Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2017 23:50 Metanísblöðin mynda hrjúft yfirborð á Plútó. NASA/JHUAPL/SwRI Þegar könnunarfarið New Horizons þaut fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó fyrir tveimur árum vöktu risavaxnar ísmyndanir sem líkjast hnífsblöðum athygli vísindamanna. Hópur þeirra telur nú að þurrgufun metaníss myndi þessi sérstöku fyrirbæri. Ísblöðin fundust á hálendustu svæðum Plútós, nærri miðbaug hans. Þau geta orðið eins há og skýjakljúfar, að því er kemur fram í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Þessir ísturnar vöktu fjölda spurninga hjá vísindamönnum, þar á meðal hvers vegna ísinn myndar svo svakaleg blöð frekar en að leggjast flatur yfir yfirborðið. Merki um virkari jarðfræði en menn áttu von áSkýringin sem hópur vísindamanna undir forystu Jeffrey Moore hjá Ames-rannsóknarmiðstöð NASA fann er breytileiki í loftslagi Plútós. Myndunin hefst þegar metan í þunnum lofthjúpnum frýs á hálendissvæðum líkt og þegar vatn myndar snjó og ís á jörðinni. Moore segir að þegar hlýnar í veðri á Plútó geti metanið byrjað að gufa upp. Það breytist beint úr ís í gas með svonefndri þurrgufun. Þá verða til þessi blöð metaníss sem skaga hátt upp í loftið. Sambærilegar myndanir eiga sér stað á hálendissvæðum nærri miðbaug jarðar en mun minni. Þar veldur þurrgufun íss því að nokkurra metra há ísblöð myndast. Ísblöðin sem myndast á Chajnantor-sléttunni í Síle eru dvergvaxinn í samanburði við metanísblöðin á Plútó.Wikimedia Commons/ESO Sé þessi skýring á rökum reist bendir það til þess að lofthjúpur og yfirborð Plútós sé mun virkara en vísindamenn höfðu talið. Kenningin hjálpar vísindamönnum einnig að kortleggja Plútó betur. Þegar New Horizons flaug fram hjá í ágúst 2015 náði geimfarið aðeins háskerpumyndum af annarri hlið Plútós. Í ljósi þess að vísindamönnunum hefur nú tekist að tengja metanís við hálendissvæði á dvergreikistjörnunni geta þeir notað staðsetningu þess á yfirborðinu til að gera hæðarkort af þeim svæðum sem geimfarið náði ekki að gera nákvæmar mælingar á. Vísindi Plútó Geimurinn Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Þegar könnunarfarið New Horizons þaut fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó fyrir tveimur árum vöktu risavaxnar ísmyndanir sem líkjast hnífsblöðum athygli vísindamanna. Hópur þeirra telur nú að þurrgufun metaníss myndi þessi sérstöku fyrirbæri. Ísblöðin fundust á hálendustu svæðum Plútós, nærri miðbaug hans. Þau geta orðið eins há og skýjakljúfar, að því er kemur fram í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Þessir ísturnar vöktu fjölda spurninga hjá vísindamönnum, þar á meðal hvers vegna ísinn myndar svo svakaleg blöð frekar en að leggjast flatur yfir yfirborðið. Merki um virkari jarðfræði en menn áttu von áSkýringin sem hópur vísindamanna undir forystu Jeffrey Moore hjá Ames-rannsóknarmiðstöð NASA fann er breytileiki í loftslagi Plútós. Myndunin hefst þegar metan í þunnum lofthjúpnum frýs á hálendissvæðum líkt og þegar vatn myndar snjó og ís á jörðinni. Moore segir að þegar hlýnar í veðri á Plútó geti metanið byrjað að gufa upp. Það breytist beint úr ís í gas með svonefndri þurrgufun. Þá verða til þessi blöð metaníss sem skaga hátt upp í loftið. Sambærilegar myndanir eiga sér stað á hálendissvæðum nærri miðbaug jarðar en mun minni. Þar veldur þurrgufun íss því að nokkurra metra há ísblöð myndast. Ísblöðin sem myndast á Chajnantor-sléttunni í Síle eru dvergvaxinn í samanburði við metanísblöðin á Plútó.Wikimedia Commons/ESO Sé þessi skýring á rökum reist bendir það til þess að lofthjúpur og yfirborð Plútós sé mun virkara en vísindamenn höfðu talið. Kenningin hjálpar vísindamönnum einnig að kortleggja Plútó betur. Þegar New Horizons flaug fram hjá í ágúst 2015 náði geimfarið aðeins háskerpumyndum af annarri hlið Plútós. Í ljósi þess að vísindamönnunum hefur nú tekist að tengja metanís við hálendissvæði á dvergreikistjörnunni geta þeir notað staðsetningu þess á yfirborðinu til að gera hæðarkort af þeim svæðum sem geimfarið náði ekki að gera nákvæmar mælingar á.
Vísindi Plútó Geimurinn Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“