Föstudagsviðtalið: „Við erum bara svo andskoti leiðinleg“ Jón Hákon Halldórsson og Ólöf Skaftadóttir skrifa 6. október 2017 06:00 "Stjórnmál snúast líka um drulluerfið mál. Það þarft oft að standa í fæturna og tala saman, því þú ræður ekki öllu einn,“ segir Þórdís Kolbrún um stjórnarslitin. Vísir/eyþór „Við vitum að stjórnmálamenn hafa góðar hugmyndir. Við erum ekki alltaf sammála um þær en þegar allt kemur til alls snýst þetta um hvernig við gerum hlutina. Síðustu þrjár ríkisstjórnir hafa fallið því eitthvað hefur brugðist, það var bankahrunið, það voru Panamaskjölin og núna þessi trúnaðarbrestur sem við urðum fyrir,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar. „Það segir manni bara það, og ég er ekki að kenna Sjálfstæðisflokki eða einhverjum öðrum um það, að við verðum sem stjórnmálamenn að takast á við það og að við verðum að fara öðruvísi að til þess að þessi margfrægi stöðugleiki í stjórnmálum nái fram að ganga. Við verðum að reyna að finna út úr því hvernig við getum verið almennileg í vinnunni okkar til þess að öll þessi góðu stefnumál sem er að finna þvert á flokka geti náð fram að ganga.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir hægt að spegla þennan málflutning Bjartar á stjórnarslitin. „Ef við vildum öll sjá mörg góð mál ná fram að ganga þá hefði líka verið ágætt að vinna úr málum með öðrum hætti. Ég hef enga þörf fyrir að gera lítið úr upplifun hinna stjórnarflokkanna – ég er bara að segja að það á að gera meiri kröfur til stjórnmálamanna en það að ákveða um miðjar nætur að slíta stjórnarsamstarfi. Stjórnmál snúast líka um drulluerfið mál. Það þarft oft að standa í fæturna og tala saman, því þú ræður ekki öllu einn.“ Björt er ósammála, segir tilganginn ekki helga meðalið. „Við getum ekki látið stór mál líða hjá af því að það sé eitthvað annað sem skipti meira máli. En það ber líka bara vott um að við sjáum hlutina ekki með sömu augum. Það er líka ágætt að almenningur viti það um flokkana.“Það er stundum sagt um málflutning Sjálfstæðismanna að þeir flytji mál sitt eins og lögmenn í réttarsal, að málin snúist um sekt eða sýknu og allt sé svart eða hvítt. Hefur Björt ekki nokkuð til síns máls? Eru flest mál ekki í eðli sínu grátóna? Þórdís segir mál oftast vera grátóna. „Ég er sjálf menntaður lögfræðingur og er þeirrar skoðunar að mér finnst þingmenn flokksins stundum tala of mikið út frá lagatæknilegum atriðum. Hins vegar er það þannig að ef kjörnir fulltrúar standa ekki vörð um ákveðnar reglur, þá gerir það enginn.“ Hún segir stjórnmálamenn þurfa að gera meiri kröfur til sjálfra sín. „Fólk spyr mann, þið vinnið við að tala saman, af hverju getið þið ekki gert það? Ég er alveg sammála því. Ég ætla ekki að segja að það muni ekki ríkisstjórnir springa í framtíðinni, en við þurfum að geta tekist á við erfið mál og leyst þau.“Pólitíkusar gefið frá sér valdiðEf við lítum til nágrannalandanna – ráðherrar segja af sér stundum af litlu tilefni, þeir eru ekki mikilvægari en heilar ríkisstjórnir. Af hverju getum við ekki búið til einhverja hefð þar sem ráðherrar einfaldlega víkja? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður hins nýstofnaða Miðflokks, tekur til máls. „Ég reyndi nú.“ Björt tekur af honum orðið. „Það er það sem við Óttarr reyndum, við tókum skrefið til baka. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem ákvað að boða til kosninga en ekki við. Þau hefðu alveg getað gert breytingar inni hjá sér til að öðlast meira traust, ef menn hefðu viljað það. Og mig langar að segja, bæta við, þessi mantra um að fólk nenni ekki í kosningar, ég held að hún sé mest komin frá okkur stjórnmálamönnum sem kannski nennum ekki í aðra kosningabaráttu. Mér finnst bara gott að fólk komi að lýðræðinu.