing eftir kosningarnar fyrir ári eins og Dagur og kom að sama skapi úr sveitarstjórnarmálunum eins og hann en hins vegar með miklu minni reynslu í þeim efnum. Dagur fékk ekki einu að verða varaformaður þingflokksins og heldur ekki formaður einnar af fastanefndum Alþingis. Spurð í Spursmálum á mbl.is fyrir þingkosningarnar út í frammistöðu Dags sem borgarstjóra Reykjavíkur, ekki sízt ábyrgð borgarstjórnarmeirihlutans undir hans stjórn á verðbólgunni þar sem ekki hefði verið byggt nógu mikið af íbúðarhúsnæði í borginni, svaraði Kristrún því einkum til að hún hefði ekki setið í borgarstjórn. Vildi hún aðspurð ekki taka undir það að Dagur hefði verið hennar maður í borginni. Með öðrum orðum afneitaði hún honum hreinlega. Deilur þeirra Dags og Kristrúnar voru viðfangsefni pistils sem ég ritaði á Stjórnmálin.is í janúar síðastliðnum. Þar sagði ég að það sem þá hefði komið fram í þeim efnum væri að öllum líkindum aðeins forsmekkurinn. Dagur væri vanur því að vera í aðalhlutverkinu og ólíklegt að hann tæki því þegjandi og hljóðalaust að vera ítrekað tuktaður til af formanni flokksins. Raunar er miklu nær að segja að Kristrún hafi ítrekað niðurlægt hann og hent honum út í horn. Til að mynda sagði Dagur þannig í lokaorðum pistils um evruna í Morgunblaðinu nýverið að enginn væri að tala um hana. Í því fólst augljóst skot á Kristrúnu. Komu þau orð í kjölfar óánægju forystu Viðreisnar með það að Samfylkingin væri ekki að tala fyrir inngöngu í Evrópusambandið fyrir utan einstaka þingmann sem alltaf hefur gert það. Dagur telur sig ljóslega hafa fundið leið til þess að reyna að ná sér niðri á Kristrúnu. Hann mun væntanlega halda því áfram. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Tilgangurinn með skrifum Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um Evrópusambandið og evruna undanfarnar vikur hefur öðrum þræði verið að reyna að koma höggi á Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann flokksins. Þekkt er þegar Kristrún sagði Dag aðeins vera aukaleikara í Samfylkingunni fyrir þingkosningarnar fyrir ári og yrði ekki ráðherra. Þá hvatti hún fólk til þess að strika nafn hans út frekar en að sleppa því að kjósa flokkinn. Dagur vonaðist að eigin sögn til að verða allavega þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þess í stað gekk formennskan til Guðmundar Ara Sigurjónssonar sem kom einnig nýr inn á þing eftir kosningarnar fyrir ári eins og Dagur og kom að sama skapi úr sveitarstjórnarmálunum eins og hann en hins vegar með miklu minni reynslu í þeim efnum. Dagur fékk ekki einu að verða varaformaður þingflokksins og heldur ekki formaður einnar af fastanefndum Alþingis. Spurð í Spursmálum á mbl.is fyrir þingkosningarnar út í frammistöðu Dags sem borgarstjóra Reykjavíkur, ekki sízt ábyrgð borgarstjórnarmeirihlutans undir hans stjórn á verðbólgunni þar sem ekki hefði verið byggt nógu mikið af íbúðarhúsnæði í borginni, svaraði Kristrún því einkum til að hún hefði ekki setið í borgarstjórn. Vildi hún aðspurð ekki taka undir það að Dagur hefði verið hennar maður í borginni. Með öðrum orðum afneitaði hún honum hreinlega. Deilur þeirra Dags og Kristrúnar voru viðfangsefni pistils sem ég ritaði á Stjórnmálin.is í janúar síðastliðnum. Þar sagði ég að það sem þá hefði komið fram í þeim efnum væri að öllum líkindum aðeins forsmekkurinn. Dagur væri vanur því að vera í aðalhlutverkinu og ólíklegt að hann tæki því þegjandi og hljóðalaust að vera ítrekað tuktaður til af formanni flokksins. Raunar er miklu nær að segja að Kristrún hafi ítrekað niðurlægt hann og hent honum út í horn. Til að mynda sagði Dagur þannig í lokaorðum pistils um evruna í Morgunblaðinu nýverið að enginn væri að tala um hana. Í því fólst augljóst skot á Kristrúnu. Komu þau orð í kjölfar óánægju forystu Viðreisnar með það að Samfylkingin væri ekki að tala fyrir inngöngu í Evrópusambandið fyrir utan einstaka þingmann sem alltaf hefur gert það. Dagur telur sig ljóslega hafa fundið leið til þess að reyna að ná sér niðri á Kristrúnu. Hann mun væntanlega halda því áfram. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar