Innlent

Ekki hægt að biðja um betra veður fyrir leikinn annað kvöld

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frá æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í dag.
Frá æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Vísir/Ernir
Búast má við hægri austlægri átt í Laugardalnum annað kvöld þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu mætir Kósóvó í undankeppninni fyrir HM í fótbolta. Spár gera ráð fyrir einhverri rigningu seinnipart dags á morgun en líklega mun stytta upp áður en flautað verður til leiks. 

„Eins og spár líta út núna þá ætti að vera þurrt, það verða kannski smá skúrir seinni partinn en á meðan á leiknum stendur þá verður líklega þurrt,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi.

Þannig það er ágætisfótboltaveður?

„Nákvæmlega, það er allavega ekki hífandi rok og snjókoma. Ég held það sé ekki hægt að biðja um það betra á þessum árstíma.“

Búist er við margmenni á Laugardalsvelli annað kvöld en miðar á leikinn seldust upp á örskotsstundu og færri komust að en vildu.

Gert er ráð fyrir dálítilli rigningu með köflum á morgun. Úrkomumeira verður sunnantil á landinu fyrripart dags en seinna verður vætusamara norðantil. Spáð er 4-10 stiga hita yfir daginn.


Tengdar fréttir

Enginn í leikbanni á morgun

Enginn leikmaður Íslenska landsliðsins verður í leikbanni á morgun þegar Íslands tekur á móti Kosovó í einum mikilvægasta leik landsliðsins frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×