Baðar sig einu sinni í viku Ritstjórn skrifar 3. október 2017 10:00 Glamour/Getty Vivianne Westwood fer bara í bað einu sinni í viku og segir það vera lykillinn að unglegu útliti. Þetta sagði fatahönnuður frægi þegar hún var spurð að leyndarmálinu að bakvið geislandi útlitið af blaðamanni eftir sýningu hennar í París í vikunni. Westwood, sem er 76 ára gömul, sagði að fólk ætti að baða sig sjaldnar, og stökk kærasti fatahönnuðarins Andreas Kronthaler inn í viðtalið og sagði hana baða sig bara einu sinni í viku. „Þess vegna er hún svona geislandi,“ en hann bætti svo um betur og sagðist sjálfur ekki baða sig nema einu sinni í mánuði. Annað væri óþarfi. Westwood hefur löngum verið þekkt fyrir að vera umhverfisverndarsinni mikill, og má því mögulega rekja þessar baðvenjur hennar til þessa. Hún sat meðal annars fyrir í auglýsingaherferð fyrir PETA þar sem hún útskýrði ákvörðun sína að verða grænmetisæta meðal annars til þess hvað kjötframleiðsla eyðir miklu vatni. Andreas Kronthaler ásamt Vivianne Westwood eftir sýningu hennar í París. Mest lesið Ný hugmynd að buxum kynnt til leiks í Tókýó Glamour Fyrstu myndirnar frá línu H&M Conscious Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Fyrsta sýnishornið af Ocean's Eight lítur dagsins ljós Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour Blúndu-leggir og þykkar kápur Glamour SKAM stjarna vekur lukku á tískuvikunni Glamour Fyrsta sýnishornið frá framhaldi Love Actually loksins birt Glamour Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour Nýjasta herferð Chanel er sú skrítnasta til þessa Glamour
Vivianne Westwood fer bara í bað einu sinni í viku og segir það vera lykillinn að unglegu útliti. Þetta sagði fatahönnuður frægi þegar hún var spurð að leyndarmálinu að bakvið geislandi útlitið af blaðamanni eftir sýningu hennar í París í vikunni. Westwood, sem er 76 ára gömul, sagði að fólk ætti að baða sig sjaldnar, og stökk kærasti fatahönnuðarins Andreas Kronthaler inn í viðtalið og sagði hana baða sig bara einu sinni í viku. „Þess vegna er hún svona geislandi,“ en hann bætti svo um betur og sagðist sjálfur ekki baða sig nema einu sinni í mánuði. Annað væri óþarfi. Westwood hefur löngum verið þekkt fyrir að vera umhverfisverndarsinni mikill, og má því mögulega rekja þessar baðvenjur hennar til þessa. Hún sat meðal annars fyrir í auglýsingaherferð fyrir PETA þar sem hún útskýrði ákvörðun sína að verða grænmetisæta meðal annars til þess hvað kjötframleiðsla eyðir miklu vatni. Andreas Kronthaler ásamt Vivianne Westwood eftir sýningu hennar í París.
Mest lesið Ný hugmynd að buxum kynnt til leiks í Tókýó Glamour Fyrstu myndirnar frá línu H&M Conscious Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Fyrsta sýnishornið af Ocean's Eight lítur dagsins ljós Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour Blúndu-leggir og þykkar kápur Glamour SKAM stjarna vekur lukku á tískuvikunni Glamour Fyrsta sýnishornið frá framhaldi Love Actually loksins birt Glamour Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour Nýjasta herferð Chanel er sú skrítnasta til þessa Glamour