“En sýnir æ lakari kjörsókn ekki að fólk hefur ekki smekk fyrir endalausum kosningum? Björt: „Kjörsóknin er líka út af því að við erum bara svo andskoti leiðinleg. Því miður.“ Sigmundur segist hafa aðra kenningu. „Ég held að stór hluti af vanda stjórnmálanna og ekki bara á Íslandi, sé að stjórnmálamenn séu búnir að gefa frá sér alltof mikið vald. Ég er ekkert að tala um félaga mína hér, heldur almennt. Stjórnmálamenn hafa verið alltof hræddir við að taka ákvarðanir eða gera eitthvað eða segja eitthvað sem orkar tvímælis eða gæti orðið umdeilt. Menn eru alltaf fyrst og fremst að reyna að forðast það að segja eitthvað sem vekur deilur eða umræðu og þegar þróunin er orðin þessi, stjórnmálamenn forðast hið umdeilda en vilja helst komast í gegnum daginn án þess að segja eitthvað sem einhver verður brjálaður yfir á netinu eða í fjölmiðlum, færist valdið alltaf meira og meira til embættismanna, til einhverra nefnda, hagsmunaaðila, fjármálakerfisins í tilviki þess o.s.frv.“Þurfum að þora Sigmundur segir stjórnmálamenn þurfa að endurheimta valdið. „Fyrir almenning, til þess að lýðræðið virki. Þora að takast á um málefni. Ef menn takast ekki á um málefni, hvað er þá eftir? Þá fara menn að takast á um persónur, þá fer þetta ekki að snúast um að rökræða og hvers vegna þú ert með betri lausn en hinir, heldur að fara að níða niður persónulega andstæðinga.“Sumir myndu segja, að þú værir að stela athyglinni með að koma með eilífur bombur inn í umræðuna. Að þú lítir svo á að illt umtal sé betra en ekkert? „Ég held engu fram öðru en því sem ég hef farið í gegnum og trúi á og trúi að þurfi að gerast. Ég vildi bara að fleiri væru til í slíkt. Því ef við getum aftur fært stjórnmálin yfir á umræðu um ólíkar áherslur og ólíka stefnu, frá þessu persónulega. þá held ég að stjórnmálin og ásýnd þeirra myndu batna mjög mikið. Við Þórdís gætum til dæmis rifist hérna um vegtolla og haft mjög ólíkar skoðanir á því og fært rök fyrir því. Við yrðum ekkert óvinir fyrir vikið, færum héðan út jafn góðir vinir og fyrir. En ef við færum að rífast hérna um persónu hvort annars, þá skilar það í fyrsta lagi engu fyrir pólitíkina og náttúrulega yrðum við ekki sömu vinir á eftir,“ útskýrir Sigmundur. Þórdís segist óska þess allra helst að fá að ræða málefnin og pólitík þessa daga fram að kosningum. „Málefni og stöðu Sjálfstæðisflokksins, hvað hefur hann gert, fyrir hvað stendur hann, hvernig sér hann samfélagið byggjast upp. Í hvað forgangsröðum við og hvernig sjáum við fram á að eiga fjármuni til þess að setja í mál sem ríkið ætlar að sjá til að séu almennilega unnin. Það er ekki bara gert með því að einblína á útgjöldin, það þarf líka að búa til verðmætin. Hver býr þau til? Hvað er sanngjarnt að þeir sem búa þau til haldi eftir fyrir sig? Þetta er oft spurning um hvernig þú talar. Og þá get ég alveg tekið undir með Sigmundi, ég held að fólk nenni miklu frekar að hlusta á hvaða afstöðu við tökum til ákveðinna mála, heldur en hvaða persónulegu skoðun ég hef á hinum eða þessum.“Einn maður bjargaði úr hruninu Talið berst að ferðaþjónustu, en Þórdís segir mikla stefnumótunarvinnu hafa farið fram í ferðamálum en það þurfi að gera betur. „Við erum að taka á móti tveimur milljónum ferðamanna og við erum að gera það mjög vel, langflestir eru ánægðir. Það er hins vegar mikið verk að vinna og það sem skiptir máli í þessu er að við horfum til langs tíma og við byggjum upp framúrskarandi ferðaþjónustuland þar sem við verndum náttúruna og höldum uppi góðum gæðum. Það verður alltaf dýrt að koma til Íslands. Ferðamenn eru ekki að koma hingað