Skipta þurfti um vél í Ferrari bíl Sebastian Vettel á milli þriðju æfingar og tímatökunnar. Rafmangstruflanir höfðu verið í bílnum á þriðju æfingunni.
Kimi Raikkonen háði hetjulega baráttu við Hamilton en uppskar ekki ráspól. Hann var 0,045 sekúndum á eftir Hamilton.
Fyrsta lota
Með nýju vélina um borð hélt Vettel af stað í tímatökuna. Eitthvað virtist hafa farið úrskeiðis við vélarskiptin því bíllinn var til vandræða hjá Vettel sem gat ekki sett tíma í tímatökunni. Skelfileg tíðindi fyrir Vettel og titilvonir hans að þurfa að ræsa aftastur á morgun. Hann er 28 stigum á eftir Lewis Hamilton í keppni ökumanna.
Hamilton, var fljótastur í fyrstu lotunni á Mercedes og Max Verstappen á Red Bull annar.
Þeir sem sátu eftir í fyrstu umferð, auk Vettel voru Sauber ökumennirnir og Haas ökumennirnir.

Valtteri Bottas á Mercedes setti besta tímann í lotunni, rétt undir lokin. Þangað til hafði Kimi Raikkonen á Ferrari verið fljótastur.
Stoffel Vandoorne og Fernando Alonso komu McLaren bílum sínum í í þriðju lotu tímatökunnar.
Toro Rosso ökumennirnir, Williams ökumennirnir og Jolyon Palmer á Renault féllu úr leik í annarri lotu.
Þriðja lota
Eftir fyrstu tilraunina var Hamilton fljótastur með Raikkonen skammt á eftir. Í lokatilrauninni var staðan sú sama en munurinn var töluvert minni. Hamilton bætti ekki tíma sinn en það gerði Raikkonen, það bara dugði ekki til.