Andri Rúnar: Hugurinn leitar út Smári Jökull Jónsson skrifar 30. september 2017 16:33 Andri Rúnar jafnaði markamet efstu deildar þegar hann skoraði nítjánda mark sitt í deildinni í dag. vísir/stefán „Þetta er mikill léttir, mjög mikill. Það var komin ágætis pressa frá ykkur öllum og fínt að jafna þetta,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason eftir 2-1 sigur Grindavíkur á Fjölni þar sem hann jafnaði markamet efstu deildar með sínu nítjánda marki í Pepsi-deildinni í sumar. Markið kom á 88.mínútu en Grindvíkingar höfðu alls ekki verið líklegir til að skora fram að því í síðari hálfleiknum. „Ég var kominn með krampa þegar tuttugu mínútur voru eftir en ég var allan tímann bara að hugsa um að skora og það tókst.“ Andri Rúnar er þar með kominn í hóp með góðum mönnum. Pétur Pétursson, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson áttu markametið saman og nú bætist Andri Rúnar við. Hvernig líst honum á félagsskapinn? „Það er geggjað. Gummi hringdi í mig áðan og ég spurði hvenær við færum út að borða saman strákarnir, vonandi verður það fljótlega,“ sagði Andri brosandi. Andri Rúnar kom til Grindavíkur frá Víkingi fyrir tímabilið og sagði að Óli Stefán Flóventsson þjálfari og Milan Stefán Jankovic aðstoðarþjálfari Grindavíkur eigi stóran þátt í hans velgengni. „Ég held að mörkin tali sínu máli. Það er magnað afrek, þó ég segi sjálfur frá, að ná í nitján mörk. Óli er geggjaður þjálfari og hann og Janko gerðu mig að miklu betri leikmanni heldur en ég var.“ Andri Rúnar er samningslaus eftir tímabilið en sagði ekkert komið á hreint hvað gerist eftir 15.október þegar samningur hans rennur út. „Ég er með menn sem eru að hjálpa mér í þessu. Hugurinn leitar út og vonandi gengur það eftir,“ sagði Andri Rúnar en hann sagði ekkert ákveðið hvort hann yrði áfram í Grindavík ef hann myndi spila á Íslandi. „Ég veit það ekki, það eina sem ég veit að ef ég verð áfram þá skora ég 20 mörk á næsta ári.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Fjölnir 2-1 │ Andri jafnaði markametið Andri Rúnar Bjarnason framherji Grindavíkur jafnaði markamet efstu deildar þegar hann skoraði sigurmark Grindavíkur í 2-1 sigrinum gegn Fjölni í Grindavík í dag. 30. september 2017 17:15 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
„Þetta er mikill léttir, mjög mikill. Það var komin ágætis pressa frá ykkur öllum og fínt að jafna þetta,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason eftir 2-1 sigur Grindavíkur á Fjölni þar sem hann jafnaði markamet efstu deildar með sínu nítjánda marki í Pepsi-deildinni í sumar. Markið kom á 88.mínútu en Grindvíkingar höfðu alls ekki verið líklegir til að skora fram að því í síðari hálfleiknum. „Ég var kominn með krampa þegar tuttugu mínútur voru eftir en ég var allan tímann bara að hugsa um að skora og það tókst.“ Andri Rúnar er þar með kominn í hóp með góðum mönnum. Pétur Pétursson, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson áttu markametið saman og nú bætist Andri Rúnar við. Hvernig líst honum á félagsskapinn? „Það er geggjað. Gummi hringdi í mig áðan og ég spurði hvenær við færum út að borða saman strákarnir, vonandi verður það fljótlega,“ sagði Andri brosandi. Andri Rúnar kom til Grindavíkur frá Víkingi fyrir tímabilið og sagði að Óli Stefán Flóventsson þjálfari og Milan Stefán Jankovic aðstoðarþjálfari Grindavíkur eigi stóran þátt í hans velgengni. „Ég held að mörkin tali sínu máli. Það er magnað afrek, þó ég segi sjálfur frá, að ná í nitján mörk. Óli er geggjaður þjálfari og hann og Janko gerðu mig að miklu betri leikmanni heldur en ég var.“ Andri Rúnar er samningslaus eftir tímabilið en sagði ekkert komið á hreint hvað gerist eftir 15.október þegar samningur hans rennur út. „Ég er með menn sem eru að hjálpa mér í þessu. Hugurinn leitar út og vonandi gengur það eftir,“ sagði Andri Rúnar en hann sagði ekkert ákveðið hvort hann yrði áfram í Grindavík ef hann myndi spila á Íslandi. „Ég veit það ekki, það eina sem ég veit að ef ég verð áfram þá skora ég 20 mörk á næsta ári.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Fjölnir 2-1 │ Andri jafnaði markametið Andri Rúnar Bjarnason framherji Grindavíkur jafnaði markamet efstu deildar þegar hann skoraði sigurmark Grindavíkur í 2-1 sigrinum gegn Fjölni í Grindavík í dag. 30. september 2017 17:15 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Fjölnir 2-1 │ Andri jafnaði markametið Andri Rúnar Bjarnason framherji Grindavíkur jafnaði markamet efstu deildar þegar hann skoraði sigurmark Grindavíkur í 2-1 sigrinum gegn Fjölni í Grindavík í dag. 30. september 2017 17:15