eins og þeir koma til Alicante til að fá ódýran bjór og liggja í sólinni. Það er ekki mikil sól hérna og bjórinn verður aldrei ódýr. Við verðum bara að ganga út frá því,“ segir Þórdís. Eitt af því sem verið er að vinna þessa dagana eru þolmarkarannsóknir, þar sem verið er að kanna efnahagsleg þolmörk, þolmörk á náttúruna, en líka samfélagsleg þolmörk. Þórdís segir að það muni reyna fyrst á samfélagslegu þolmörkin en hins vegar þurfi líka að ræða það hvað ferðaþjónustan hafi gefið okkur. „Það er sagt að einn maður hafi bjargað okkur upp úr hruninu og það er ferðamaðurinn,“ segir Þórdís.Hægt er að hlusta á viðtalið við Þórdísi Kolbrúnu, Sigmund Davíð og Björt í spilaranum hér fyrir neðan.Krónan setji strik í reikninginn Fjárlagafrumvarp fyrir 2018 gerir ráð fyrir því að ferðaþjónustutengd starfsemi verði færð úr neðra þrepi virðisaukaskatts í hið almenna í upphafi árs 2019. Þau Sigmundur, Þórdís og Björt hafa ólíkar skoðanir á þessum fyrirætlununum. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki rétt að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna núna,“ segir Sigmundur og bætir við að ferðaþjónustan búi núna við sterka krónu og hætta sé á því að sá fókus sem verið hefur á Íslandi færist annað. Sigmundur leggur áherslu á að fjárfesta þurfi verulega í innviðum vegna þessa mikla vaxtar í ferðaþjónustunni. „Menn hafa eytt mörgum árum í að ræða um það hvernig eigi að taka gjald af ferðamönnum og þá er kannski verið að tala um milljarð hér og milljarð þar en líta á sama tíma fram hjá því að ferðamenn eru auðvitað að skila milljörðum og jafnvel tugum milljarða í ríkissjóð. Þetta er fjármagn sem ekki kæmi ef það væri ekki þessi mikli straumur ferðamanna. Þar af leiðandi væri eðlilegt að nýta eitthvað af því til að byggja upp innviði. En það þarf að gera meira en að laga salernisaðstöðu og göngustíga og slíkt,“ segir Sigmundur. Hann segir að stjórnvöld þurfi að búa til hvata fyrir verkefni sem eru þess eðlis að þau bæti við upplifun ferðamanna. Þar verði skipulagsyfirvöld að koma að en líka ríkisstjórn og Alþingi varðandi skattaumhverfið. „Þessir aðilar verða að stuðla að því að ferðaþjónustan geti nýtt meðbyrinn núna til þess að byggja upp fjárfestingu til framtíðar og vonandi mun ferðaþjónustan þá halda áfram að skila okkur tekjum,“ segir Sigmundur og bætir við að það sé ekki sjálfgefið að ferðamannastraumurinn hingað til lands verði áfram eins og hann hefur verið. Þórdís og Sigmundur eru sammála um að stór hluti í framtíðarstefnumótun sé að nýta landið allt betur. „Og ef það tækist betur að fylgja því eftir sem við unnum að, að koma beinu flugi inn á Akureyri og Egilsstaði þá myndi það náttúrlega strax hafa gríðarlega jákvæð áhrif,“ segir Sigmundur. Þórdís segir að það sé ekki spurning hvort, heldur hvenær þetta gerist. Hingað til hafi verið unnið að þessu með Flugþróunarsjóði, en á endanum verði flugið að reka sig á markaðslegum forsendum.Ekkert „Back to the future-dæmi“ Björt segir það skipta miklu máli að atvinnulífið starfi á jafnréttisgrundvelli. „Það finnst mér mjög skiljanleg krafa, og ég tek undir hana, að ferðaþjónustan sé í hinu almenna skattþrepi,“ segir Björt. Kannanir hafa sýnt að allt upp undir 80 prósent ferðamanna koma hingað til þess að njóta náttúrunnar og Björt segir að við verðum að vanda okkur þegar kemur að ferðaþjónustunni. „Kolefnisfótsporið okkar er að stækka og það er meira álag á landið út af ferðaþjónustunni. en við getum fundið leiðir og erum að finna leiðir til þess að höndla með það. Ég vil tala um framtíðarsýn í þessu sem er ekki það löng framtíðarsýn; rafbílavæðingu samgangna. Bara það að túristarnir hætti að nýta sér þessa bílaleigubíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti myndi skila rosalegum árangri í loftslagsmálum fyrir Ísland og fyrir náttúruna og við værum ekki að kaupa endalaust af jarðefnaeldsneyti úti í heimi. Við eigum að vera sjálfum okkur næg með orku. Þetta er nálæg framtíð og gæti gerst á næstu tíu árum,“ segir Björt. Þessir hlutir skipti máli og sjálfkeyrandi bílar skipti líka máli. „Það er ekki eitthvert Back to the future-dæmi,“ segir Björt. Opinberar stofnanir verði að huga að þessum málum. Þórdís segir mestu máli skipta að tekjur Íslendinga af ferðaþjónustunni séu þegar gríðarlega miklar. Hún segist þó ekki útiloka það að í framtíðinni geti virðisaukaskattur á ferðaþjónustu færst upp í almennt þrep. En það sé ekki forgangsverkefni í hennar huga. „Þessi áform um að færa ferðaþjónustuna í hið almenna þrep voru ekki mín hugmynd. Þau urðu ekki til á mínu borði. Ég var upptekin í öðru og fyrir mér var þetta ekki stóra málið. Hins vegar er það þannig að þegar þú starfar í ríkisstjórn þá gengur það út á að finna málamiðlanir og þegar ráðherrar leggja fram mál fer betur á því að ráðherrar vinni mál saman en reyni ekki að rífa hver annan niður,“ segir hún. Hinn stóri veikleiki þessara áforma sé sá að hækkun virðisaukaskatts komi misjafnlega niður á mismunandi landsvæðum. „Það er himinn og haf sem skilur landsvæðin að,“ segir Þórdís og að nýtingin sé miklu minni á Vestfjörðum, fyrir austan og fyrir norðan.Sveitarfélögin komi að borðinu Þau Þórdís, Sigmundur og Björt leggja öll áherslu á að sveitarfélögin taki virkan þátt í uppbyggingu ferðaþjónustunnar á sínum svæðum. Þórdís bendir á að Alþingi hafi heimilað sveitarfélögum að leggja á bílastæðagjöld í sínu landi. Þetta sé sjálfsagt mál í hennar huga. „Ég get ekki séð sanngirni í því að útsvarsgreiðendur í litlum sveitarfélögum séu að kosta bílastæði við náttúruperlur. Markmiðið er að gera sem flesta staði sjálfbæra, ekki bara út frá umhverfissjónarmiðum heldur líka efnahagslega. Það gerir þú með sérgjöldum sem eru þjónustugjöld; bílastæðagjöld, salernisgjöld eða gjöld fyrir hvers konar uppbyggingu sem þarf að fara í,“ segir Þórdís. „Þú gleypir ekkert fílinn í heilu lagi heldur tekurðu bita fyrir bita og sveitarfélögin verða að hafa mismunandi tól sem þau nota á sínum forsendum,“ bætir hún við. Sum sveitarfélögin séu stór og með mörg gistirými en ekki náttúruperlur. Önnur sveitarfélög séu með náttúruperlur en ekki gistingu og í slíkum tilfellum myndi gistináttagjaldið ekki nýtast þeim. Enn önnur sveitarfélög séu fámenn og þar sé erfitt að standa undir framkvæmdum og fjármagna þær.Ekki réttindi að búa í miðbænum Björt bendir á mikilvægi þess að ferðaþjónustan sé ný stoð í íslensku efnahagslífi og góð viðbót við sjávarútveg og orkusölu. „Ég held að Íslendingar átti sig á því að þetta var það sem bjargaði okkur upp úr hruninu. Hins vegar má sjá ruðningsáhrif af ferðaþjónustunni, meðal annars í því að leiga á íbúðum til ferðamanna dregur úr framboði á íbúðum fyrir unga kaupendur. „Það vantar framboð á íbúðum. Verðið hækkar út af skorti,“ segir Björt. Hins vegar þurfi íbúðakaupendur á höfuðborgarsvæðinu að líta til fleiri staða en bara miðborgarinnar. Ég átti heima í miðbænum sem ung kona og vildi ekki eiga heima annars staðar,“ segir Björt. Þetta sé að breytast í stórborgum erlendis þar sem fólk leitar í úthverfi vegna mikilla verðhækkana í miðborgunum. „Ég myndi líka vilja sjá það gerast í Reykjavík. Og það er að gerast hægt og hægt. En við verðum eiginlega líka að segja að það eru ekkert endilega mín mannréttindi, eða annarra, að búa á Grettisgötunni. Það eru frábær hverfi annars staðar í bænum, eins og bara í Breiðholti.“ Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Kosningar 2017 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Við vitum að stjórnmálamenn hafa góðar hugmyndir. Við erum ekki alltaf sammála um þær en þegar allt kemur til alls snýst þetta um hvernig við gerum hlutina. Síðustu þrjár ríkisstjórnir hafa fallið því eitthvað hefur brugðist, það var bankahrunið, það voru Panamaskjölin og núna þessi trúnaðarbrestur sem við urðum fyrir,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar. „Það segir manni bara það, og ég er ekki að kenna Sjálfstæðisflokki eða einhverjum öðrum um það, að við verðum sem stjórnmálamenn að takast á við það og að við verðum að fara öðruvísi að til þess að þessi margfrægi stöðugleiki í stjórnmálum nái fram að ganga. Við verðum að reyna að finna út úr því hvernig við getum verið almennileg í vinnunni okkar til þess að öll þessi góðu stefnumál sem er að finna þvert á flokka geti náð fram að ganga.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir hægt að spegla þennan málflutning Bjartar á stjórnarslitin. „Ef við vildum öll sjá mörg góð mál ná fram að ganga þá hefði líka verið ágætt að vinna úr málum með öðrum hætti. Ég hef enga þörf fyrir að gera lítið úr upplifun hinna stjórnarflokkanna – ég er bara að segja að það á að gera meiri kröfur til stjórnmálamanna en það að ákveða um miðjar nætur að slíta stjórnarsamstarfi. Stjórnmál snúast líka um drulluerfið mál. Það þarft oft að standa í fæturna og tala saman, því þú ræður ekki öllu einn.“ Björt er ósammála, segir tilganginn ekki helga meðalið. „Við getum ekki látið stór mál líða hjá af því að það sé eitthvað annað sem skipti meira máli. En það ber líka bara vott um að við sjáum hlutina ekki með sömu augum. Það er líka ágætt að almenningur viti það um flokkana.“Það er stundum sagt um málflutning Sjálfstæðismanna að þeir flytji mál sitt eins og lögmenn í réttarsal, að málin snúist um sekt eða sýknu og allt sé svart eða hvítt. Hefur Björt ekki nokkuð til síns máls? Eru flest mál ekki í eðli sínu grátóna? Þórdís segir mál oftast vera grátóna. „Ég er sjálf menntaður lögfræðingur og er þeirrar skoðunar að mér finnst þingmenn flokksins stundum tala of mikið út frá lagatæknilegum atriðum. Hins vegar er það þannig að ef kjörnir fulltrúar standa ekki vörð um ákveðnar reglur, þá gerir það enginn.“ Hún segir stjórnmálamenn þurfa að gera meiri kröfur til sjálfra sín. „Fólk spyr mann, þið vinnið við að tala saman, af hverju getið þið ekki gert það? Ég er alveg sammála því. Ég ætla ekki að segja að það muni ekki ríkisstjórnir springa í framtíðinni, en við þurfum að geta tekist á við erfið mál og leyst þau.“Pólitíkusar gefið frá sér valdiðEf við lítum til nágrannalandanna – ráðherrar segja af sér stundum af litlu tilefni, þeir eru ekki mikilvægari en heilar ríkisstjórnir. Af hverju getum við ekki búið til einhverja hefð þar sem ráðherrar einfaldlega víkja? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður hins nýstofnaða Miðflokks, tekur til máls. „Ég reyndi nú.“ Björt tekur af honum orðið. „Það er það sem við Óttarr reyndum, við tókum skrefið til baka. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem ákvað að boða til kosninga en ekki við. Þau hefðu alveg getað gert breytingar inni hjá sér til að öðlast meira traust, ef menn hefðu viljað það. Og mig langar að segja, bæta við, þessi mantra um að fólk nenni ekki í kosningar, ég held að hún sé mest komin frá okkur stjórnmálamönnum sem kannski nennum ekki í aðra kosningabaráttu. Mér finnst bara gott að fólk komi að lýðræðinu.“En sýnir æ lakari kjörsókn ekki að fólk hefur ekki smekk fyrir endalausum kosningum? Björt: „Kjörsóknin er líka út af því að við erum bara svo andskoti leiðinleg. Því miður.“ Sigmundur segist hafa aðra kenningu. „Ég held að stór hluti af vanda stjórnmálanna og ekki bara á Íslandi, sé að stjórnmálamenn séu búnir að gefa frá sér alltof mikið vald. Ég er ekkert að tala um félaga mína hér, heldur almennt. Stjórnmálamenn hafa verið alltof hræddir við að taka ákvarðanir eða gera eitthvað eða segja eitthvað sem orkar tvímælis eða gæti orðið umdeilt. Menn eru alltaf fyrst og fremst að reyna að forðast það að segja eitthvað sem vekur deilur eða umræðu og þegar þróunin er orðin þessi, stjórnmálamenn forðast hið umdeilda en vilja helst komast í gegnum daginn án þess að segja eitthvað sem einhver verður brjálaður yfir á netinu eða í fjölmiðlum, færist valdið alltaf meira og meira til embættismanna, til einhverra nefnda, hagsmunaaðila, fjármálakerfisins í tilviki þess o.s.frv.“Þurfum að þora Sigmundur segir stjórnmálamenn þurfa að endurheimta valdið. „Fyrir almenning, til þess að lýðræðið virki. Þora að takast á um málefni. Ef menn takast ekki á um málefni, hvað er þá eftir? Þá fara menn að takast á um persónur, þá fer þetta ekki að snúast um að rökræða og hvers vegna þú ert með betri lausn en hinir, heldur að fara að níða niður persónulega andstæðinga.“Sumir myndu segja, að þú værir að stela athyglinni með að koma með eilífur bombur inn í umræðuna. Að þú lítir svo á að illt umtal sé betra en ekkert? „Ég held engu fram öðru en því sem ég hef farið í gegnum og trúi á og trúi að þurfi að gerast. Ég vildi bara að fleiri væru til í slíkt. Því ef við getum aftur fært stjórnmálin yfir á umræðu um ólíkar áherslur og ólíka stefnu, frá þessu persónulega. þá held ég að stjórnmálin og ásýnd þeirra myndu batna mjög mikið. Við Þórdís gætum til dæmis rifist hérna um vegtolla og haft mjög ólíkar skoðanir á því og fært rök fyrir því. Við yrðum ekkert óvinir fyrir vikið, færum héðan út jafn góðir vinir og fyrir. En ef við færum að rífast hérna um persónu hvort annars, þá skilar það í fyrsta lagi engu fyrir pólitíkina og náttúrulega yrðum við ekki sömu vinir á eftir,“ útskýrir Sigmundur. Þórdís segist óska þess allra helst að fá að ræða málefnin og pólitík þessa daga fram að kosningum. „Málefni og stöðu Sjálfstæðisflokksins, hvað hefur hann gert, fyrir hvað stendur hann, hvernig sér hann samfélagið byggjast upp. Í hvað forgangsröðum við og hvernig sjáum við fram á að eiga fjármuni til þess að setja í mál sem ríkið ætlar að sjá til að séu almennilega unnin. Það er ekki bara gert með því að einblína á útgjöldin, það þarf líka að búa til verðmætin. Hver býr þau til? Hvað er sanngjarnt að þeir sem búa þau til haldi eftir fyrir sig? Þetta er oft spurning um hvernig þú talar. Og þá get ég alveg tekið undir með Sigmundi, ég held að fólk nenni miklu frekar að hlusta á hvaða afstöðu við tökum til ákveðinna mála, heldur en hvaða persónulegu skoðun ég hef á hinum eða þessum.“Einn maður bjargaði úr hruninu Talið berst að ferðaþjónustu, en Þórdís segir mikla stefnumótunarvinnu hafa farið fram í ferðamálum en það þurfi að gera betur. „Við erum að taka á móti tveimur milljónum ferðamanna og við erum að gera það mjög vel, langflestir eru ánægðir. Það er hins vegar mikið verk að vinna og það sem skiptir máli í þessu er að við horfum til langs tíma og við byggjum upp framúrskarandi ferðaþjónustuland þar sem við verndum náttúruna og höldum uppi góðum gæðum. Það verður alltaf dýrt að koma til Íslands. Ferðamenn eru ekki að koma hingað eins og þeir koma til Alicante til að fá ódýran bjór og liggja í sólinni. Það er ekki mikil sól hérna og bjórinn verður aldrei ódýr. Við verðum bara að