Ekkert samkomulag nema veggurinn rísi Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. október 2017 07:03 Donald og Melania Trump fögnuðu mexíkóskri arfleið á fundi í Hvíta húsinu á dögunum. Nú krefst þess fyrrnefndi að veggur skuli rísa á landamærum Mexíkó. Vísir/Getty Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. Þannig verður ekki samið um áframhaldandi tilvist DACA-áætlunarinnar svokölluðu nema að landamæraveggurinn milli Bandaríkjanna og Mexíkós rísi. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að kröfur Bandaríkjaforsetans Donald Trump í samningaviðræðunum séu meðal annars fjármögnun veggjarins, að hægt verði að vísa fólki fyrr úr landi og að ráðnir verðir þúsundir landamæravarða. Greint var frá því í september að Trump hafi heitið því að afnema vernd fyrir fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn í stjórnartíð sinni. Það er talið setja líf þeirra 690 þúsund einstaklinga sem fengið hafa atvinnuleyfi í Bandaríkjanum til tveggja ára í uppnám. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom áætluninni til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Greint var þó frá því um miðjan mánuðinn að demókratar og forsetinn hafi náð samkomulagi um áframhaldandi vernd eftir óvæntan kvöldverðarfund í Hvíta húsinu.Nýjasta útspil forsetans kom flatt upp á þá sem snæddu með forsetanum og saka þau hann um að ganga á bak orða sinna. Ekkert hafi verið minnst á vegginn í samkomulaginu sem náðist á fundi þeirra í september. Því hefur forsetinn ætíð neitað. Veggurinn hafi verið uppi á borðinu frá upphafi. Trump hefur gefið fulltrúadeild bandaríska þingsins, sem lýtur forystu repúblikana, hálft ár til að koma skikki á málaflokkinn. Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir ekkert samkomulag hafa náðst Spyr einnig hvort einhver vilji í rauninni reka ungt fólk sem er í Bandaríkjunum vegna DACA á brott. 14. september 2017 11:30 Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. Þannig verður ekki samið um áframhaldandi tilvist DACA-áætlunarinnar svokölluðu nema að landamæraveggurinn milli Bandaríkjanna og Mexíkós rísi. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að kröfur Bandaríkjaforsetans Donald Trump í samningaviðræðunum séu meðal annars fjármögnun veggjarins, að hægt verði að vísa fólki fyrr úr landi og að ráðnir verðir þúsundir landamæravarða. Greint var frá því í september að Trump hafi heitið því að afnema vernd fyrir fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn í stjórnartíð sinni. Það er talið setja líf þeirra 690 þúsund einstaklinga sem fengið hafa atvinnuleyfi í Bandaríkjanum til tveggja ára í uppnám. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom áætluninni til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Greint var þó frá því um miðjan mánuðinn að demókratar og forsetinn hafi náð samkomulagi um áframhaldandi vernd eftir óvæntan kvöldverðarfund í Hvíta húsinu.Nýjasta útspil forsetans kom flatt upp á þá sem snæddu með forsetanum og saka þau hann um að ganga á bak orða sinna. Ekkert hafi verið minnst á vegginn í samkomulaginu sem náðist á fundi þeirra í september. Því hefur forsetinn ætíð neitað. Veggurinn hafi verið uppi á borðinu frá upphafi. Trump hefur gefið fulltrúadeild bandaríska þingsins, sem lýtur forystu repúblikana, hálft ár til að koma skikki á málaflokkinn.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir ekkert samkomulag hafa náðst Spyr einnig hvort einhver vilji í rauninni reka ungt fólk sem er í Bandaríkjunum vegna DACA á brott. 14. september 2017 11:30 Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Trump segir ekkert samkomulag hafa náðst Spyr einnig hvort einhver vilji í rauninni reka ungt fólk sem er í Bandaríkjunum vegna DACA á brott. 14. september 2017 11:30
Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24
Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44