"Vildum sýna að þetta var engin heppni“ Tómas Þór Þórðarson í Eskisehir skrifar 5. október 2017 19:15 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er allur að koma til eftir meiðslin sem voru að hrjá hann síðustu daga og er líklegur að byrja á móti Tyrklandi á morgun í undankeppni HM 2018. Aron Einar tók virkan þátt í æfingu íslenska liðsins í dag og er bjartsýnn fyrir morgundaginn eftir að útlitið var ekki gott fyrr í vikunni þegar að bakslag kom í meiðslin. „Standið er bara gott. Ég náði aðeins að taka á því í gær og fann ekkert fyrir því. Ég horfi til þess að ná æfingu í dag og svo verður þetta að koma í ljós. Eins og er þá er ég í góðu standi,“ sagði Aron Einar við íþróttadeild fyrir æfingu Íslands í Eskisehir í dag. Íslenska liðið stendur nú á barmi þess að komast mögulega í umspil um sæti á HM öðru sinni en strákarnir okkar hafa sýnt mikinn stöðugleika í gæðum undanfarin misseri en fyrirliðinn er stoltur af því. Strákarnir vilja meira og það verður ekkert slakað á. „Við ætluðum okkur að sýna að þetta var engin heppni að komast á EM, eitthvað sem fólk var stolt af einu sinni og svo bara slappa af. Við vorum svo nálægt því síðast að komast á HM. Það hefði verið rosalegt. Við erum nálægt því núna og við erum ekkert að fara á hælana,“ sagði Aron Einar. „Við erum á tánum en það eru enn þá tveir leikir eftir og mikið undir. Við erum vanir þessum úrslitaleikjum og erum komnir með ákveðna reynslu úr þeim. Vonandi höfum við lært af fyrri undankeppnum og fyrri úrslitaleikjum. Ég er virkilega ánægður og jákvæður fyrir því hvar við stöndum í dag. Þetta er lið sem er stöðugt og sterkt. Þannig lýsi ég liðinu,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30 Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30 Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26 Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55 Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir Vísir var með beina beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld. 5. október 2017 07:30 Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er allur að koma til eftir meiðslin sem voru að hrjá hann síðustu daga og er líklegur að byrja á móti Tyrklandi á morgun í undankeppni HM 2018. Aron Einar tók virkan þátt í æfingu íslenska liðsins í dag og er bjartsýnn fyrir morgundaginn eftir að útlitið var ekki gott fyrr í vikunni þegar að bakslag kom í meiðslin. „Standið er bara gott. Ég náði aðeins að taka á því í gær og fann ekkert fyrir því. Ég horfi til þess að ná æfingu í dag og svo verður þetta að koma í ljós. Eins og er þá er ég í góðu standi,“ sagði Aron Einar við íþróttadeild fyrir æfingu Íslands í Eskisehir í dag. Íslenska liðið stendur nú á barmi þess að komast mögulega í umspil um sæti á HM öðru sinni en strákarnir okkar hafa sýnt mikinn stöðugleika í gæðum undanfarin misseri en fyrirliðinn er stoltur af því. Strákarnir vilja meira og það verður ekkert slakað á. „Við ætluðum okkur að sýna að þetta var engin heppni að komast á EM, eitthvað sem fólk var stolt af einu sinni og svo bara slappa af. Við vorum svo nálægt því síðast að komast á HM. Það hefði verið rosalegt. Við erum nálægt því núna og við erum ekkert að fara á hælana,“ sagði Aron Einar. „Við erum á tánum en það eru enn þá tveir leikir eftir og mikið undir. Við erum vanir þessum úrslitaleikjum og erum komnir með ákveðna reynslu úr þeim. Vonandi höfum við lært af fyrri undankeppnum og fyrri úrslitaleikjum. Ég er virkilega ánægður og jákvæður fyrir því hvar við stöndum í dag. Þetta er lið sem er stöðugt og sterkt. Þannig lýsi ég liðinu,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30 Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30 Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26 Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55 Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir Vísir var með beina beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld. 5. október 2017 07:30 Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Heimir: Verður erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn Búist er við ærandi látum á nýja Eskisehir-vellinum annað kvöld þar sem Ísland mætir Tyrklandi. 5. október 2017 11:30
Ólafur Ingi meira í bröndurunum en að fræða strákana um Tyrkland Miðjumaður íslenska landsliðsins spilar í Tyrklandi. 5. október 2017 09:30
Aron Einar: Ekki mörg lið sem lifa með okkur þegar að við náum dampi Landsliðsfyrirliðinn er ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn á móti Tyrklandi. 5. október 2017 08:26
Horfir til betri vegar með meiðsli Arons Einars Landsliðsfyrirliðinn gæti byrjað leikinn á móti Tyrklandi á morgun. 5. október 2017 07:55
Svona var fundur Heimis og Arons Einars í Eskisehir Vísir var með beina beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í fótbolta í Eskisehir í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar mæta Tyrkjum í undankeppni HM 2018 annað kvöld. 5. október 2017 07:30