Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson skrifar 9. október 2017 09:49 Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun. Þetta kemur líka fyrir stofnanir. Þetta kom fyrir okkur í Háskólanum á Akureyri og kom okkur skemmtilega á óvart. Við veltum fyrir okkur spurningunni hvernig væri Akureyri án háskóla? Við nánari skoðun fór þetta fljótt útí það hvernig væri landsbyggðin án háskóla og langar mig að segja ykkur aðeins frá því. Á þessum þrjátíu árum hefur háskólinn útskrifað 4000 nemendur og 75% þeirra bjó og starfaði fyrir utan höfuðborgarsvæðið á meðan þeir stunduðu nám og 80% þeirra bjó enn þá í heimabyggð fimm árum seinna. Þegar betur er að gáð þá er þetta algjörlega ómissandi fyrir byggðir landsins. Kennarar og hjúkrunarfræðingar um allt land ásamt því að mennta fólk til starfa í sjávarútvegi, iðjuþjálfun, félagsvísindum, viðskiptafræði, líftækni, leikskólum, fjölmiðlum, lögfræði og núna nýjasta viðbótin sem er nám lögreglufræðum. Færa má góð rök fyrir því að stofnun Háskólans á Akureyri sé líklega eitt af bestu vopnum Íslands þegar kemur að byggðastefnu. Til að mynda búa 74% hjúkrunarfræðinga og 75% viðskiptafræðinga frá HA á Akureyri og landsbyggðinni eftir að námi líkur. Akureyri væri ekki sú miðstöð mannlífs og þjónustu sem hún er í dag ef ekki væri fyrir háskólann. En af hverju skiptir þetta máli í tengslum við átakið #kjóstumenntun? Málið er að Háskólinn á Akureyri er hársbreidd frá því að þurfa að minnka þjónustu við nemendur sína og fækka námsleiðum, þar með þjónustu sína við allt landið. Séu háskólar ekki fjármagnaðir nægilega vel þá geta þeir ekki sinnt hlutverki sínu. Mennt er máttur og það sjáum við vel þegar við horfum uppá ný fyrirtæki spretta upp og eldri rótgrónari fyrirtæki ná að manna sig án þess að flytjast á brott. Þetta er fyrir tilstilli þessa frábæra fólks sem við útskrifum. Eitt mjög skýrt dæmi er nálægð og samspil háskólans við samfélagið er samvinna hans við sjúkrahúsið hérna á Akureyri. Þar á milli eru mikil samskipti og aukast þau með hverju árinu. Núna fyrr á þessu ári náði Sjúkrahúsið á Akureyri (SAK) þeim áfanga að verða fyrsta heilbrigðisstofnunin á Íslandi til þess að fá alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni og er það skref í átt að því að verða vottað eftir ISO 9001 staðlinum. Vegferðin hættir ekki þar því SAK hefur stigið stórt skref í átt að því verða háskólasjúkrahús þar sem nýlega undirrituðu stofnanirnar með sér samstarfssamning um enn meira samstarf.5 SAK væri ekki sú stofnun sem hún er í dag ekki væri fyrir allt það starfsfólk sem vinnur þar í dag og kom beint úr HA. Aðgengi að góðri menntun er mjög mikilvægt og til þess að við getum haldið þeim staðli að vera framúrskarandi í sveigjanlegu námi fyrir alla landsmenn sama hvar þeir búa þá þurfum við að tryggja nægilegt fjármagn og það gerum við með því að kjósa menntun.Greinin er hluti af átaki Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.LÍS stendur fyrir pallborðsumræðum í samstarfi við FSHA í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri á morgun þann 10. október kl. 16:00. Þar munu fulltrúar stjórnmálaflokka mæta og svara spurningum háskólasamfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00 Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00 Sagan um Sigga Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. 7. október 2017 09:00 Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00 Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00 Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39 Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. 8. október 2017 09:00 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun. Þetta kemur líka fyrir stofnanir. Þetta kom fyrir okkur í Háskólanum á Akureyri og kom okkur skemmtilega á óvart. Við veltum fyrir okkur spurningunni hvernig væri Akureyri án háskóla? Við nánari skoðun fór þetta fljótt útí það hvernig væri landsbyggðin án háskóla og langar mig að segja ykkur aðeins frá því. Á þessum þrjátíu árum hefur háskólinn útskrifað 4000 nemendur og 75% þeirra bjó og starfaði fyrir utan höfuðborgarsvæðið á meðan þeir stunduðu nám og 80% þeirra bjó enn þá í heimabyggð fimm árum seinna. Þegar betur er að gáð þá er þetta algjörlega ómissandi fyrir byggðir landsins. Kennarar og hjúkrunarfræðingar um allt land ásamt því að mennta fólk til starfa í sjávarútvegi, iðjuþjálfun, félagsvísindum, viðskiptafræði, líftækni, leikskólum, fjölmiðlum, lögfræði og núna nýjasta viðbótin sem er nám lögreglufræðum. Færa má góð rök fyrir því að stofnun Háskólans á Akureyri sé líklega eitt af bestu vopnum Íslands þegar kemur að byggðastefnu. Til að mynda búa 74% hjúkrunarfræðinga og 75% viðskiptafræðinga frá HA á Akureyri og landsbyggðinni eftir að námi líkur. Akureyri væri ekki sú miðstöð mannlífs og þjónustu sem hún er í dag ef ekki væri fyrir háskólann. En af hverju skiptir þetta máli í tengslum við átakið #kjóstumenntun? Málið er að Háskólinn á Akureyri er hársbreidd frá því að þurfa að minnka þjónustu við nemendur sína og fækka námsleiðum, þar með þjónustu sína við allt landið. Séu háskólar ekki fjármagnaðir nægilega vel þá geta þeir ekki sinnt hlutverki sínu. Mennt er máttur og það sjáum við vel þegar við horfum uppá ný fyrirtæki spretta upp og eldri rótgrónari fyrirtæki ná að manna sig án þess að flytjast á brott. Þetta er fyrir tilstilli þessa frábæra fólks sem við útskrifum. Eitt mjög skýrt dæmi er nálægð og samspil háskólans við samfélagið er samvinna hans við sjúkrahúsið hérna á Akureyri. Þar á milli eru mikil samskipti og aukast þau með hverju árinu. Núna fyrr á þessu ári náði Sjúkrahúsið á Akureyri (SAK) þeim áfanga að verða fyrsta heilbrigðisstofnunin á Íslandi til þess að fá alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni og er það skref í átt að því að verða vottað eftir ISO 9001 staðlinum. Vegferðin hættir ekki þar því SAK hefur stigið stórt skref í átt að því verða háskólasjúkrahús þar sem nýlega undirrituðu stofnanirnar með sér samstarfssamning um enn meira samstarf.5 SAK væri ekki sú stofnun sem hún er í dag ekki væri fyrir allt það starfsfólk sem vinnur þar í dag og kom beint úr HA. Aðgengi að góðri menntun er mjög mikilvægt og til þess að við getum haldið þeim staðli að vera framúrskarandi í sveigjanlegu námi fyrir alla landsmenn sama hvar þeir búa þá þurfum við að tryggja nægilegt fjármagn og það gerum við með því að kjósa menntun.Greinin er hluti af átaki Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.LÍS stendur fyrir pallborðsumræðum í samstarfi við FSHA í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri á morgun þann 10. október kl. 16:00. Þar munu fulltrúar stjórnmálaflokka mæta og svara spurningum háskólasamfélagsins.
Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00
Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00
Sagan um Sigga Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. 7. október 2017 09:00
Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00
Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00
Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39
Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. 8. október 2017 09:00
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar