Ekkert samkomulag nema veggurinn rísi Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. október 2017 07:03 Donald og Melania Trump fögnuðu mexíkóskri arfleið á fundi í Hvíta húsinu á dögunum. Nú krefst þess fyrrnefndi að veggur skuli rísa á landamærum Mexíkó. Vísir/Getty Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. Þannig verður ekki samið um áframhaldandi tilvist DACA-áætlunarinnar svokölluðu nema að landamæraveggurinn milli Bandaríkjanna og Mexíkós rísi. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að kröfur Bandaríkjaforsetans Donald Trump í samningaviðræðunum séu meðal annars fjármögnun veggjarins, að hægt verði að vísa fólki fyrr úr landi og að ráðnir verðir þúsundir landamæravarða. Greint var frá því í september að Trump hafi heitið því að afnema vernd fyrir fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn í stjórnartíð sinni. Það er talið setja líf þeirra 690 þúsund einstaklinga sem fengið hafa atvinnuleyfi í Bandaríkjanum til tveggja ára í uppnám. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom áætluninni til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Greint var þó frá því um miðjan mánuðinn að demókratar og forsetinn hafi náð samkomulagi um áframhaldandi vernd eftir óvæntan kvöldverðarfund í Hvíta húsinu.Nýjasta útspil forsetans kom flatt upp á þá sem snæddu með forsetanum og saka þau hann um að ganga á bak orða sinna. Ekkert hafi verið minnst á vegginn í samkomulaginu sem náðist á fundi þeirra í september. Því hefur forsetinn ætíð neitað. Veggurinn hafi verið uppi á borðinu frá upphafi. Trump hefur gefið fulltrúadeild bandaríska þingsins, sem lýtur forystu repúblikana, hálft ár til að koma skikki á málaflokkinn. Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir ekkert samkomulag hafa náðst Spyr einnig hvort einhver vilji í rauninni reka ungt fólk sem er í Bandaríkjunum vegna DACA á brott. 14. september 2017 11:30 Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira
Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. Þannig verður ekki samið um áframhaldandi tilvist DACA-áætlunarinnar svokölluðu nema að landamæraveggurinn milli Bandaríkjanna og Mexíkós rísi. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að kröfur Bandaríkjaforsetans Donald Trump í samningaviðræðunum séu meðal annars fjármögnun veggjarins, að hægt verði að vísa fólki fyrr úr landi og að ráðnir verðir þúsundir landamæravarða. Greint var frá því í september að Trump hafi heitið því að afnema vernd fyrir fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn í stjórnartíð sinni. Það er talið setja líf þeirra 690 þúsund einstaklinga sem fengið hafa atvinnuleyfi í Bandaríkjanum til tveggja ára í uppnám. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom áætluninni til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Greint var þó frá því um miðjan mánuðinn að demókratar og forsetinn hafi náð samkomulagi um áframhaldandi vernd eftir óvæntan kvöldverðarfund í Hvíta húsinu.Nýjasta útspil forsetans kom flatt upp á þá sem snæddu með forsetanum og saka þau hann um að ganga á bak orða sinna. Ekkert hafi verið minnst á vegginn í samkomulaginu sem náðist á fundi þeirra í september. Því hefur forsetinn ætíð neitað. Veggurinn hafi verið uppi á borðinu frá upphafi. Trump hefur gefið fulltrúadeild bandaríska þingsins, sem lýtur forystu repúblikana, hálft ár til að koma skikki á málaflokkinn.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir ekkert samkomulag hafa náðst Spyr einnig hvort einhver vilji í rauninni reka ungt fólk sem er í Bandaríkjunum vegna DACA á brott. 14. september 2017 11:30 Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira
Trump segir ekkert samkomulag hafa náðst Spyr einnig hvort einhver vilji í rauninni reka ungt fólk sem er í Bandaríkjunum vegna DACA á brott. 14. september 2017 11:30
Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24
Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44