ganga út frá því,“ segir Þórdís. Eitt af því sem verið er að vinna þessa dagana eru þolmarkarannsóknir, þar sem verið er að kanna efnahagsleg þolmörk, þolmörk á náttúruna, en líka samfélagsleg þolmörk. Þórdís segir að það muni reyna fyrst á samfélagslegu þolmörkin en hins vegar þurfi líka að ræða það hvað ferðaþjónustan hafi gefið okkur. „Það er sagt að einn maður hafi bjargað okkur upp úr hruninu og það er ferðamaðurinn,“ segir Þórdís.Hægt er að hlusta á viðtalið við Þórdísi Kolbrúnu, Sigmund Davíð og Björt í spilaranum hér fyrir neðan.Krónan setji strik í reikninginn Fjárlagafrumvarp fyrir 2018 gerir ráð fyrir því að ferðaþjónustutengd starfsemi verði færð úr neðra þrepi virðisaukaskatts í hið almenna í upphafi árs 2019. Þau Sigmundur, Þórdís og Björt hafa ólíkar skoðanir á þessum fyrirætlununum. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki rétt að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna núna,“ segir Sigmundur og bætir við að ferðaþjónustan búi núna við sterka krónu og hætta sé á því að sá fókus sem verið hefur á Íslandi færist annað. Sigmundur leggur áherslu á að fjárfesta þurfi verulega í innviðum vegna þessa mikla vaxtar í ferðaþjónustunni. „Menn hafa eytt mörgum árum í að ræða um það hvernig eigi að taka gjald af ferðamönnum og þá er kannski verið að tala um milljarð hér og milljarð þar en líta á sama tíma fram hjá því að ferðamenn eru auðvitað að skila milljörðum og jafnvel tugum milljarða í ríkissjóð. Þetta er fjármagn sem ekki kæmi ef það væri ekki þessi mikli straumur ferðamanna. Þar af leiðandi væri eðlilegt að nýta eitthvað af því til að byggja upp innviði. En það þarf að gera meira en að laga salernisaðstöðu og göngustíga og slíkt,“ segir Sigmundur. Hann segir að stjórnvöld þurfi að búa til hvata fyrir verkefni sem eru þess eðlis að þau bæti við upplifun ferðamanna. Þar verði skipulagsyfirvöld að koma að en líka ríkisstjórn og Alþingi varðandi skattaumhverfið. „Þessir aðilar verða að stuðla að því að ferðaþjónustan geti nýtt meðbyrinn núna til þess að byggja upp fjárfestingu til framtíðar og vonandi mun ferðaþjónustan þá halda áfram að skila okkur tekjum,“ segir Sigmundur og bætir við að það sé ekki sjálfgefið að ferðamannastraumurinn hingað til lands verði áfram eins og hann hefur verið. Þórdís og Sigmundur eru sammála um að stór hluti í framtíðarstefnumótun sé að nýta landið allt betur. „Og ef það tækist betur að fylgja því eftir sem við unnum að, að koma beinu flugi inn á Akureyri og Egilsstaði þá myndi það náttúrlega strax hafa gríðarlega jákvæð áhrif,“ segir Sigmundur. Þórdís segir að það sé ekki spurning hvort, heldur hvenær þetta gerist. Hingað til hafi verið unnið að þessu með Flugþróunarsjóði, en á endanum verði flugið að reka sig á markaðslegum forsendum.Ekkert „Back to the future-dæmi“ Björt segir það skipta miklu máli að atvinnulífið starfi á jafnréttisgrundvelli. „Það finnst mér mjög skiljanleg krafa, og ég tek undir hana, að ferðaþjónustan sé í hinu almenna skattþrepi,“ segir Björt. Kannanir hafa sýnt að allt upp undir 80 prósent ferðamanna koma hingað til þess að njóta náttúrunnar og Björt segir að við verðum að vanda okkur þegar kemur að ferðaþjónustunni. „Kolefnisfótsporið okkar er að stækka og það er meira álag á landið út af ferðaþjónustunni. en við getum fundið leiðir og erum að finna leiðir til þess að höndla með það. Ég vil tala um framtíðarsýn í þessu sem er ekki það löng framtíðarsýn; rafbílavæðingu samgangna. Bara það að túristarnir hætti að nýta sér þessa bílaleigubíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti myndi skila rosalegum árangri í loftslagsmálum fyrir Ísland og fyrir náttúruna