Trump hindrar aðgengi að getnaðarvörnum Þórdís Valsdóttir skrifar 7. október 2017 12:15 Nú geta atvinnurekendur neitað að greiða fyrir getnaðarvarnir starfsmanna sinna ef þeir segja það stríða gegn trúarskoðunum sínum eða siðvitund. Vísir/getty Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að hindra aðgengi kvenna að getnaðarvörnum. Undir stjórn Baracks Obama, fyrrum Bandaríkjaforseta, var komið á laggirnar reglu sem kvað á um skyldu atvinnurekenda til að greiða fyrir getnaðarvarnir fyrir starfsmenn sína. Samkvæmt nýjum úrskurði ríkisstjónar Trump mega vinnuveitendur neita því að útvega starfsmönnum sínum getnaðarvarnir ef það stríðir gegn trúarskoðunum eða siðvitund atvinnurekandans. 55 milljónir kvenna í Bandaríkjunum nutu góðs af reglu Obama sem skyldaði atvinnurekendur til að útvega getnaðarvarnir. Þessi regla var ein af hornsteinum Obamacare, heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna. Meirihluti almennings studdi regluna, en samkvæmt könnunum voru um 68 prósent almennings fylgjandi því að atvinnurekendur greiddu fyrir getnaðarvarnarlyf.Breytingarnar taka gildi strax Þessar breytingar taka gildi strax. Ríkisstjórnin sagði að mikið lægi á því að breyta tilskipuninni, meðal annars vegna þess að með því að greiða fyrir getnaðarvarnir væri verið að ýta undir „varasama kynferðislega hegðun“ unglingsstúlkna og ungra kvenna. Undir stjórn Obama voru ákveðnar undantekningar frá reglunni, þar á meðal fyrir kirkjur, moskur og sýnagógur. Ef atvinnurekendur hyggðust ekki ætla að fylgja reglunni þá var þó skylda að tilkynna það til stjórnvalda. Nú er hins vegar búið að afnema tilkynningarskylduna og þannig auðvelda atvinnurekendum að komast undan því að greiða fyrir getnaðarvarnir starfsmanna. Donald Trump Stj.mál Tengdar fréttir Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. 28. júlí 2017 08:25 Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að hindra aðgengi kvenna að getnaðarvörnum. Undir stjórn Baracks Obama, fyrrum Bandaríkjaforseta, var komið á laggirnar reglu sem kvað á um skyldu atvinnurekenda til að greiða fyrir getnaðarvarnir fyrir starfsmenn sína. Samkvæmt nýjum úrskurði ríkisstjónar Trump mega vinnuveitendur neita því að útvega starfsmönnum sínum getnaðarvarnir ef það stríðir gegn trúarskoðunum eða siðvitund atvinnurekandans. 55 milljónir kvenna í Bandaríkjunum nutu góðs af reglu Obama sem skyldaði atvinnurekendur til að útvega getnaðarvarnir. Þessi regla var ein af hornsteinum Obamacare, heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna. Meirihluti almennings studdi regluna, en samkvæmt könnunum voru um 68 prósent almennings fylgjandi því að atvinnurekendur greiddu fyrir getnaðarvarnarlyf.Breytingarnar taka gildi strax Þessar breytingar taka gildi strax. Ríkisstjórnin sagði að mikið lægi á því að breyta tilskipuninni, meðal annars vegna þess að með því að greiða fyrir getnaðarvarnir væri verið að ýta undir „varasama kynferðislega hegðun“ unglingsstúlkna og ungra kvenna. Undir stjórn Obama voru ákveðnar undantekningar frá reglunni, þar á meðal fyrir kirkjur, moskur og sýnagógur. Ef atvinnurekendur hyggðust ekki ætla að fylgja reglunni þá var þó skylda að tilkynna það til stjórnvalda. Nú er hins vegar búið að afnema tilkynningarskylduna og þannig auðvelda atvinnurekendum að komast undan því að greiða fyrir getnaðarvarnir starfsmanna.
Donald Trump Stj.mál Tengdar fréttir Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. 28. júlí 2017 08:25 Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira
Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. 28. júlí 2017 08:25
Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45