og við værum ekki að kaupa endalaust af jarðefnaeldsneyti úti í heimi. Við eigum að vera sjálfum okkur næg með orku. Þetta er nálæg framtíð og gæti gerst á næstu tíu árum,“ segir Björt. Þessir hlutir skipti máli og sjálfkeyrandi bílar skipti líka máli. „Það er ekki eitthvert Back to the future-dæmi,“ segir Björt. Opinberar stofnanir verði að huga að þessum málum. Þórdís segir mestu máli skipta að tekjur Íslendinga af ferðaþjónustunni séu þegar gríðarlega miklar. Hún segist þó ekki útiloka það að í framtíðinni geti virðisaukaskattur á ferðaþjónustu færst upp í almennt þrep. En það sé ekki forgangsverkefni í hennar huga. „Þessi áform um að færa ferðaþjónustuna í hið almenna þrep voru ekki mín hugmynd. Þau urðu ekki til á mínu borði. Ég var upptekin í öðru og fyrir mér var þetta ekki stóra málið. Hins vegar er það þannig að þegar þú starfar í ríkisstjórn þá gengur það út á að finna málamiðlanir og þegar ráðherrar leggja fram mál fer betur á því að ráðherrar vinni mál saman en reyni ekki að rífa hver annan niður,“ segir hún. Hinn stóri veikleiki þessara áforma sé sá að hækkun virðisaukaskatts komi misjafnlega niður á mismunandi landsvæðum. „Það er himinn og haf sem skilur landsvæðin að,“ segir Þórdís og að nýtingin sé miklu minni á Vestfjörðum, fyrir austan og fyrir norðan.Sveitarfélögin komi að borðinu Þau Þórdís, Sigmundur og Björt leggja öll áherslu á að sveitarfélögin taki virkan þátt í uppbyggingu ferðaþjónustunnar á sínum svæðum. Þórdís bendir á að Alþingi hafi heimilað sveitarfélögum að leggja á bílastæðagjöld í sínu landi. Þetta sé sjálfsagt mál í hennar huga. „Ég get ekki séð sanngirni í því að útsvarsgreiðendur í litlum sveitarfélögum séu að kosta bílastæði við náttúruperlur. Markmiðið er að gera sem flesta staði sjálfbæra, ekki bara út frá umhverfissjónarmiðum heldur líka efnahagslega. Það gerir þú með sérgjöldum sem eru þjónustugjöld; bílastæðagjöld, salernisgjöld eða gjöld fyrir hvers konar uppbyggingu sem þarf að fara í,“ segir Þórdís. „Þú gleypir ekkert fílinn í heilu lagi heldur tekurðu bita fyrir bita og sveitarfélögin verða að hafa mismunandi tól sem þau nota á sínum forsendum,“ bætir hún við. Sum sveitarfélögin séu stór og með mörg gistirými en ekki náttúruperlur. Önnur sveitarfélög séu með náttúruperlur en ekki gistingu og í slíkum tilfellum myndi gistináttagjaldið ekki nýtast þeim. Enn önnur sveitarfélög séu fámenn og þar sé erfitt að standa undir framkvæmdum og fjármagna þær.Ekki réttindi að búa í miðbænum Björt bendir á mikilvægi þess að ferðaþjónustan sé ný stoð í íslensku efnahagslífi og góð viðbót við sjávarútveg og orkusölu. „Ég held að Íslendingar átti sig á því að þetta var það sem bjargaði okkur upp úr hruninu. Hins vegar má sjá ruðningsáhrif af ferðaþjónustunni, meðal annars í því að leiga á íbúðum til ferðamanna dregur úr framboði á íbúðum fyrir unga kaupendur. „Það vantar framboð á íbúðum. Verðið hækkar út af skorti,“ segir Björt. Hins vegar þurfi íbúðakaupendur á höfuðborgarsvæðinu að líta til fleiri staða en bara miðborgarinnar. Ég átti heima í miðbænum sem ung kona og vildi ekki eiga heima annars staðar,“ segir Björt. Þetta sé að breytast í stórborgum erlendis þar sem fólk leitar í úthverfi vegna mikilla verðhækkana í miðborgunum. „Ég myndi líka vilja sjá það gerast í Reykjavík. Og það er að gerast hægt og hægt. En við verðum eiginlega líka að segja að það eru ekkert endilega mín mannréttindi, eða annarra, að búa á Grettisgötunni. Það eru frábær hverfi annars staðar í bænum, eins og bara í Breiðholti.“
Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Kosningar 2017 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira